Vikan


Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 40

Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 40
 L. - á ZM ■% ’ W Barijr . i'ÍMES TJ . WE 1 10 \THE TIMf' • " S I.IVE IN --*»• ■ - - | L ; jl Yj Verslad í Grafton Street DUBLIN ■ ALDAGAMALL UNGLINGUR Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Ekki veit ég nákvæmlega hversu margir komust fyrir í stóru Boing 747 þotunni sem flutti farþega Samvinnuferða- Landsýnar í fyrstu ferð vetrarins til Dublin. En þeir voru nógu margir til þess að íslendingar voru áberandi á götum borgarinnar. Enda sagði leigubílstjórinn sem ók okkur heim á hótelið á öðrum degi ferðarinnar: Þið eruð íslending- ar og viljið komast á Burlingtonhótelið, ekki satt? Dublin er góð borg að heim- sækja^ í fyrsta lagi vegna þess að Irar eru sérstaklega skemmtilegt fólk og það er sama hvert maður kemur, alls staðar mætir manni ljúft við- mót og í öllum samræðum fljóta nokkrir brandarar með. I öðru lagi vegna þess að allir, ungir sem gamlir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi í borg- inni. Enginn kemur til Dublin án þess að kíkja í verslanirnar. 40 Aðalverslunargöturnar eru Henry Street, norðanmegin árinnar Liffey og Grafton Street, suðurmegin árinnar, hvoru tveggja skemmtilegar göngugötur með nóg af veit- ingastöðum og pöbbum þar sem hægt er að hvíla lúin bein. í Temple Bar hverfinu eru útimarkaðir og litlar verslanir sem selja „öðruvísi“ föt. Götulistamenn setja svip sinn á götulífið og það gerir verslunarferðina skemmti- legri að staldra við og hlusta á tónlistina sem þeir galdra fram úr ýmsum hljóðfærum. RITHÖFUNDAR OG ROKKARAR Dublin er ævaforn borg, en flestir íbúar hennar eru ungir. Andrúmsloftið er spennandi og einkennist af lífsgleði. írar segja sjálfir að flestir íbúanna séu annað hvort í hljómsveit eða að skrifa skáldsögu og alla dreymi þá um frægð og frama. Það er kannski eðlilegt þegar haft er í huga að á Ir- landi hefur menningin blómstrað frá aldaöðli. írar eiga hvorki meira né minna en fjögur Nóbelsverðlauna- skáld. í Skáldasafninu, The Dublin Writes Museum, er hægt að skoða garnlar bækur, bréf og persónulega muni margra frægra rithöfunda.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.