Vikan


Vikan - 17.09.1998, Síða 17

Vikan - 17.09.1998, Síða 17
kaldur á borðinu. Þrátt fyrir allt var hún ekk- ert óánægð með lífið. Að vísu hefði kaupið hans Jóa mátt vera hærra, það gerði ekki meira en að duga og lifðu þau þó engu óhófslífi, voru bæði hætt að reykja, fengu sér rauðvín með steikinni svona til hátíðabrigða og þar með búið. En hún var ánægð með hann Jóa sinn og aldrei hafði hún haldið fram hjá honum þótt tækifæri hefðu nokkrum sinnum boðist. Og hún var næstum viss um að hún gat verið örugg með hann, Jói var ekki þannig maður, hann hugsaði fyrst og fremst um vinnuna og Lions og fór upp á hana nokkuð reglulega tvisvar í viku, á laugardagskvöldum og svo í miðri viku, annað- hvort á þriðjudögum eða mið- vikudögum. Og það var ekk- ert undan honum að kvarta í rúminu, hún fékk oftast sitt og það var víst meira en allar gátu sagt ef marka mátti það sem stóð í sumum tímaritun- um. Og ekki var hægt að kvarta yfir óreglunni á honum Jóa, aldrei minntist hann á að fara út að skemmta sér, nema þá á Lionsböllin og þau voru nú ekki nema einu sinni eða tvisvar á ári. Og þó að það fyndist af honum lykt stöku sinnum þegar hann kom heim af Vellinum um helgar þá var það ekki neitt til að fjargviðr- ast yfir. Og maður sem gat átt heila flösku í stofuskápnum í einn eða tvo mánuði án þess að snerta hana, hann gat nú varla talist óreglumaður á vín. En síðasti mánuður hafði verið afskaplega erfiður pen- ingalega séð, tveir víxlar og þar við bættist að þær mæðgurnar höfðu báðar orðið að heimsækja tannlækninn, dóttirin komin með spangir og hún með nýja aðgerð á brúnni. Tíu dagar í mánaða- mót, þegar Jói fengi útborgað, og aurarnir í buddunni með minnsta móti. Og ekki var um að tala að borgað væri fyrir- fram á Vellinum. Og svo var Lionsball um helgina. Þau höfðu rætt málið síðasta laugardagskvöld eftir sjónvarp og komist að þeirri niðurstöðu að þau yrðu bara að sleppa því. Því eins og Jói sagði, maður fer nú ekki að slá víxil til að komast á ball, jafnvel þótt það sé Lionsball. Hún vissi vel að Jóa þótti þetta leiðinlegt, hann var nú einu sinni í stjórninni og það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir mann sem er í stjórn að kom- ast ekki á ball í félaginu sínu. Og henni þótti þetta líka hálf leiðinlegt, því þetta voru nú einu skiptin sem hún kom út á meðal fólks. En þetta var víst rétt hjá Jóa, maður slær ekki víxil til að fara á ball. Og svo hafði Jói bara slegið á léttari strengi, þau gætu al- veg slappað af í rólegheitum heima; hann var að hugsa um að bjóða strák, sem vann með honum á Vellinum, með sér heim á laugardaginn. Þau gætu svo lapið úr vodkaflösk- unni yfir sjónvarpinu í ró og Og í dag var fimmtudagur. Jói hafði farið upp á Völl um morguninn, eins og venjulega, og Didda í skólann. Hún var rétt að klára að ganga frá eftir hádegissnarlið þeirra mæðgna þegar dyrabjöllunni var hringt. Það var ekki svo oft að dyrabjöllunni var hringt að deginum til að hún varð hálf undrandi. Sennilega einhver að spyrja eftir Diddu eða þá að rukka fyrir Moggann. Hún lagaði aðeins á sér hárið og gáði hvort nokkur súrmjólk væri eftir í munnvikjunum áður en hún fór til dyra. Og henni hálf brá þegar hún opnaði. Fyrir utan stóð ungur maður, ekki ólaglegur, líklega tuttugu og fimm sex ára, í gallabuxum og jakka, ljóshærð- ur og með ljósan skegghýjung á kjálkunum. „Eg er hérna með bækur til sölu,“ sagði hann og lyfti upp kjör, jafnvel engin útborgun.“ Hanna hugsaði sig um smá- stund, það kostaði náttúrlega ekkert að kíkja á þetta og dægrastytting að fá einhvern til að tala við. Og hún gaf sig. „Jæja, kannski ég kíki á varninginn,“ sagði hún. „En ég kaupi sennilega ekki neitt.“ „Það er enginn píndur til þess,“ sagði sá ljóshærði. „Er þér sama þótt ég komi inn fyr- ir? Það er betra að skoða þetta innandyra.“ Hún bauð honum í eldhúsið og lofaði guð fyrir að vera búin að taka til. Hann settist á koll og hún á móti honum við borðið. „Jæja,“ sagði hún. „Hvern- ig væri þá að fá að sjá varning- inn?“ En gesturinn sýndi þess eng- in merki að hann ætlaði að taka upp úr töskunni sem næði, hún hlyti að endast þeim þremur allt kvöldið, enda heill lítri, keyptur á Vell- inum. „Helvíti góður strákur,“ hafði Jói sagt. „Hann er að austan og nýbyrjaður.“ Hana minnti hann hefði sagt að hann héti Palli og byggi í Njarðvíkunum. Já, hún var alveg búin að sætta sig við að sitja heima á laugardaginn, eða svona næst- um því. tösku sem hann hélt á í hægri hendi. Þetta var í fyrsta sinn sem bóksölumaður hafði barið upp á síðan þau fluttu til Keflavíkur og hún varð hálf forviða. „Eg er hrædd um að ég kaupi lítið af bókum núna,“ sagði hún. „Hvernig bækur eru þetta annars?" „Og svona sitt úr hverri átt- inni,“ svaraði bóksalinn. „Þetta er ekki dýrt og hægt að fá góð hallaðist upp að borðfætinum. „Heyrðu," sagði hann. „Það er best að koma sér beint að efninu. Eg er ekki að selja neinar bækur. Ég á svolítið óvenjulegt erindi við þig.“ Hún varð hálf hvumsa við. Hvað var nú á seyði? Hann hélt áfram. „Ég ætla að biðja þig að rjúka ekki upp út af erindinu, segðu bara já eða nei. Ertu til í að klæða þig úr að ofan ef ég borga þér tuttugu og fimm þúsund kall 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.