Vikan


Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 16

Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 16
Smásaga eftir Ingva Þór Kormáksson. Smásagnasamkeppni Vikunnar mamma er að gera inni í þessu eina ókannaða her- bergi íbúðarinnar. Hann hef- ur svo óvart ýtt við hurðinni þannig að hún féll að stöfum. Hún fikrar sig að dyrunum og ýtir á hurðina. Hún hagg- ast ekki. Það er enginn sner- ill á henni að innanverðu. En það á þó ekki að skipta máli því að snerilinn hinum megin á að vera óvirkur og er ein- ungis notaður til að toga í hurðina til að opna. Hún ýtir á hana aftur af öllum kröft- um en ekkert gerist. Þar fór í verra. Kannski að strákurinn geti opnað hinum megin frá. „Haddi minn,“ segir hún, „Opna fyrir mömmu.“ Ekkert gerist um stund. Síðan heyrir hún rjálað við dyrnar og drenginn kalla á mömmu í spurnartóni. „Opna hurðina, Haddi minn. Opna.“ Eftir nokkur andartök má heyra ískur er snerillinn þok- ast niður. Hún ýtir á hurðina en án árangurs. Skellur heyr- ist er drengurinn missir takið á snerlinum. Hann hefur þurft að tylla sér upp á tær til að ná taki á snerlinum, hang- ið í honum örskamma stund og dottið svo á rassinn. „Reyndu aftur, elskan. Reyndu aftur að opna.“ Og reyndar tekst drengnum aftur að ná haldi en sama sagan endurtekur sig. Snerill- inn er ennþá óvirkur en skrá- in sjálf hefur allt í einu farið að gegna hlutverki sínu eftir margra ára hlé. Ekki er laust við að fiðring- ur fari um hana. Þetta gæti orðið þónokkur tími sem Hún stígur inn í gluggalausa geymsluna og litast um. Ekki laust við að taka þurfi til hendinni. Reyna í það minnsta að koma skipulagi á draslið sem hent hefur verið hingað inn undanfarin tvö ár. Ansans að peran skuli vera ónýt. En birtan sem berst úr eldhúsinu og í gegnum loftop á útvegg geymslunnar ætti að nægja. Þetta á svo sem ekki að verða nein allsherjar- hreingerning. Allt í einu stendur hún í myrkri. Dyrnar hafa lokast. Tveggja ára gamall sonur hennar hefur komið valtur á fótunum, til að forvitnast um hvað

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.