Vikan


Vikan - 20.08.1998, Qupperneq 48

Vikan - 20.08.1998, Qupperneq 48
UR Margrét býr á Stokkseyri og fer þaðan akandi til Reykjavíkur um klukkan hálfátta alla morgna. Komin á skrifstofuna. Starfsdagurinn hefst með því að Margrét fer yfir verkefni dagsins með Heimi Má Péturs- syni, framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. Viðtalstími á skrifstofunni. Margrét hefur persónulega tekið á móti yfir 800 manns á rúmlega einu ári. Hún seg- ir nauðsynlegt að hafa við- talstíma nú þegar hún hafi minni tíma til að fara um kjördæmið og hitta fólk. Guðrún Stella er ein þeirra sem koma í viðtal þennan dag. „Hún er einstæð móðir með þrjár mikið veikar dæt- ur”, segir Margrét. „Góðær- ið hefur svo sannarlega ekki náð til þeirrar konu. En hún er aðdáunarverð baráttu- kona og mikill dugnaðar- forkur.” Margrét hefur síma- viðtalstíma viku- lega. í gegnum sím- ann ræðir hún ýmis málefni, bæði þau sem snúa að flokks- starfinu og einnig hringja margir sem þurfa að ræða við hana um ýmiskonar persónuleg vanda- mál. Hún segir að síminn stoppi sjald- an og færri komist að en vilji. I su RLEYFI Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Bragi Þór Jósefsson Pingstörfum á Alþingi lýkur venjulega í maímánuði og þingmenn fara í „frí” jil 1. október. Þótt þingmenn reyni að taka því rólega oe taka sitt sumarfrí, eins og aðrir landsmenn, nota þeir stóran hluta þessa tíma til að ferðast um kjördæmin og funda með sínu fólki. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður /4þýðubandalagsins, segir sumarið hafa verið óvenju annasamt, íneð landsfundi og erfiðum ákvarð- anatökum um samfylkingu vinstri flokkanna. „Við hjónin fórum í sjö daga ferð með vinafólki okkar, leigðum okkur bíl og ferð- uðumst um Svartaskóg og Rfnardalinn. Það eru einu frídagarnir sem ég hef tekið mér þetta sumarið og ég sé ekki fram á að þeir verði mikið fleiri.” Við fengum leyfi til að fylgjpst með Margréti einn annasaman dag í „sumarfríinu”. Dagurintt byrjaði snemma og lauk ekki fyrr en langt var liðið á nóttu. Eftir viðtalstímann tekur við fundur með ungum fulltrú- um Alþýðubanda- lagsins sem vildu koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum sínum varðandi samfylk- ingarmálin. Mar- grét með Sverri Jakobssyni (sem reyndar sést ekki á myndinni), Stefáni Pálssyni og Sig- þrúði Gunnarsdótt- ur. Annar fundur, nú með fulltrúum Al fundinn hafa verið svolítið sérstakan þetta sinn. Rannveig Guðmundsdótt Hér sjáum við líka Þórunni Sveinbj; Iþýðufiokks og Kvennalista. Margrét segir ), þar sem hann sátu eingöngu konur í ir sat fundinn fyrir Sighvat Björgvinsson. arnardóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur. Margrét er líklega eini formaður stjórnmála- flokks sem á þetta verkefni fyrir höndum eftir langan vinnudag.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.