Vikan


Vikan - 20.08.1998, Page 41

Vikan - 20.08.1998, Page 41
semja kvikmyndahandrit, seg- ir hann að hann myndi nota Sögubrot af Árna í Hlað- hamri sem undirstöðu: „Að ég tali nú ekki um ef ég fengi að semja óperu! En eftir á að hyggja er sagan of grimmúð- leg en hún er lýsandi fyrir hina sterku sagnahefð íslend- inga, þar sem hún rís hæst, og auðvitað var það kona sem geymdi söguna sér í minni. En auðvitað hefur mig alltaf langað til að semja texta við óperu eftir Atla Heimi Sveinsson og þá eru þjóðsög- urnar sá sagnabrunnur sem ég myndi ausa úr og reyna að finna einhverja sögu þar sem helst allar söguhetjurnar dæju í lokin...” Hann segist ekki leggja eyrun við dægurlagatónlist: „Mest held ég upp á Ragnar Bjarnason - og svo djass...” Honum líkar vel að vera orðinn sextugur: „Eg vildi ekki upplifa aldursskeið sem ég yxi aldrei upp úr!” segir hann. „Auðvitað hljótum við að horfa til þess með nokkrum feginleika að við eigum öll eftir að sofna svefn- inum langa. Það er lífsins gangur að allt eldist og slitnar og ný kynslóð tekur við. Ég kvíði ekki ellinni.” Þótt Halldór telji sig ekki hafa samið margar rómantísk- ar vísur, leynast í fórum hans vísur um menn og staði, sem óneitanlega hafa yfir sér róm- antískan blæ. Svona orti hann um Pétur son sinn (blaða- mann á Morgunblaðinu) og Þórarinn Guðmundsson, tón- skáld og fiðluleikara, þegar þeir gengu saman um Vagla- skóg fyrir hartnær 25 árum: Og finnst ykkur ekki þessi „Sólin hátt á himni hló horfði á jarðartetur vísa um Eyjafjörð róman- þar sem gengu um grœnan skóg tísk? gamalt skáld og Pétur.” Eða þá þessi, sem ort var „Kerling reisir höfuð hátt mót sól. Hattinn tekur Blámaðurinn ofan. I sumar brá hún sér í nýjan kjól og sópar stássleg gamla fjallakofann.” þegar samgöngu- nefnd Alþingis heimsótti Brussel í janúar: „Þetta var um- deild ferð, en við áttum samt róman- tíska stund,” segir Halldór, sem orti af því tilefni vísuna Brussel”: Eins og gamall vinur heilsar hér hópnurn lítil krá með þrep sín skökk. Við setjumst þyrst við kvistótt borð oss ber bjór í krásum stúlka ung og frökk. Borgartöfrar! fell ég fyrir þeim. Ogflýti mérsvo aftur norður, - heim. „Nótt í Segið þið svo að Halldór Blöndal sé ekki rómantískur 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.