Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 25

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 25
„Það vakti mig til umhugs- unar þegar hann sagði þetta. Mér fannst að auðvitað hefðu allir heila, en ég skildi þá að hann væri sennilega misstór í mönnum." „Hvað manstu meira sem snertir mig?“ spurði hann og brosti. „Engar svona hugsanir!“ sagði hún og brosti niðurlút. „Eg veit að ég var engin fyrir- myndarstúlka.“ „ Jú, víst varst þú það.“ Hann fann að sambandið á milli þeirra var að taka á sig frjálslegri blæ. „Ég held ég þiggi drykkinn núna.“ Hann horfði á hana hella viskíinu í glasið. „ Heldurðu að þú hafir verið eina stelpan sem var kysst?“ Hún brosti kankvís og feim- in og sagði:„Hættu nú! Þetta var nú gaman, ekki satt?“ „ Manstu þegar við vorum í sleðaferðinni...?" „ Manstu þegar við fórum í veisluna hjá Trudy? Og Frontenac í sumarfríinu?“ Hann mundi best eftir sleða- ferðinni þegar hann hafði kysst hana á kaldar kinnarnar og horft á hana mæna upp í stjörnubjartan himininn. Hann hafði líka kysst hana á hálsinn, en aldrei á munninn. „ Manstu eftir afmælinu hans Mach, þegar þið fóruð í kossaleik en ég fékk ekki að vera með af því að ég var enn með útbrot eftir mislinga?“ „Ég man ekki eftir því.“ „ Þú varst kysst og ég varð alveg brjálaður af afbrýði- semi“ „ Skrítið að ég skuli ekki muna þetta. Kannski vil ég ekki muna það.“ „Hvers vegna ekki? Við vor- um bara saklaus börn, Nancy. Meira að segja konan mín vissi að ég var hrifinn af þér í æsku. Ég geymdi alltaf mynd þína í hjarta mér þótt ég flytti úr bænum.“ „ Varstu í alvöru svona hrif- inn af mér?“ spurði hún í ein- lægni og undrun. „ Það veit Guð að ég var. Hann skynjaði allt í einu hversu nálægt honum hún stóð. Hann fann fyrir nálægð hennar. Hann fann að hann elskaði hana enn. Hann skynj- aði augnaráð hennar á sér og sá varir hennar bærast. „ Haltu áfram“ sagði hún. „Ég er miður mín. Ég vildi að ég hefði vitað að þú varst raunverulega hrifinn af mér. Mér datt ekki í hug að það væri gagnkvæmt." „Ég hélt heldur ekki að það væri gagnkvæmt. Ég man enn þegar þú rakst út úr þér tung- una framan í mig við ísbar- inn.“ „Ekki man ég eftir að hafa gert það. Það varst þú sem vísaðir mér á bug en ekki öf- ugt.“ Hún lagði höndina létt á öxl hans eins og til að bijóta upp þessar samræður. „Ég á gamalt myndaalbúm sem væri gaman að skoða núna. Ég hef ekki flett því árum saman. Ég ætla að skjótast upp og ná í það, við skulum skoða það saman." Donald sat einn stundarkorn og velti því fyrir sér hversu ólíkt mat fólk legði á eitt og sama atvikið. Nancy hafði al- veg sömu áhrifin á hann núna og fyrir tuttugu árum. Á þess- um hálftíma, sem hann hafði verið í návist hennar, hafði hann endurheimt þessa dá- samlegu tilfinningu ástar og gleði sem hann hafði ekki fundið fyrir síðan konan hans lést. Hann hafði ekki búist við að upplifa þessa tilfinningu aftur. Nancy kom með albúmið og settist þétt við hlið hans í sófann. Hún opnaði það og brosti. „Mikið er þetta skemmti- legt,“ sagði hún. „Ég er svo ánægð að vita að þú skulir hafa verið svona hrifinn af mér. Mikið vildi ég hafa vitað þetta þá. Ég hataði þig eftir að þú fórst héðan.“ „Það finnst mér leitt að heyra.“ Hún ljómaði og sagði eins og í andartaks hrifningu„Við skulum ekki hugsa um það núna. Kysstu mig. Mig langar til að finna aftur hvernig það er...“ Augnabliki síðar sneri hún sér feimnislega undan og sagði: „ Ég trúi því varla að ég hafi verið að kyssa annan mann. Það hef ég aldrei gert síðan ég giftist Walter.“ Donald var að verða æstur, en samt náði önnur lilfinning sterkari tökum á honum. Hann skildi hana ekki alveg. Hafði hann kysst hana áður? Voru minningarnar að leika á þau? Kona drauma hans fletti nú albúminu titrandi hendi.“ „Bíddu aðeins, ég sé ekki hlutina skýrt í augnablikinu,“ stundi hann upp. „ Já, ég held við ættum að slaka aðeins á. Ég er heldur ekki mjög róleg þessa stund- ina.“ Donald sagði nú eina af heimskulegustu setningum mannskynssögunnar, setningu sem samt breytir engu: „Það væri skelfilegt ef við yrðum nú ástfangin af hvort öðru aftur.“ „Uss, ekki segja þetta. Þetta er búið. Þetta var eitthvert augnabliksæði. Við gleymum þessu bara.“ „Þú skalt ekki segja mannin- um þínum frá þessu.“ „Hvers vegna ekki? Ég segi honum venjulega allt.“ „Karlmenn þola ekki að heyra svona. Hann verður bara sár og gramur.“ „Þá sleppi ég því.“ „Kyssu mig aftur,“ sagði Donald og hann fann hvernig ástarvíman læstist um hann á ný. Nancy ýtti til hans albúm- inu og benti á síðuna fyrir framan hann. „ Sérðu, hérna er mynd af þér!“ Hann leit á gulnaða mynd af litlum dreng í stuttbuxum. Hann stóð á bryggju sem lítill seglbátur var bundinn við. „Ég man nákvæmlega hvenær þessi mynd var tekin,“ Framhald á bls. 51 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.