Vikan - 17.09.1998, Page 33
KARTÖFLUBAKA
1 pk. frosið smjördeig
1 kg kartöflur
75 g smjör
1 dl soðin mjólk
salt og pipar
rifið múskat á hnífsoddi
Aðferð:
Klæðið hringform, 22 sm í þvermál,
með smjördeiginu og forbakið í nokkr-
ar mínútur. Flysjið kartöflurnar, sker-
ið í sneiðar og mauksjóðið. Hellið
vatninu af. Stappið kartöflurnar og
bætið út í þær smjöri og soðinni mjólk.
Bragðbætið með salti, pipar og
múskati. Kælið kartöflustöppuna og
hellið henni í formið. Búið til lok úr
smjördeiginu. Hægt er að skreyta
bökuna með afganginum af smjördeig-
inu, t.d. með því að skera það í strimla
með kleinujárni og leggja á víxl ofan á
bökuna. Penslið hana síðan með eggi.
Bakið í u.þ.b. 35 mínútur við 200°C.
Gott er að bera kartöflubökuna fram
sem meðlæti með fiski og kjöti eða
sem aðalrétt með fersku salati.
KARTÖFLUSÚPA MEÐ
KARRÍI
OG SELLERÍI (fyrir 4)
1 kg kartöflur
2 stönglar sellerí
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1/2 blaðlaukur, skorinn í sneiðar og
Iéttsoðinn sér
vatn
mjólk
salt og pipar
1 tsk. karrý
Aðferð:
Flysjið kartöflurnar og skerið í ten-
inga. Flysjið laukinn og hvítlaukinn og
saxið smátt. Skerið selleríið í litla bita
og sjóðið allt saman það til það er vel
mjúkt. Hellið soðinu frá og geymið það
á meðan grænmetið er maukað varlega
í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Maukið er þynnt með soðinu ásamt
mjólkinni þar til súpan er mátulega
þunn. Bragðbætið súpuna með salti,
pipar og karríi. Gott er að bæta smá
smjörklípu út í í lokin ásamt blaðlauks-
sneiðunum. Berið fram með brauði.
33