Vikan


Vikan - 20.08.1998, Side 6

Vikan - 20.08.1998, Side 6
Herra Garðar - landvörður A lUYJU SVIÐI Það eru tvö ár síðan Garðar Siggeirsson seldi versl- un sína, Herragarðinn, sem hann hafði rekið í 25 ár. Frá þeim tíma hefur hann ekki leitt hugann að viðskiptaheiminum og nýtur þess að ganga einn um fjöll og firnindi. Honum tókst það sem margir ætla sér þegar skipt er um starfsvettvang: að draga sig alveg út úr því sem var og takast á við nýtt hlutverk. Sjálfsagt eru þeir ekki margir sem sjá Garðar í Herragarðinum - eða herra Garðar eins og hann er oft kallaður - fyrir sér í útivist- argalla, aleinan á gangi snemma morguns eftir veg- slóða. Þannig hefur líf hans samt sem áður verið í sumar. Garðar var landvörður á Snæ- fellsnesi, þar sem opnaður verður Þjóðgarður árið 2000: „Ég hef alltaf verið mikið fyrir útivist,” segir Garðar. „Ellefu ára gamall rölti ég niður á BSÍ með vinum mín- um, tók rútu upp að Skíða- skálanum í Hveradölum og fór að kanna ókunnar slóðir.” VERSLUNAREIGANDI OG RÆSTINGARKONA Kannski hefði hann átt að leggja fyrir sig störf sem tengdust útiveru á íslenskum heiðum, en leið Garðars lá fljótlega inn í viðskiptaheim- inn: „Eftir tíu ára starf hjá Herradeild P.Ó. ákvað ég að fara út í eigin rekstur. Þeir Pétur og Óli voru góðir yfir- menn sem kenndu mér margt. Ég byrjaði að reka Herra- garðinn á 40 fermetrum; var þar allt í senn, innkaupa- stjóri, verslunarstjóri, ræst- ingarkona og gluggaþvotta- maður.” Starfsemin jókst gríðarlega og voru Herragarðarnir orðn- ir tveir þegar Garðar seldi fyr- ir tveimur árum; í Kringlunni og í Aðalstræti. Hann segist hins vegar alls ekki hafa verið búinn að fá nóg af verslunar- rekstri: „Hins vegar barst mér tilboð sem ég gat ekki hafnað,” segir hann þegar hann er beðinn um skýringu. „Ég ákvað að fara að njóta lífsins og slappa af, fara yfir í verðbréfavið- skipti og fjárfestingar og gera það sem mig hefur langað til að gera allt lífið: að skoða heiminn. Það, að reka fyrir- tæki, er 24 tíma vinna, allan ársins hring.” Það fyrsta sem Garðar gerði eftir að hann hafði selt Herra- garðinn var að fara í ferðalag: „Ég fór til Ekvador og Galapagoseyja og á Amason svæðið. Það var mikil upplif- un.” AÐDRÁTTARAFL ÞJÓÐGARÐA Þetta var síður en svo fyrsta ferð Garðars á fjarlægar slóðir en meðal þeirra ferðalaga sem hann hefur tekið sér á hendur er mánaðarlöng gönguferð um Nepal, þar sem hann kleif fimm þúsund metra há fjöll og svaf í tjaldi í 20 stiga frosti. „Ég hef starfað með Flug- björgunarsveitinni frá árinu 1965 og hef alltaf haft gaman af útivist og ferðalögum. í mörg ár hef ég líka skotist í A gömlum sloðum, i hjarta miðbæjarins: „Ég er sem ^ betur fer gæddur þeim ' hæfileika að taka á móti >: því sem að höndum ber.” ^ það að vera skálavörður í Hrafntinnuskeri og Hvítár- nesi og tekið að mér ýmis störf í sjálfboðavinnu - ánægj- unnar vegna.” En hvernig kom það til að heimsborgarinn gerðist land- vörður? „Þeir hjá Náttúruverndar- ráði vissu af áhuga mínum á landinu og af störfum mínum hjá Ferðafélaginu og þegar ákvörðun var tekin um að gera Snæfellsnes að þjóðgarði árið 2000 hringdu þeir til mín og buðu mér starf landvarðar. Það sýnir að allir draumar geta ræst. Ef þig langar til að eitthvað rætist, skaltu bara hugsa nógu sterkt um það,” segir Garðar og það er ljóst að hann talar af reynslu. Hann segir að þjóðgarður- inn muni ná frá Hellissandi niður að Arnarstapa og strandlengjan verði öll friðuð: „I sumar hef ég starfað við að gera þetta svæði eins ferða- og vistvænt og hægt er; skipu- leggja gönguleiðir, setja upp skilti og kanna hug bænda og annarra búaliða til þeirra breytinga sem verða þegar þessi þjóðgarður verður stofn- aður. Kannanir hafa sýnt, að þar sem þjóðgarðar rísa, eykst ferðamannastraumurinn um mörg hundruð prósent, vegna þess að þjóðgarðar hafa alltaf mikið aðdráttarafl.” GÓÐ ÞJÓNUSTULUND SKILYRÐI Þegar Garðar er spurður eft- ir hverju hann hafi farið við merkingu gönguleiða svarar hann: „A Snæfellsnesi hefur verið verbúð um aldir og þangað hefur fólk sótt í út- róðra hvaðanæva af land- inu. í hrauninu hafa mynd- ast ákveðnar gönguslóðir, sem hafa troðist í hraunið í gegnum hundruðir ára. Þetta eru mjög verðmætar „götur”, því þær segja sögu fólksins sem sótti á Snæfellsnesið. Á Búðum bjuggu um tíma um 500 manns og sömu sögu er að segja um Arnarstapa og Dritvík. Þessar verbúðir eru þarna urn allt og þarna er hægt að „ganga um sjóminja- söguna” ef svo má segja. Við sjáum í ströndinni förin eftir Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Ljósmynd: Sigurjón Ragnar A

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.