Vikan - 17.09.1998, Síða 49
hvernig á að ganga í stigum og inn og út um dyr?
Þér eigið að lyfta yndislega
kjólnum yðar, með liprum
fingrum, þrjá til fjóra sentí-
metra, þannig að rétt sjái á
töfrandi samkvæmisskóna. Og
reynið að nota rétta vöðva við
þetta erfiði, það er að segja,
vöðvana í sitjandanum.
Líkaminn er þung byrði og
þegar lyfta þarf þessari byrði
lóðrétt upp, eru vöðvarnir í
sitjandandum heppilegastir til
að annast það, enda ná þeir
vel niður á lærin. Þannig losna
þróttminni vöðvar í hnjám,
öklum og fótum við óþarfa
áreynslu. Losni fæturnir
þannig við erfiðið, geta þeir
gegnt hlutverki sínu fagur-
lega, á eðlilegan hátt. Ég geri
ráð fyrir að ég ætti að bæta því
við, að margir sérfræðingar
ráðleggja okkur að stíga í all-
an fótinn þegar við göngum
upp stiga, en satt að segja get-
ur þetta sýnst klunnalegt.
Þér ættuð líka að ganga
sviflétt niður stiga, en þó hægt
og rólega, gefa yður góðan
tíma og þreifa eftir hverri
tröppu með táberginu. Að
ganga aðeins á táberginu (alls
ekki á hælnum) á leið niður
stiga, er jafnvel ennþá mikils-
verðara þá, en þegar gengið
er upp, því að ef skóhæll yðar
nemur við tröppuna fyrst, er
hætt við að allur líkamsþungi
yðar flytjist fram á tábergið á
eftir, sem þá stendur gjarnan
fram af tröppunni. Það er
mjög hættulegt! Að lokum, ef
þér viljið ganga stiga óaðfinn-
anlega, þá megið þér hvorki
styðja hönd á handriðið né
lyfta kjólfaldinum - eiginlega
er honum ætlað að sveiflast
fram við hreyfingu yðar, og þá
eru fætur yðar tryggir - eins og
í tjaldi.
Samantekt:
Anna Kristine Magnúsdóttir
Tekur sitjandi yðar á sig
furðulegustu sveigjur og
snúninga? Sjá fætur yðar og
fótleggir uni allt erfiðið?
Verður öll stigaganga yðar óá-
sjálegt og þreytulegt strit?
Kippið þér síða samkvæmis-
kjólnum yðar upp, eins og eft-
irvæntingarfull stelpa í spari-
kjólnum? Hangið þér í hand-
riðinu, er þér gangið niður?
Rekið þér liælinn niður fyrst?
Lyftið þér síða pilsinu yðar á
leið niður?
Unga kona, þér ættuð að
ganga upp þessa stiga eins og
fugl á flugi, léttilega og mjúk-
lega, með beinum fótum og
tylla aðeins táberginu niður.
Að koma inn
Smeygið þér yður inn úr dyra-
gættinni með augun á hurð-
inni eða handfanginu og því
næst á gólfinu eða loftinu?
Eða komið þér ef til vill æð-
andi inn með fyrirgangi og lát-
ið hurðina sveiflast stjórn-
lausa? Ef til vill byrjið þér að
tala eins og hundrað manns
án þess að taka tillit til þess
hvort sá sem þér talið til er: a)
að tala við einhvern annan b)
að tala í símann, eða c) önn-
um kafinn við að leggja saman
tölur á blaði.Leyndardómur-
inn við fágaða inngöngu er í
því fólginn að koma hávaða-
laust inn og loka dyrunum
með báðum höndum að baki
yður, þannig að þér horfið inn
í herbergið. Myndin er jafnvel
ennþá skemmtilegri ef þér
færið yður í miðjar dyrnar,
sem þá „innramma” yður. Lít-
ið á þann eða þá, sem inni eru,
með bros á vör og bjóðið
„góðan daginn” o.s.frv., ef til-
efni er til.
Um daginn flettum við
upp í Tízkubókinni eft-
ir Mary Young, þar
sem hún fjallaði um
róm og hlátur. Nú
könnum við hvaða að-
ferðum eigi að beita
til að konur haldi reisn
sinni við að ganga
stiga og inn og út um
dyr. Það er nefnilega
alls ekki sama hvernig
við göngum eins og
sjá má af eftirfarandi
kafla!
Að ganga út
Læðist þér að dyrunum og
laumist út um gættina eins og
feimið barn? Eða sveiflið þér
ef til vill hurðinni frekjulega
og kærið yður kollótta þótt
hún skelli harkalega aftur?
Þegar þér réttið út höndina til
að taka um handfangið, farið
þér þá í keng og rekið sitjand-
ann aftur?
Leyndardómurinn við að
ganga dömulega út, er sá að
ganga rólega til dyranna og
standa bein um leið og þér
opnið. Þegar þér gangið út,
lítið þér um öxl með kveðju-
brosi eða jafnvel snúið höfð-
inu aðeins svolítið til hliðar.
Þér megið ekki ofleika þetta.
Lokið dyrunum án þess að
hika og umfram allt hljóðlega.
Stigar
Tiplið þér á tánum? Hlamm-
ið þér niður öllum fætinum?
Leyfið þér sitjandanum að
síga næstum því í setstöðu?
Leyndardómurinn
viö fágah framkomu
49