Vikan


Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 18

Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 18
fyrir ?“ Nú datt yfir hana. Var maðurinn ekki með öllum mjalla? Hvflík ósvífni og það við gifta konu. Hún var í þann veginn að ryðja út úr sér vænni gusu þegar allt í einu skaut upp hjá henni ákveð- inni hugsun: Lionsballið! Þessi upphæð var nóg til að standa undir kostnaði og meira en það. Og hún myndi finna einhver ráð til að telja Jóa trú um að féð væri heiðar- lega fengið. Og það þurfti enginn að vita þetta, maður- inn örugglega utanbæjarmað- ur, hún hafði allavega aldrei séð hann fyrr í Keflavík. Og það voru svo sem ekki hund- rað í hættunni þótt maðurinn fengi að sjá hana að ofan. Og í ofanálag vildi hann borga tuttugu og fimm þúsund fyrir. Hún hafði heyrt að stelpurnar uppi á Velli tækju þetta tíu til fimmtán þúsund fyrir full- kominn greiða, það hafði Jói staðhæft, svo þetta var ansi vel boðið. „Ef þú heldur að ég leggi þetta í vana minn,“ sagði hún, „þá er það misskilningur. En það stendur frekar illa á hjá mér núna fjárhagslega svo að þetta kemur til greina. En ég vil fá að sjá peningana fyrst.“ Hann fór í brjóstvasann og taldi fram fimm bláa seðla með mynd af biskupsfrúnni. „Gjörðu svo vel,“ sagði hann. Og nú var of seint að snúa við. Hálf skjálfhent hneppti hún frá sér blússunni og smeygði sér úr henni. Bijósta- haldarinn fór sömu leið. Hún hafði svo sem ekkert að skammast sín fyrir, enda ekki nema rúmlega þrítug og brjóstin á henni voru hreint ekki lakari en á sumum þeim sem hún hafði séð myndir af í blöðum. „Jæja,“ sagði hún. „Þetta var það sem þú vildir. Ertu þá ánægður?“ Hann kinkaði kolli og ýtti peningunum til hennar. „Má ég gera þér annað til- boð? Ef þú háttar þig líka að neðan skal ég bæta sömu upp- hæð við.“ Alltaf lagaðist það. Það hlaut að vanta eitthvað í manninn. Nema hún hefði 18 svona sérstakt aðdráttarafl. Vissulega var það kitlandi að fá helmingi hærra tilboð en stelpurnar á Vellinum fyrir aðeins smápart af því sem þær urðu að gera. Og það væri ekki leiðinlegt að eiga fimm- tíu þúsund í buddunni. Þar að auki var skrefið stigið til hálfs og henni fannst ekki muna svo mikið um að létta af sér þessum tveimur flíkum sem eftir voru. Hún spurði ekki einu sinni um peningana og eftir andartak stóð hún kviknakin á eldhúsgólfinu. Hann kinkaði kolli, ánægður á svip, og ýtti öðrum fimm bláum yfir borðið til viðbótar. Síðan horfði hann á hana, glettnum augum og sagði síð- ,,/í/ þti lietclnr cii) ég leggi þetta í vana tninnsagði hún, „þá er það inisskilningur. En það stendur frekar illa á hjá mér nána Jjárhagslega svo að þetta keninr til greina. En ég vil fá að sjá peningana fyrst. “ an um leið og hann gaut aug- unum að hálfopnum svefn- herbergisdyrunum: „Eg er til í að tvöfalda þessa upphæð á borðinu ef þú ert til í að koma með mér þarna inn í smástund.“ Hún saup hveljur. Var þetta ekki fullmikið af því góða? Það var svo sem ekkert að þvf að leyfa manninum að horfa á sig. En þetta! En þá skaut upp annarri hugmynd. Hundrað þúsund krónur. Næstum nóg fyrir teppi á stofuna! Eftir örstutt hik kinkaði hún kolli og tók við þriðja seðla- búntinu. Hún varð hálf aula- leg þegar hún uppgötvaði að hún hafði ætlað að stinga seðlunum í buxnavasann. En hún var staðráðin í að skilja þessa peninga ekki eftir á glámbekk. Hann væri alveg vís með að stinga af með þá á eftir. Annars var þetta ósköp indæll maður að sjá, brosmildur og geðþekkur og hreint ekki þess legur að fara að taka peningana. „Farðu þá inn,“ sagði hún. Hann reis á fætur og hvarf inn í svefnherbergið. Hún flýtti sér að stinga peningun- um undir hnífaparabakkann í efstu skúffunni, fór síðan á klósettið og læsti útidyrunum. Hún kærði sig ekki um að ein- hver færi að ryðjast inn eins og á stóð. Hann lá nakinn ofan á rúm- teppinu þegar hún kom inn í svefnherbergið og það fór ekkert á milli mála hvers hann þarfnaðist mest þessa stundina. Það tók ekkert mjög langan tíma að ljúka þessu verki, tíu mínútur, í hæsta lagi fimmtán, gat hún ímyndað sér. Hún fann meðan á því stóð að henni var þetta ekkert af- skaplega leitt. Jói hafði verið óvenju snöggur kvöldið áður, þannig að hún hafði farið var- hluta af ánægjunni. Hún þurfti því ekkert að pína sig núna eða vera í þykjustuleik. Samt sem áður var hún fegin þegar allt var yfirstaðið. Gesturinn hafði ekki langa viðdvöl, hann klæddi sig og horfði á hana á meðan sömu glettnu augunum og hann hafði gert í eldhúsinu. Hún hafði dregið sængina upp að höku og var að velta því fyrir sér hvort hann myndi fara að impra á því að hitta hana aft- ur. En hann virtist ekki hafa neitt slíkt í huga. Hann depl- aði til hennar auga um leið og hann fór út og sagði: „Ég þakka fyrir mig.“ Skömmu seinna heyrði hún að útidyrahurðinni var skellt. Hún flýtti sér fram í eldhús og sér til mikils léttis fann hún peningana óhreyfða í skúff- unni. Hún fór í bað og afmáði rækilega allt sem minnt gat á þessa óvæntu heimsókn, rúm- fötin fuku í þvottavélina og hún sem hafði einmitt skipt á rúminu í morgun; ný rúmföt sett á í snatri. Peningana faldi hún inni í dönskum róman sem hún þóttist viss um að Jói myndi aldrei opna, hversu lestrar- þurfi sem hann væri. Henni varð lítið úr verki það sem eftir var dags, fannst hún raunar búin að skila fullu dagsverki hvað laununum viðkom. Hún keypti nautasteik í kvöldmatinn og spann í hug- anum upp sögu fyrir Jóa um tuttugu og fimm þúsundin sem hefðu oltið út úr gamla veskinu sem hún ætlaði að fara að fleygja. Afganginn af peningunum ætlaði hún sjálf að geyma til betri tíma. Jói kom heim klukkan hálf- átta að venju. „Aha, naut,“ sagði hann og hnusaði út í loftið. Hann virt- ist ekkert vera hissa á því og það á fimmtudegi á skít- blönku heimili. Hún ákvað að bíða með fréttirnar þar til eftir kvöld- mat og þau settust niður til að borða. Jói borðaði þegjandi góða stund en sagði síðan: „Kom einhver hér í dag?“ Hjartað tók kipp. Hverju hafði hún gleymt? Hafði Jói virkilega tekið eftir ein- hverju? En hún ákvað að halda áfram að leika. „Kom? Hver ætti svo sem að hafa komið hér? Það eru ekki svo margir sem troða manni um tær með heimsókn- um.“ Jói lagði frá sér hnífapörin og starði á hana. „A ég að trúa því að enginn hafi komið hingað í dag?“ hélt hann áfram. „Ekki sála“. „Djöfullinn sjálfur, það er ekki hægt að treysta nokkrum manni. Þú manst eftir honum Palla sem ég var að segja þér frá um daginn, hann vinnur með mér uppi á Velli.“ Jú, hún jánkaði því. „Við fengum nefnilega or- lofið okkar borgað í dag. Hann þurfti að skreppa í bæ- inn upp úr hádeginu og ég bað hann að skutla hundrað- þúsundkalli til þín í leiðinni, ég vissi að þú varst orðin auralítil. Og svo lætur þetta helvíti ekki sjá sig. Sá skal fá orð í eyra á morgun. En fyrst þeir rausnuðust nú til að borga okkur út orlofið, eigum við þá ekki bara að skella okkur á Lionsballið á laugardaginn?"

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.