Vikan


Vikan - 20.08.1998, Síða 32

Vikan - 20.08.1998, Síða 32
Wið fram með Rósmarín- Þykkvabæjarkartöflum og grænmetissalati prontó. RÓSMARÍN-ÞYKKVA- BÆJARKARTÖFLUR 1 poki Þykkvabæjarskífur 1 fersk rósmaríngrein 4 msk. ólífuolía .■aAVS'*^ .V'-wií sósa-eggaldin-ostur). Bakað í 170 gráðu heitum ofni í 40 mínútur. Borið fram í litlum skálum. PETTO Dl POLLO Kjúklingabringur í steinselju- sítrónusósu 4-6 kjúklingabringur (úrbeinaðar og skinnlausar) 1 tsk. salt 1/2 tsk. pipar 3 msk. hveiti 2 sítrónur (önnur til skrauts) 1/2 búnt fersk steinselja 4 msk hvítvín 60 g smjör ólífuolía (smávegis) 1-2 kjötkraftsteningar Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Skerið bringurnar til helminga og berjið þær flatar. Setjið ólífuolíu á pönnu og 1/3 af smjörinu og hitið vel. Setjið bringurnar, eina og eina í senn, í pokann með hveitinu og hristið létt þannig að bringurnar þekist vel. Steikið síðan í 3-4 mínútur hvorum megin. Geymið bringurnar á heitu fati meðan þið setjið 1-2 kjöt- kraftsteninga á pönnuna og af- ganginn af smjörinu, ásamt steinseljunni. Kreistið safann úr sítrónunni og bætið út í sósuna og skvettið dálitlu hvítvíni (4 msk.) yfir. Takið fat og skreytið það með sítrónu- sneiðum og leggið fagurgylltar kjúklingabringurnar ofan á. Hellið steinseljusósunni yfir. Kartöflurnar baðaðar í ólífu- olíunni og settar í ofnskúffu. Rósmarín saxað smátt og stráð yfir og sett í 250 gráðu heitan ofn í 10-15 mínútur. GRÆNMETISSALAT PRONTÓ tilbúið, ítalskt grænmetis- salat í poka 3 msk. ólífuolía 1/2 msk. rauðvínsedik 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar ólífur að vild Blandið öllu saman í skál. TÍRAMÍSÚ 2 pk. Lange Vingers kex 2 box mascarpone ostur 6egg 2-3 bollar sterkt Lavazza kaffi 1/2-1 bolli Amaretto Di-Saronno líkjör 1-3 msk. sykur 1/2 bolli dökkt kakó Eggjarauður og sykur (ekki mikill ef notaður er líkjör) þeytt í létta froðu og osturinn settur saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við. Ekki örvænta þótt kekkir náist ekki alveg úr! Leggið Lange Vingers kexið í form og hellið einum bolla af kaffi og örlitlu af líkjör yfir. Smyrjið 1/3 hluta kremsins yfir. Endurtakið síðan líkt og gert er þegar lasagna er búið til. Sumir hafa tvö lög af kexi. Eg hef lögin þrjú. Við endum á kreminu og geymum í kæli, jafnvel frysti, þar til borið er fram. Setjið sigtað kakó yfir en ekki fyrr en rétt fyrir fram- 32

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.