Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 12

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 12
Umsjón: Anna F. Gunnarsdóttir fatastílsráð- gjafi, sem rekur fyrirtækið Anna og útlitið. Ragnheiður Kolviðar- dóttir danskennari breytir um stíl að þessu sinni. Vaxtarlag Ragnheiðar er mitt á milli þess sem kallast að vera perulagað og þess að vera eins og stundar- glas. Bestu þættir líkama hennar eru flatur magi, góð mjaðmalína og mjög fallegt andlit. Veikleikar eru breið læri, þykkir upphandleggir og stuttur háls. Út frá þess- um upplýsingum byggði ég áform mín um breytt og bætt útlit en einnig hafði ég í huga persónuna, sem er létt og glaðlynd og getur „dansað" áreynslulaust úr einu hlutverki í annað. Hún er glæsileg í samkvæmis- fatnaði en henni fer einnig vel að vera í frjálslegum og heimilislegum fatnaði þeg- ar þannig hentar. Þuriöur H. Halldórsdóttir, eigandi Óníx, sá um hárgreiðsluna. Hún vildi hafa Ragnheiði með sportlega hárgreiðslu en samt fína, þar sem Ragnheiður er sportleg að eðiisfari. Hárið er tekið upp að aftan til að fá lengingu á hálslin- una. Sóley Björt Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur frá Snyrtistofunni Heienu fögru, sá um förðun- ina. í augnskugga notar hún andstæða liti við augun til að leggja áherslu á augnlitinn. Grunnlitirnir eru gult og hvítt en skyggingarlit- urfjólublár. Heitur, bleikur varalitur var valinn við kjólinn. - tískuvöruverslun lánaði fötin. Fyrir breytingu Ragnheiöur er fyrir breytingu í bein- um, hvítum stuttermabol, beinum, svörtum buxum og hvítum skóm. Þarna koma fram ýmis mistök. Bolur- inn ætti að vera girtur ofan í buxurn- ar vegna þess aö hann er víður og beinn og endar viö breiðasta hluta læranna en þaö veldur því að hann dregur athygli að lærunum. Hann er einnig of víður þannig að Ragnheiður virkar öll breiðari en hún er í raun og veru. Ermaísetning bolsins er röng því þar er áherslan lögð á breiðasta hluta handleggjanna. Buxurnareru góðar en skórnir eru í röngum lit. Þeir ættu að vera í sama lit og buxurnar, annars virðist hún lægri og þéttari en hún í rauninni er. Samlitir skór og buxur lengja fótleggina og gerir það að verkum að manneskjan virkar há- vaxnari og grennri. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.