Vikan


Vikan - 17.09.1998, Side 4

Vikan - 17.09.1998, Side 4
le&ancli... Mikið eigum við íslendingar gott! Aftur og aftur hugsaði ég þetta þegar ég fyrir nokkru síðan dvaldi í Moskvu. í fréttum hefur verið skýrt frá þvíað íRússlandi ríki hálfgert stjórnleysi og efnahagsá- standið sé í kaldakolum, en ekki hafa fréttirnar dregið UPP íafit dökka mynd og ég sá af persónulegum högum fólks í Moskvu. Lítill fatlaður drengur var borinn í hjólastólnum sínum ofan í neðanjarðarlestarstöðina og sat þar betlandi frá morgni til kvölds, dag eftir dag. Móðir með þrjú þreytuleg börn sat skammt frá og bað um mat. Ung kona með lítinn sjúkan dreng sat á nœstu lestarstöð, stœrðar kýli var á kinn drengsins og hefði hann undir eðlilegum kringumstœðum átt að vera á sjúkrahúsi, en nei - nú þarf að eiga peninga til að fá sjúkrahúsvist. „Hálfir“ hermenn voru ekki óalgeng sjón; þeir höfðu misst stóran hluta líkamans þegar þeir voru sendir í stríðið en það er ekkert velferðarkerfi sem tekur við þeim þegar þeir koma limlestir heim. Gamlar konur, venjuleg- ar ömmur, voru betlandi við hvert götuhorn. EUUaunin hafa verið lœkkuð um helming og sums staðar fryst mánuðum saman. Vœndiskonur og melludólgar eru opinbert, sýnilegt fyrirbœri. Petta var nöturleg sjón. Og alls staðar var maður minntur á tilvist mafíunnar í Rússlandi. Rétt við Rauða torgið hefur mafían kostað byggingu neðanjarðar verslunarsamstœðu sem er svo nútíma- leg og glcesileg að Kringlan verður eins og lítið kaupfélag við samanburðinn. Par versla þeir sem einhvers mega sín; þar má sjá glœsilegt vöruúrval og einstaka hjón drekka kampavín mitt í kaup- gleðinni. Slíkar andstæður sjáum við sem beturfer ekki á íslandi. En svo voru það gleðilegu stundirnar í Moskvu. Á listasöfnunum voru skólabörn í hópum, áhugasöm að hlusta á kennara sinn greina frá menningarsögunni. Hvert kvöld og allar helgar eru leikhúsin troðfull. Pað kostarlítið aðfara í leikhús og slíkar ferðir þykja sjálfsagður liður í mennt- un og uppeldi. Pað var því ævintýri líkast fyrir íslensku leikarana úr Borgarleikhúsinu að fá stórkostlegar mót- tökur hjá kröfuhörðum rússneskum leikhúsgestum, þegar þeir sýndu þar „Feður og syni“ í byrj- un október. Myndir frá þessari ferð má sjá á bls. 6. En af svona ferðum út í heim er hægt að lœra svo margt og oftar en ekki er maður þakklátur fyr- ir að vera íslendingur þegar heim er komið. En til að lœra að meta það sem maður hefur þarfað ferðast og í þessari Viku er töluvert fjallað um ferðalög. Pórunn Stefánsdóttir, blaðamaður Vik- unnar, og Gunnar Gunnarsson Ijósmyndari nutu þess að kynnast Dublin og sýna lesendum Vik- unnar þá ágœtu borg á bls. 40. Anna Kristine Magnúsdóttir heimsótti íslenska œvintýrakonu sem býr og starfar á Ítalíu og unir hag sínum vel. Hún segir frá ítalskri menningu, ítölskum karlmönn- um og mörgu fleiru á bls. 42. Porbjörg Höskuldsdóttir nœringar- og heilsuráðgjafi býr í Dan- mörku en kemur reglulega til íslands og kennir landanum að rœkta sjálfan sig og taka sér tíma til að sinna heilsunni. Hún leggur okkur lífsreglurnar á bls. 50. Að sjálfsögðu er margt annað skemmtilegt í þessari Viku. Pað kitlar alltaf að fylgjast með lífi Hollywood stjarnanna og á síðu 12 má sjá hverjir hafa farið í lýtaaðgerðir og hvað þeir hafa látið lappa upp á. Já, það er ekki allt sem sýnist. En á blaðsíðu 26 er íslensk fegurð og tíska eins og hún gerist best. Unnur Valdís sýnir lesendum Vikunnar vetrartískuna. Matur, sögur og krossgátur koma líka við sögu, eins og vera ber. Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gisli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Að lokum vil ég þakka iesendum fyrir ábendingar um efni og fleira. Netfangið mitt er vikan@frodi.is. Njóttu Vikunnar Sigríður Arnardóttir ritstjóri Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórafulltrúi Ómar Örn útlitsteiknari Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður Björg Þórðardóttir auglýsingastjóri Ivan burkni grafískur hönnuður Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.