Vikan


Vikan - 20.08.1998, Qupperneq 44

Vikan - 20.08.1998, Qupperneq 44
r ^ llidda Gudmiuulsclóttir Sendið bréfin til: „Kæra félagsráðgjafi svarar llnldti“ Vikan, Seljavegi bréfum iesenda. 2 101 Reykjavík. Fyllsta trúnaðar er gœtt x < og bréf birt undir dulefni. Netfang: vikan@frodi. is Hann kjaftar frá kynlífinu Ég hef ekki þorað að ræða þetta við neinn en ég er á föstu og strákurinn, sem ég er með, er miklu opnari en ég. Við erum búin að vera saman í 4 mánuði og erum farin að sofa saman. Hann er ári eldri og hefur verið á föstu áður en ég hef aldrei verið svona lengi á föstu áður. Ég tala ekki um þetta við neinn en nú veit ég að hann er að segja strákun- um í Vinnuskólanum frá því að við sofum saman. Vinkona mín sagði mér að hann hefði verið að tala um hvar væri ódýrast að kaupa smokka - eins og hann væri sérfræðing- ur í þessu. Það „fatta” þetta allir því það vita allir í Vinnu- skólanum að við erum saman. Ég vil ekki að neinn viti þetta og alls ekki pabbi og nianima. Hvað á ég að segja við hann? Það er ekki hægt að taka þetta til baka, sem hann sagði, og ég get ekki hætt að sofa hjá hon- um núna fyrst við erum byrj- uð. Hjálp, hvað á ég að gera? Ein 14 ára Kæra „ein 14 ára” Þakka þér fyrir afar umhugs- unarvert bréf og mikilvægar spurningar. Það er ekkert unnið við að ásaka sjálfan sig - skammast sín fyrir sjálfan sig og breytni sína - og líða af kvíða, feimni og sektarkennd við tilhugsunina um það hvað öðrum kunni að finnast um mann. Mikilvægast er hvað þér finnst sjálfri - um þig. Þú hefur e.t.v. undir niðri raun- hæfa sektarkennd eða snert af henni - því þú veist að þú ert í yngra lagi til að vera „á föstu” - og svo óttast þú líka reiði foreldranna, sem vonandi verður samt hófleg. Mér finnst út frá bréfi þínu að þú sért alveg eðlileg ung stúlka, viðkvæm fyrir surnu og sár sem þú hefur líka réttmæta ástæðu til. Það er fullkomlega heilbrigð og rétt afstaða að vilja varðveita einkamálin sín sjálfur, eða í mesta lagi með sínum allra nánustu. Það er líka heilbrigt að finnast það vont að „vera borin á torg”, þ.e.a.s. að einhver eða ein- hverjir beri út um mann ýmis trúnaðarmál eða aðrar upp- lýsingar sem oft verða mjög ýktar. Þú og vinur þinn eru kannski full ung til að ráða við að „vera á föstu" ennþá. Stundum þarf aðeins meiri þroska en hefur náðst á ykkar aldri til að slík sambönd heppnist og traust og trúnaður getur brugðist eins og þú þekkir af eigin raun. Að vinur þinn skuli strax bera það út að þið sofið sam- an, hann viti allt unr smokka o.s.frv. ber í senn vott um visst stolt eða sjálfsánægju með samband ykkar og þörf hans fyrir að slá um sig og sýnast meiri maður í augum hinna strákanna. Þessi hegðun getur verið hans aðferð til að yfir- vinna eða leyna vanmeta- kennd undir niðri. Það getur skýrt þessa frásagnarþörf hans og hversu gálaus og klaufalega lausmáll hann er. „Miklu opn- ari en ég”, segir þú, en tal hans er ekkert þroskamerki. Það er rétt að einkamál sín og annarra á ekki að hafa í flimtingum. Viðkvæmustu til- finningamálum sínum á ekki að deila með öðrum, heldur einungis í einlægni og trúnaði með þeirn sem manni þykir mjög vænt um eða ber ást til. Þetta skilur vinur þinn ekki enn og kannske ekki heldur hvað ást er eða hvers hún krefst. Það er ekki rétt sem þú segir: „Ég get ekki hætt að sofa hjá honum fyrst við erum byrjuð.” Af hverju ekki? Fyrir þessari ályktun þinni eru eng- in góð rök. Ef þessi ónærgætni hans að fleipra um ykkar mál særir þig og niðurlægir of mik- ið, þó svo það sé af hugsunar- leysi og alls ekki af löngun hans til að láta þér líða illa, þá ættirðu að hugleiða vandlega hvort þið þurfið ekki að kynn- ast betur og á fleiri sviðum lífsins til að vita, hvort þið eig- ið samleið. Þið ættuð að reyna að ræða saman eftir bestu getu um ykkar mál og það hvernig þér líður út af umtali hans, og heyra hvað honum finnst. - Líklega væri gott fyrir þig að draga úr samskiptunum til að komast að því hvað þú raun- verulega vilt og átt að gera. En það er einmitt lokaspurningin þín sem er líka svo mikilvæg. Kœr kveðja, Halda Ég er hrædd um að missa hann Ég er í nokkrum vanda vegna óvissu í sambandi mínu og sam- býlismanns míns. Við erum miklir mátar og höfum þekkst lengi. Nú stendur mér til boða að starfa í 18 mánuði erlendis í mjög spennandi starfi og ég hef beðið hann að koma með. Við eruin jú barnlaus og ung og svona tækifæri koma ekki oft. (Ég er 29 ára, hann 28.) Hann segist hins vegar alls ekki geta komið með mér. Hann er í skóla og starfsnámi í fyrirtæki sem hann er gífurlega spenntur fyrir og vonar að komast þar að eftir að námi lýkur ef hann sannar sig fyrir þeim. Við höf- um ekki rætt hjónaband og mér finnst ég vera nokkuð óör- ugg með hann. Honum finnst bara að ég eigi að fara en orðar ekkert framtíðina. Hvað ef ég fæ tækifærið en missi hann? Ég get ekki beðið hans og hann vill ekki koma með mér. Hvernig horfir þetta mál við þér, kæra Hulda? Attu einhver ráð handa mér? Ég þarf að svara í vetrarbyrjun svo gott væri að fá svar sem íyrst. Ein í vafa Kæra „ein í vafa” Auðvitað áttu að nota tæki- færið sem þér býðst til spenn- andi reynslu og aukins sjálf- stæðis sem öllum er nauðsyn- legt og vinur þinn raunar hef- ur hvatt þig til. Slíkt býðst ekki oft á lífsleiðinni. - Það er fyllilega mannlegt að þrá að deila lífinu með ástvini sínum en það má ekki fórna rnögu- leikunum til þroska og þekk- ingar til að ná því marki. Þá er það of dýrkeypt. Hann vill heldur ekki fara og missa þá sennilega af því námi og starfi sem hann er svo spenntur fyrir og gefur honum mjög góð fyr- irheit. Það er fyrir hann hans tækifæri í lífinu til að auka reynslu sína og þroska. Þið hafið bæði hliðstæðar þarfir og brottför hans gæti reynst honum mjög áhættusöm í því efni. - Þú segist raunar vera dálítið óörugg með hann, t.d. tali hann ekkert um hjóna- band. Þér finnst þú ekki vita nóg um hans tilfinningar til þín. Ferðalag þitt og starf úti og tímabundinn aðskilnaður ykkar gæti reynst gullið tæki- færi til að láta reyna á ást ykk- ar og tilfinningar í raun - og komast að hinu sanna varð- andi þær. - Séu brestir í þeim af hans hálfu er alltaf langbest að vita um slfkt sem fyrst. Sé svo, án þess þú vitir, eru ekki líkur á góðri framtíð. - Hitt er þó kannski enn líklegra að fjarvistir leiði í Ijós að ást ykk- ar sé raunveruleg, traust og sterk. Og þá mun fjarlægðin milli ykkar, um tíma, síður en svo draga úr tilfinningunum. Hún getur þvert á móti þrosk- að þær og aukið. Þið fáið bæði næði og tækifæri til íhugunar - og komist að því hvað í raun og veru sé ykkur fyrir bestu. Þið getið verið í nánum sam- skiptum með nútímatækni og sé sambandið traust vaknar söknuður og löngun til að gera eitthvað meira úr því. Þú verð- ur af þinni reynslu líka sjálf- stæðari og munt þá vita betur hvað þú vilt og það gerir þig enn styrkari aðila í sambandi ykkar en áður. Slíka áhættu verður að taka í lífinu. Allir standa frammi fyrir því við og við. „Ef ég fæ tækifærið en missi hann?” spyrð þú. - Hvað þá? Fari svo, þá hefðirðu að öllum líkindum misst hann hvort eð er, bara svolítið síðar en ef þú hefðir verið urn kyrrt - og hafnað þínu tilboði. Og ekki nóg með það heldur væri um leið spennandi tækifærið þitt, tilboð til að kynnast nýj- um störfum og reynslu, líka glatað. Þú rnundir sjá eftir því. Kœr kveðja, Hulda 44 Lesendur góðir hvaö finnst ykkur? Leggiö orö i belg um unglinga og kynlif. Netfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.