Vikan


Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 27

Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 27
Mynd: Inga Lísa Middleton sterku barnstrú og einnig með sterka trú á annað líf. Ég byrja hvern fund með bæn og loka með bæn. Bið um vernd fyrir þann sem er hjá mér. Þó að erfitt sé að segja til um hver sé trúaður og hver ekki þá held ég að ég geti sagt að ég sé trúuð. Kær- leikurinn er sterkasta aflið. Við erum öll að leita að ljósi og gerum það á mismunandi hátt og förum mismunandi leiðir einfaldlega vegna þess að við erum öll mismunandi! Þess vegna er engin ein leið rétt og önnur röng.“ Sönnun fyrir lífi eftir dauð- ann? Hún segist aldrei hafa orð- ið vör við að vondar sálir kæmu til hennar en þó hafi komið fólk sem líður illa. En hvernig veit maður hverjir eru góðir og hverjir ekki? - „Þetta er svipuð tilfinning og þú færð þegar þú kemur inn í hús og verður strax órótt og vilt ekki vera þarna lengur. Eins þegar þú hittir manneskju sem þú vilt strax segja bless við, líður illa í ná- vist hennar og vilt ekki tala við hana. Þetta er sama til- finningin. Maður finnur að tíðnin er önnur.“ Sérðu þau greinilega? Eru þau í móðu eða gegnsæ eða alveg eins og lifandi fólk? - „Það er mjög misjafnt. Sumir eru svo greinilegir að ég get séð augnlitinn en aðrir eru í móðu. Stundum sé ég fólkið pínulítið, eins og ég sé að horfa öfugu megin inn í kíki! Suma sé ég ekki, heyri bara í þeim, nem hugsanir þeirra. Ef þeir, sem koma til mín (þ.e.a.s. þeir sem eru lif- andi), eru opnir og næmir fyrir umhverfi sínu og sjálf- um sér þá er miklu auðveld- ara að sjá þá sem fylgja þeim og koma skilaboðum á fram- færi. Það kemur allt allt öðruvísi fram hjá þeim sem eru lokaðir og neikvæðir. Þá tekur svolítið lengri tíma að koma því til skila sem ég heyri og sé.“ Astandið, sem maður er í þegar maður talar við fólk að handan, er svipað draumi, segir hún. I draumum heyr- um við aldrei fullkomlega í fólki heldur eru samræður allar huglægar. Þannig að þeir, sem eru ekki skyggnir, geta nokkurn veginn ímynd- að sér hvernig ástandið, sem miðlar og aðrir skyggnir eru í þegar þeir ræða við fólk að handan. En hvað er það sem fólk sækist helst eftir þegar „Persónur, sem eru mjög opnar og með mikla erfiðleika í kringum sig fá fleiri inn og þá helst fólk sem svipað er ástatt um. Hins vegar fá þeir, sem eru rólegir og með hlutina nokkurn veginn í jafnvægi í kringum sig, frek- ar inn fólk sem er líka rólegt. Þeir sem eru vinir manns að handan hjálpa manni að stjórna þessu. það fer til miðla? - „Margir, sem hafa misst ástvini, fara til miðils í þeirri von að sá látni komi. Þá þarf eitthvað að koma frá þeim látna, einhver sönnun þess að sá sem farinn er sé í öðru lífi og að þeir eigi eftir að hittast aftur. Einnig er góð sönnun ef sá sem farinn er hefur verið heima hjá mann- eskjunni þegar hún var ein og getur sagt eitthvað sem miðillinn getur ekki vitað. T.d. kom til mín maður sem hafði misst konuna sína. Konan hans kom og spurði hann hvort hann væri aftur byrjaður að taka lyfin sín, hún hefði séð hann gera það daginn áður. Maðurinn hafði þá verið einn heima þegar hann tók lyfin svo þetta var næg sönnun fyrir hann.“ Hvernig skilaboð fær fólk frá látnum ættingjum? - „Helst koma þeir bara til að láta vita af sér, að þeir lifi enn - bara á öðrum stað - og líði vel. En svo koma einnig fram bein skilaboð í ýmsum myndum.“ „Hversu lengi lifi ég“ Þórunn Maggý segist yfir- leitt sjá framtíðina hjá fólki en þá einungis ef þeir hinum megin sýna henni hana. Því sumir gera það nefnilega ekki! Hún veit hvort henni er sýnd fortíð, nútíð eða framtíð vegna þess að henni eru sýnd ártöl. Ártölin fyrst og svo myndir af því sem gerðist eða á eftir að gerast. Þórunn Maggý er opin fyrir öllum spurningum og vanga- veltum frá þeim sem koma til hennar en eitt segir hún aldrei! Og það er hversu löng tilvistin hér muni verða. Hún vill ekki sjá það, hún hefur lokað fyrir þær upplýs- ingar þannig að hún veit það ekki. Enda væri nokkuð óhugnanlegt að vita ná- kvæmlega hversu lengi við eigum eftir að lifa...B 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.