Vikan


Vikan - 17.09.1998, Page 22

Vikan - 17.09.1998, Page 22
 w I* I satt v sjálfa sig Sviðssett mynd, Eskimó módels C Hrceðsla Margar konur þjást af hræðslu flesta daga lífs síns. Sumum finnst þær alltaf eiga eitthvað slæmt í vændum, aðr- ar óttast aðra manneskju eða einhverjar þær kringumstæð- ur sem þær lenda í öðru hverju. Þeir sem lifa í skugga eilífrar hræðslu þekkja ekki hugarró og sanna, kyrrláta gleði og eiga því ótrúlega erfitt með að losa sig við hræðsluna. Hræðslan skerðir dómgreind og veldur því að fólk tekur rangar ákvarðanir í mikilvægum málefnum sem snerta það sjálft og aðra. Til að þjálfa okkur þurfum við að gefa okkur tíma á hverju kvöldi áður en við göngum til hvílu, loka augunum og hugsa jákvætt. ímyndaðu þér þetta: Lokaðu augunum og horfðu á sjálfa þig ganga mjóan gang með dyrum til beggja handa. Þegar þú nálgast dyrnar opn- ast þær. Þú ert hrædd og þig langar að snúa við en þú heyr- ir rödd sem segir: “Vertu ekki hrædd, ég er með þér “ og þér líður strax betur þegar þú heyrir það. Þú lítur inn um fyrstu dyrnar og sérð tómt herbergi. Þú skilur hurðina eftir opna og heldur áfram. I næsta herbergi streyma sólar- geislar inn um gluggann og þú skilur enn eftir opið. I því þriðja sérð þú nokkrar mann- eskjur sitja í hring og hug- leiða, í því fjórða sitja nokkrar manneskjur og tala saman og þú heldur áfram. í fimmta herberginu stendur þú frammi fyrir nokkrum skelfdum og niðurbrotnum manneskjum. - Þeirri hurð lokar þú. Þú vilt ekki vera í félagsskap þessa óhamingjusama fólks. Þú sérð á þessari ferð að stærstur hluti hræðslunnar er ekki á rökum reistur. Á veg- ferð okkar verðum við að opna margar dyr en það er okkar ákvörðun hverjum þeirra við lokum aftur. Mundu - hræðslan heftir þig, þú vilt ekki lifa með henni. ____________________ • • Oldrun Enginn getur stöðvað tím- ann og öll eldumst við. Við eldumst hins vegar misvel og þeir sem hafa jákvæða lífssýn, eldast mun betur á sál og lík- ama en þeir svartsýnu. Við vitum öll að það er nauðsyn- legt að borða hollan og góðan mat og fá hæfilega hreyfingu, en það er ekki síður mikilvægt heilsu okkar að hugsa á já- kvæðan hátt. ímyndaðu þér þetta: Þú horfir á bláar dyr. Þú snýrð lyklinum, opnar, stígur inn iyrir og lokar á eftir þér. Þú ert stödd á árbakka, þú gengur upp með ánni meðfram læk sem rennur í ána og upp að lind í fjallshlíð. Þú nemur staðar við lindina og horfir á vatnið. Þú tekur fal- legar, tærar flöskur sem standa á lindarbarminum og fyllir þær af tæru, fersku vatninu. Þú drekkur af einni flöskunni og finnur hvernig líkami þinn öðl- ast nýjan kraft. Líkami þinn er léttur og liðugur, hugur þinn er áhyggjulaus og friðsæll. Nú opnar þú augun. Með tímanum lærir þú að þú getur breytt líðan þinni með þessari sjálfssefjun. Þér finnst þú vera yngri og hraustari til sálar og líkama. Mundu- aldur er afstæður, það er líðan manna sem skiptir máli Þreyta Þreyta getur stafað af mis- munandi orsökum. Ef þreyta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.