Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 43
Hvor er hvað? Það er lítill vandi að þekkja þá í sundur á
mynd, Halldór Blöndal oq Jóhannes Kristjánsson eftir-
hermu, en það getur verið flókið að greina á milli þegar
Jóhannes tekur sig til og hermir eftir rödd Halldórs á
snilldariegan hátt.
Halldór og Kristrún ásamt syni þeirra, Pétri Blöndal blaðamanni á
Morgunblaðinu, og barnabörnunum Önnu Margréti Sigurbergsdóttur
og Halldóri Reyni Tryggvasyni.
Ekki vitum við um hvað þau eru að ræða sín á milli. En Sunna Borg
leikkona virðist vera að reyna að sannfæra forsætisráðherrann, Davíð
Oddsson, um eitthvað sem henni liggur á hjarta.
ulltrúar listamanna á staðnum þær Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og
Signý Sæmundsdóttir söngkona á tali við afmælisgesti.
Ætli stjórnmálamenn tali um stjórnmál í afmælisveislum? Ef til vill eru
þau að ræða um samfylkingu vinstri flokkanna, þau Guðrún Ágústs-
dóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Frið-
rik Sophusson. En svo qætu þau allt eins verið að ræða um hvað sum-
arið er búið að vera faílegt.
43
L