Vikan


Vikan - 17.09.1998, Side 46

Vikan - 17.09.1998, Side 46
ÞORSTEINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR Sjálfsvíg eða hótanir um sjálfsvíg eru alvarleg mál sem við heilbrigð- isstarfsfólk fáum alltaf reglu- lega inn á okkar borð. Þessi mál reynast okkur erfið til- finningalega en það er létt- vægt miðað við líðan þeirra, aðstandenda og vina sem skildir hafa verið eftir. Það er ekki aðeins hefðbundið heil- brigðisstarfsfólk sem fær til sín einstaklinga í sjálfsvígs- hættu heldur líka þeir sem stunda annars konar og sam- hliða lækningar. Oft virðist tilviljun ráða því hvort leitað er hjálpar en það gerist oftar 46 ef maður gefur sér tíma til að hlusta og spyrja eftir líðan með þeirri athygli sem þarf. Sjálfsvíg getur verið afleið- ing af stundarreiði eða bræði, deilum foreldra og unga fólksins á heimilinu, deilum maka, höfnun innan fjöl- skyldu, vinahóps eða á vinnu- stað. Hve oft skyldum við ekki geta verið undanlátsam- ari og athugulli um líðan okk- ar nánustu? Hversu oft gæt- um við ekki gefið öðrum ein- staklingi eða barninu okkar meira rými? Hversu oft vild- um við ekki geta haldið aftur af ótta okkar og jafnvel of- vernd og farið að treysta ein- staklingnum? Deilur eru oft, þegar upp er staðið, ástæðu- lausar og stafa svo oft af ótta okkar um hag einstaklingsins. Erfið samskipti á heimili stafa oft af því að unga fólk- inu er ekki treyst, ekki gefið rými til að prófa sig áfram í lífinu og reka sig á, er allt að því múlbundið við naflastreng fjölskyldunnar. Það er ekki viðurkennt að við getum gert mistök þegar við erum ung og gerðar eru kröfur sem við vilj- um ekki framfylgja. Eg hef átt mörg samtölin um dagana þar sem ég er ein- göngu í því hlutverki að fá ungt fólk og foreldra þess til að hlusta hvert á annað og virða skoðanir hver annars. Þegar það tekst er ótrúlegt hve samskiptaerfiðleikar gufa fljótt upp. Foreldrar, sýnið börnum ykkar að þið treystið þeim og séuð tilbúnir að umgangast þau sem vini og jafningja. Finnið hve miklu léttar það er að gera sér grein fyrir því að þau lifa sínu eigin lífi, þau bera ábyrgð á því og þið eruð þarna til að styðja þau og styrkja; öryggið þeirra! Unga fólk, gefið foreldrum ykkar tækifæri! Þeir eru ekki eins slæmir og þið haldið, þeim þykir einfaldlega svo vænt um ykkur að þeir eru óttaslegnir og vilja helst lifa lífinu fyrir ykkur. Sjálfsvíg er oft og iðulega skyndiákvörðun, eina lausnin í huga margra, en það er mis- skilningur. Sár þeirra sem eft- ir sitja eru óbætanleg. Og hver segir að vandamálum þínum sé lokið þó þú fremjir sjálfsvíg? Miðlar halda því fram að þú haldir áfram að glíma við vandamálið hinum megin. Er þá ekki best að leysa það hérna megin? Ef þér líður illa og finnst enginn skilja þig, leitaðu þá hjálpar, ekki einangra þig, leitaðu til vinar, ættingja sem þú treystir, heimilislæknis eða annarra heilbrigðisstarfs- manna sem þú hefur aðgang að, hefðbundinna sem ann- arra, hringdu í Vinalínuna, s: 800 6464, eða leitaðu í Rauða- krosshúsið sem opið er ung- lingum allan sólarhringinn að Tjarnargötu 35, s: 800 5151. Þorsteinn

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.