Vikan


Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 48

Vikan - 03.09.1998, Qupperneq 48
Sigurður Helgi lögmaður: Viðtal: Þórunn Stefándóttir Myndir úr einkaeign Á ættarmóti Sama í Noreai með samískt hrekkjagen Saklaus náttúruböm, heiðingjar, furðufyrirbæri sem sýsla með hreindýr, göldróttir kuklarar og hættulegir hnífamenn. Þetta em nokkrar þeirra skilgreininga sem notaðar hafa verið yfir Sama í gegnum tíðina. Vel á minnst, Sam- ar em Samar, þeir vilja alls ekki láta kalla sig Lappa. Lappi er niðr- andi orð, er í rauninni það sama og Leppalúði, sem samkvæmt orða- bókum er sá sem er tötralega eða lufsulega klæddur. ísland átti sinn fulltrúa á ættarmóti Sama, sem haidið var í Noregi í júlí, Sigurð Helga Guðjónsson lögmann. Hann mætti ásamt fríðu fötuneyti, ko- nu sinni, tveimur dætrum og fjórum frænkum. „Jú, ég er löglegur Sami, er það að einum fjórða hluta. Amma mín, sem ég ólst upp hjá á Hólmavík, var Sami frá Norður-Noregi og á einnig ættir að rekja til Finnlands og Rússlands. Hún braust til mennta og lærði hjúkrunar- fræði. Hún kom til Islands til starfa, ætlaði að vera hér um skamma hríð en kynntist afa mínum og settist hér að. Amma hélt uppruna sínum ekki á lofti og ég var orðinn stálpaður þegar ég komst að því að hún væri Sami.“ Samar eiga sér langa sögu og erfiða. Þeir eru frumbyggj- ar Skandinavíu og Kól- anskaga, eiga sitt eigið tungumál og menningu og margt er skylt með þeim og Eskimóum og Indíánum í Norður-Ameríku. Þeir lifðu rólegu hirðingjalífi fram til ársis 1600, þegar trúboðið kom og Samalandi var skipt upp. Það var litið á Samana sem einföld náttúrubörn sem þyrfti að hafa vit fyrir. Sig- urður hefur kynnt sér náið sögu Samanna. „Kirkjan lagði mikla áherslu á að upp- ræta heiðin trúarbrögð þeirra, sem byggðust mikið á sérstökum Samískum söng, svokölluðu joik. Joikið var verkfæri Samanna til að kom- ast í samband við guðina. Það

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.