Vikan


Vikan - 17.09.1998, Side 32

Vikan - 17.09.1998, Side 32
KARTÖFLU- OG T OMATAGRATIN 1 kg kartöflur 500 g tómatar tímian basilíkum 1 lárviðarlauf, mulið salt og pipar 1 búnt steinselja 2-3 stór hvítlauksrif 1/2 dl ólífuolía Aðferð: Flysjið kartöflurnar og skerið í sneiðar ásamt tómötunum og raðið sneiðunum lagvisst í olíusmurt, eld- fast mót. Hvítlaukurinn er pressað- ur eða fínsaxaður og honum dreift yfir kartöflu- og tómatsneiðarnar ásamt öllu kryddinu. Fínsaxið stein- seljuna og stráið yfir allt saman. Að lokum er olíunni hellt yfir. Látið standa á köldum stað í eina klukku- stund. Hitið ofninn í 225°C og bakið kartöfluréttinn í 15 mínútur. Þenn- an rétt má bera fram sem aðalrétt með brauði eða sem meðlæti. KAR T ÖFL USNEIÐAR MEÐ KJÖTKLÖTTUM 1 kg bökunarkartöflur 500 g nauta- og svínahakk 2 dl mjólk salt og pipar 2 msk. chflesósa eða chutney 250 g sveppir 1 laukur riflnn ostur Aðferð: Flysjið kartöflurnar og skerið í frekar þykkar sneiðar. Léttsjóðið þær í söltuðu vatni. Hellið vatninu af. Hrærið saman hakk, mjólk og krydd. Fínsaxið sveppi og lauk og léttsteikið í smjöri á pönnu í 4-5 mínútur og bætið síðan saman við hakkið. Raðið kartöflusneiðunum í eldfast mót. Búið til kjötklatta úr hakkinu og setjið ofan á kartöfl- urnar. Stráið rifna ostinum yfir og bakið í miðjum ofni við 225°C í 20 mínútur. Berið fram sem aðalrétt með salati. 32

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.