Vikan - 17.09.1998, Page 34
Get ég fengið uppskriftina?
Uppskrift Vikunnar kemur að þessu sinni alla leið frá Flórída. Það er Guðrún
Gunnarsdóttir, lesandi Vikunnar, sem sendir uppskriftina sem hún kallar „Systir
ostakökunnar". Verði ykkur að góðu!
Botn:
1 bolli hveiti
120 g smjör
3/4 bolli dökkur púðursykur
1 bolli valhnetubitar
Hrærið saman smjöri og sykri og bætið öllu hinu saman
við. Sett í form, u.þ.b. 30x20 sm á stærð. Bakað í
12-14 mínútur við 175°C. Látið kólna í
forminu.
Krem:
450 g rjómaostur
3/4 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
Þeytt vel saman í hrærivél og
blandað varlega saman við 1 pela af
þeyttum rjóma (þeytirjóma eða G-rjóma).
Sett ofan á kökubotninn í forminu.
1/2 dós niðursoðin bláber
Smurt yfir rjóma/ostblönduna. Kælt í ísskáp. Kakan er best
ef hún er búin til degi áður en hún er borin fram.
Hvernig vœri aö gauka gómsœtri uppskrift að okkur á Vikunni og við sendum tveggja hœða
konfektkassa frá Nóa Síríus um hœl, sem þakklœtisvott fyrir þœr uppskriftir sem birtast.
Best vœri ef mynd af réttinum fylgdi með og nafnið á þeim sem á að fá glaðninginn.
„Get égfengið uppskriftina? Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík”.
Óskirnar þrjár
Hvers myndir þú óska þér
ef þú fengir þrjár óskir
eins og í ævintýrunum?
Allir hafa leikið sér að þeim
draumi að mega óska sér ein-
hvers og vita að óskin rættist.
Þetta þótti svo spennandi
draumur að gerð var könnun á
þvi i Bandaríkjunum hvers menn
óskuðu sér helst. Könnunin náði
til 270 karla og 320 kvenna sem
fengu öll sömu spurninguna:
Hvers mundir þú óska þér ef þú
ætti þrjár óskir? Og hér eru nið-
urstöðurnar.
Stórir sigrar (20% aðspurðra) t.d. að
vinna ólympíugull.
2. Að vera hamingjusamur alla ævi
(13%).
3. Auðveld samskipti við aðra (13%)
m.a. að verða vinur einhvers sérstaks.
4. Völd (12%) t.d. að mega ráða á
vinnustað eða I þjóðfélaginu.
5. Auður (12%) að eiga nægilegt fé til að
geta gert allt sem maður vill.
6. Heilbrigði (6%) að halda góðri heilsu
það sem eftir er ævinnar.
7. Gott útlit (2%) t.d. að vera 8 cm
hærri 10 kílóum léttari, eða að líta út
eins og einhver sérstakur.
8. Að geta breytt einhverju (2%) td "vildi
að ég hefði ekki...."
9. Kynlíf (1/2%) að komast í rúmið með
valinni persónu.
Það kann að vera að hér
finnist einhverjum áherslu-
röðin vera undarleg, t.d. að
heilbrigði skuli vera langtum
neðar í röðinni en stórir sigr-
ar. Það má þess vegna taka
fram að munur eftir kynjum
var mjög mikill. Karlmenn
settu frekar völd og sigra í
efstu sætin, en konur heil-
brigði og hamingju. Það
vakti líka athygli þeirra sem
stóðu að könnunni að að-
eins konur óskuðu sér að
þær hefðu gott útlit og að-
eins karlmenn óskuðu sér að
komast í rúmið með ein-
hverri sérstakri.