Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 46

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 46
Á LÆKNASTOFUNNI KÍRSHIW \JALSSON Heimilislæknir svarar spurningum lesenda Spurningar má senda til "Hverju svarar læknirinn?" Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál. Vin- samlegast látið nafn og heimilisfang fylgja með en bréf eru birt undir dulnefnum. Mánudagur Sunna átti fyrsta tímann í morgun. Hún missti ökuleyfið því hún gleymdi að endurnýja. Hún fór hjá sér við að útskýra að hana vantaði lækn- isvottorð vegna þessa. Við Sunna þekkj- umst orðið vel, enda hefur hún þurft á ákveðnum stuðningi að halda í gegnum tíðina. Hún sagði að maðurinn sinn væri hundfúll út af þessu og hneykslaður. Við ræddum það hvernig hún ætti að bregð- ast við. Hún hefði alveg fullt leyfi eins og aðrir til að gera mistök. Hvort hann hefði aldrei gert mistök? Við vissum það bæði að það hefði gerst. Hún gekk út með vottorðið í höndunum og miklu upplitsdjarfari en þegar hún kom. Þriðjudagur Bergur er kominn á áttræðisaldur. Hann hefur alla tíð verið harð- duglegur og atorkusamur. Hann hefur í nokkur ár átt við slitgigt að stríða. Verstur hefur hann verið í hnjánum. Það er ýmislegt sem við læknar getum gert til að létta fólki óþægindin. Algengast er að nota gigtarlyf en þegar þau gagnast ekki má oft ná tökum á ástandinu með því að sprauta steralyfi í liðinn. Nýlega hefur þó komið á markað lyf sem má líkja við smurningu í liðamót og það virðist ekki hafa sömu aukaverkanir og steralyfin. Bergur kom til að fá síðustu sprautuna af þessu lyfi í dag og þarf nú einungis gigt- arlyfin eftir þörfum þegar hann er slæm- ur. Algengt er að skipta þurfi um liði hjá fólki sem er með slæma slitgigt. Það má hins vegar oft gera ýmislegt áður en til þess kemur. Miðvikudagur Dóra kom með þvagprufu með sér í dag. Hún er rúmlega tvítug og segir mér að hún sé alltaf að fá þvagfærasýkingu. Við skoðuðum þvagið hjá henni í dag, en fundum ekkert óeðlilegt. Hún sagði reyndar aðspurð að hún hefði verið orðin góð í morgun. Það er dæmigert að þvagfærasýking gangi yfir af sjálfu sér hjá konum, á einum til tveimur sólarhringum. Margar konur beita þeirri aðferð að drekka mjög mikið til að komast yfir þvagfærasýkingu. Enn- fremur gagnast mörgum trönuberjahylki eða saft sem má fá í matvöru- og heilsu- verslunum. í mörgum tilvikum er nóg að taka lyf í 1-3 daga, þegar þeirra er þörf. Ástæður þess að konur fá endurteknar sýkingar eru margar t.a.m. kuldi, þröng föt eða kynlíf. Það er sjálfsagt að konur ræði þessi atriði við sína lækna til að læra að bregðast við þeim. Fimmtudagur Stebbi kom á harðahlaupum inn á stofuna til mín. Hann var búinn að æða fram og til baka fyrir framan stofuna mína, greinilega óþolinmóður. Hann var fljótur að koma frá sér erind- inu. „Bakið er handónýtt" sagði hann. Búinn að vera í sumarfríi og verið ómögulegur í bakinu. Stebbi hefur allt of mikið að gera og þarf alltaf að taka að sér alla þá aukavinnu sem hægt er. Við ræðum um tengsl álags og bakverkja. Hann er með stífa vöðva sem sést við skoðun í baki en ekki afgerandi einkenni um brjósklos. Hann er sjálfur sannfærður um að hann sé með brjósklos og við fáum því myndatöku fyrir hann. Eg ráð- legg honum að fara í sund og heita pott- inn og taka því nú rólega í nokkra daga. Föstudagur Alltaf nóg að gera á föstudögum, fólk búið að bíða alla vikuna eftir því að komast að. Gef nokkra aukatíma um eftirmiðdaginn til að reyna að taka á móti aðkallandi vandamálum. Alveg er samt merkilegt að þegar fólk hefur borið sig illa og við höfum reynt að koma á móts við það með því að gefa tíma, hvað það mætir illa. Eg veit ekki af hverju. Fór yfir nokk- ur rannsóknarsvör í síma með fólki. Fékk svarið úr rannsókninni hans Stef- áns síðan í gær og reyndist hann vera með útbungandi brjósk í baki en ekki brjósklos. Hvað það táknar nákvæmlega er líkast til ekki vitað með vissu. En oft- ast lagast einkenni eins og Stefán er með af sjálfu sér á svona viku til 10 dögum. Þorsteinn Ráð frá lesanda Kæri Þorsteinn Mig langar til að koma með smá ráð til þessarar sem var í 8. tbl. og spurði hvers vegna hún gæti ekki hætt að borða. Hún velti því fyrir sér hvort hún væri með átsýki. Svona var ég í langan tíma og þá var mér bent á að þetta væri vegna þess að það væri ójafnvægi á blóðsykrinum og ég skildi fá mér krómtötlur (Chromium picolinate) sem fengjust í Heilsuhúsinu. Það gerði ég og tek reglulega. Mér líður miklu betur og er laus við þessa „átsýki“. Sérstaklega var það fyrir blæðingar sem ég var stanslaust að borða sætindi. Eg hef ekki fundið fyrir þessu lengi nema ef ég gleymi að taka krómtöflurnar í nokkra daga. Svo vona ég að þetta hjálpi fleirum. Takk fyrir. Kveðja, Dana. Netfang: vikan@frodi.is 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.