Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 14
„Ég kveið því að fara ein til Mallorca." I gönguferð á Mallorca, á tindi fjallsins Tomir. Formentor skaginn og Pollensa flóinn í baksýn. UR DJUPUM DAL UPP A FJALLSTIHD Gönguferðirnar hjálpuðu henni til þess að vinna sig út úr skilnaði Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir úr einkasafni Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað kannast iíklega velfiestir við tilfinninguna um að finnast iífsgangan eftir skilnaðinn oft iíkj- ast göngu í gegnum dimman dal. Lífsmynstrið breytist og byggja þarf upp nýtt líf á nýjum forsendum. Líkja má þeirri göngu við erfiða göngu fjallgöngumannsins upp úr dalsbotninum upp á fjallstindinn. Steinunn Harðardóttir, félagsfræðingur, dagskrár- gerðarmaður á Ríkisútvarpinu, fararstjóri og göngugarpur, getur tekið undir þessa lýsingu. Steinunn og Sigurður Sig- urðsson, fyrrum sambýlis- maður, hennar höfðu búið saman í 21 ár þegar hann vildi slíta sambúðinni. „Ég tók skilnaðinn mjög nærri mér og fór langt niður andlega. Við höfðum alla tíð verið góðir vinir, gönguferðir innanlands og utan voru okkar sameigin- lega áhugamál og seinna sam- eiginlegur starfsvettvangur. Við höfðum í tíu ár verið að þróa þessar ferðir og vorum 14 nýkomin með góða ferðaskrif- stofu í lið með okkur þegar við skildum.“ Steinunn og Sigurður voru hvatamenn að gönguferðum íslendinga á erlendri grundu og fyrstu ferðina fóru þau fyrir 10 árum, til Mallorca. Þegar hún rifjar upp þessar fyrstu ferðir sést greinilega hversu miklu hlutverki þær gegndu í lífi þeirra saman. En nú stóð hún ein uppi og varð að halda áfram. Gengið saman Steinunn kynntist þessum ferðum þegar hún var leið- sögumaður fyrir sænska ferða- mannahópa á Islandi. „Þessir ferðamenn voru í náttúruskoð- unarferð á Islandi, þetta var „háþróuð“ skoðunarferð. Með í för voru sænskir líffræðingar sem fræddu fólkið um fuglana, blómin og ýmislegt fleira. Sum þeirra höfðu verið á Mallorca, sem ég hafði alltaf séð fyrir mér sem eina stóra sand- strönd. Þau hvöttu mig til að fara í gönguferð á Mallorca og það endaði með að sænska ferðaskrifstofan bauð mér í slíka ferð. Við Sigurður fórum bæði, ásamt Bjarti, syni okkar. Þessi ferð reyndist meiri nátt- úruskoðun en gönguferð og auðveld miðað við ferðirnar sem við seinna skipulögðum. En við urðum fyrir uppljómun, eins og reyndar allir sem fara í þessar ferðir. Þetta var alveg yndislegt.“ Steinunn ljómar ennþá, nú 10 árum seinna, þegar hún rifjar upp ferðina. Hún sagði mörg- um frá ferðinni og talaði um hversu frábær hún hefði verið, m.a. vinkonu sinni sem starfaði á lítilli ferðaskrifstofu. Þær settust niður og skrifuðu niður á blað hugmynd um hvernig skipuleggja mætti svona ferð fyrir íslendinga. „Tveimur árum seinna var ég að koma í bæinn utan af landi og þá biðu mín skilaboð að hringja til þessarar vinkonu minnar. Hún hafði verið að reyna að ná í mig en ekki tekist og hafði tek- ið sér það bessaleyfi að skipu- leggja svona ferð til Mallorca með mig sem fararstjóra. A þessum tíma var þetta algjör nýlunda og það gekk nú ekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.