Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 19

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 19
Á kafi í kaupmennskunni. Skyldi hann hafa komið með tékknesk eða íslensk börn þessi storkur? Ég veit það svei mér ekki. Myndin af Pálma sem Spaugstofu- manni er föst í huga okkar, en hann getur tekið að sér hin ólík- ustu hlutverk og nýtur þess að bregða á leik í nýju versluninni. Kona Vikunnar að þessu sinni er Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigs- kirkju og formaður Prestafélags íslands. Helga Soffía er ein af fáum konum í ábyrgðarstöðum innan kirkjunnar, hún er starfandi prestur og jólin eru því annatími hjá henni. Kona Vikunnar Hvað gerir þig glaða? Það eru fyrst og fremst börnin mín sem gera mig glaða. Þegar ég fylgist með heilbrigðum þroska og framförum þeirra og góðri frammistöðu verð ég innilega glöð. Hvað gerir þig sorgmædda eða leiða? Fullorðið, heilbrigt fólk sem er vel af Guði gert en er á góðri leið með að klúðra lífi sínu, hvort sem það er meðvit- að eða óvart, og gerir ekkert í málum sínum til að rétta kúrsinn aftur og ná jafnvægi. Hvað finnst þér fallegt? Maður í svartri rúllukragapeysu, í svörtum buxum og með svart belti. Dökkhærður, gjarna með grátt í vöngum. Það er fallegt. Hvað finnst þér Ijótt? Sláturhús í fullum gangi. Hvar líður þér best? Mér líður vel alls staðar... nema í tannlæknastólnum. Mér líður vel í sundi, en ætli mér líði ekki best í rúminu mínu. Mér líður vel fyrir altarinu, en síður í prédikunar- stólnum. Það er vegna þess að í prédikun þarf ég að gefa af sjálfri mér og það gerir mig stundum óörugga. Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Ég gæti síst verið án trúar og ástar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Rógburður, neikvæðni og langvarandi bölsýni. Ennfremur undirlægjuháttur og fals. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Einlægni, hreinlyndi, hlýja, blíða, styrkur, þor og áræðni. Ég met það mikils þegar fólk þorir að gefa af sjálfu sér, af gleði sinni, reiði og sorg. Hverju myndir þú helst vilja breyta í lífi þínu ef þú ættir þess kost? Ég mundi vilja vera auðmýkri, miklu tillitssamari og miklu, miklu grennri. Svo myndi ég vilja flytja til Balí, a.m.k. fara þangað annað veifið. Hlakkar þú til jólanna? Já, ég hlakka til jólanna núna, eins og oftast áður. Ég hlakka til að syngja jólasálmana, lesa jólaguðspjallið, baka, setja fyllinguna í kalkúninn, kveikja í jólavindlinum og hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu. En ég kvíði líka fyrir jólunum. Ég er í vinnu á jólum og áramótum þegar flestir aðrir eiga frí. Ég kvíði því að þeysa úr einni messu í aðra, að geta ekki gert nema stuttan stans í jólaboðum fjölskyld- unnar af því að ég þarf að fara að vinna. Ég kvíði því að ein- hverjir muni veikjast á jólunum eða deyja. Þetta allt snertir starf mitt, mitt yndislega og innihaldsríka starf, sem gleður mig svo mikið. Þess vegna fel ég Guði kvíða minn og bið þess að kvíðinn skyggi ekki á guðdóm hans. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.