Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 52

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 52
JORNUsIúöul _ TEXTI: SÆVAR HKEIÐAKSSON OF LÍTIL FYRIR TRUMP MÓÐGUÐ FYRIRSÆTA Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson var ekki ánægð með fréttir í bresku blöðunum um að hún ætti í erfiðleikum með að tala við sambýlismann sinn á hans móð- urmáli. Elle býr með fjármála- braskaranum Arki Busson og móð- urmál hans er franska. f frétt í einu slúðurblaðanna var greint frá því að Elle hafi eingöngu viljað tala frönsku þegar hún flaug með tæp- lega eins árs son þeirra með áströlsku flugfélagi til heimalands- ins fyrir skömmu. Flugfreyjurnar gerðu grín að þvf hversu slök fyrir- sætan væri í frönsku og framburð- urinn væri nær óskiljanlegur. Pessi frétt fór fyrir brjóstið á fyrirsætunni. „Elle talar fullkomna frönsku og hefur gert það í meira en áratug. En þegar hún og Arki eru saman talast þau aðallega við á ensku, jafnvel þó hann sé fullfær um að tjá sig á sex öðrum tungumálum," sagði tals- maður ofurkroppsins. Þess má geta að Elle var áður gift franska ljós- myndaranum Gilles Bensimon og ætti því að hafa fengið ágæta æfingu í frönskunni. HIÐ LIÚFA LÍF ER VIÐ HESTAHEILSU Grínistinn Robin Williams hefur mikl- ar áhyggjur af heilsunni og fyrir skömmu fór hann í ítarlega læknisskoðun á einka- rekinni sjúkrastofnun í Arizona sem er þekkt fyrir að sinna hjartasjúklingum. Williams, sem er 46 ára, kom með einka- þotu frá heimili sínu í San Francisco og sjónarvottur segir að hann hafi verið þög- ull og niðurlútur þegar hann mætti í skoð- unina en eiginkona grínistans, Marsha fylgdi honum. Leikarinn skráði sig inn und ir dulnefni og gekkst undir ítarlegar rann sóknir. Því var slegið upp í bandarískum blöðum að Williams hefði fengið hjartaáfall en talsmaður hans segir enga ástæðu til að óttast. „Hann er við hestaheilsu," segir talmaðurinn. Williams er grænmetisæta og smakkar ekki áfengi en hann hefur viðurkennt að hafa verið kókaín- fíkill á sínum yngri árum. Hann hætti í dópinu fyrir fimmtán árum, nokkrum vikum áður en hans fyrsta barn, sonurinn Zachary, kom í heiminn. Leikkonan fagra Salma Hayek hafði greini- lega áhuga á nánum kynnum við milljarða- mæringinn Donald Trump þegar þau kynnt- ust á tískuverðlaunaafhendingu VHl sjón- varpsstöðvarinnar í New York í haust. Trump er einn alræmdasti kvennabósinn í Bandaríkjunum um þessar mundir og hann var í innilegum samræðum við Hayek þetta kvöld. Nærstaddir segja að Hayek hafi greinilega heillast af Trump og hún fór ekki leynt með áhuga sinn þrátt fyrir að unnusti hennar, breski leikarinn Ed- ward Atterton, hafi aldrei verið langt undan. Að verðlaunaafhendingunni lokinni elti leikkonan milljarðamæring- inn á næturklúbb og unnustinn virtist ekkert kátur þegar Hayek laumaði miða með símanúmeri sínu til Trump. En þrátt fyrir þessar augljósu ábend- ingar um að hún væri til í tuskið hafði Trump ekki áhuga á ástarsambandi. „Salma er falleg og mjög indæl en hún er bara svo lágvaxin,“ sagði Trump trúnaðarvini sfnum „Ég hrífst miklu fremur af hávaxnari konum.“ Söngvarinn Tony Bennett var að gefa út ævisögu sína sem hann kallar The Good Life og þar segir hann m.a. frá eiturlyfjavanda sínum. Hann var stór- stjarna á sjöunda áratugnum og flutti frá San Francisco til Hollywood en frægðinni fylgdu vín og villtar meyjar. „í öllum partíum sem ég fór í voru gest- irnir alltaf í einhvers konar vímu. Kókaínið var jafn áberandi og kampavínið og ekki leið á löngu þar til ég tók þátt í fjörinu,“ segir Bennett, sem er orðinn 72 ára og laus við fíknina. Fyrir tveimur áratugum hótuðu skattayfirvöld að gera heimili hans upptækt vegna fjármálaóreiðu hans og Bennett segist hafa farið á fyllinstúr í kjölfarið sem varð honum næstum að aldurtila. Uppdópaður fór hann í bað til að slappa af en leið útaf og var nærri drukknaður. Pegar eig- inkona hans, Sandra, kom að honum var hann hættur að anda. „Hún barði á brjóstið á mér og náði að lífga mig við.“ Söngvarinn sá villu síns vegar og hefur átt mikilli velgengni að fagna eftir að hann hætti í dópinu. ÞARF EKKI VIAGRA Spjallþáttakóngurinn Larry King á von á erfingja í mars með eiginkonu sinni, Shawn Southwick. King er 65 ára og eiginkonan er 38 ára. Þetta verð- ur þeirra fyrsta barn saman en hann á þrjú uppkomin börn, 41, 37 og 30 ára og Shawn á 17 ára son sem býr hjá föður sínum. King segist ekki þurfa undralyfið Viagra til að standa sig í stykkinu með eiginkonunni - galdurinn felst í víðum nærbuxum. „Ég hef aldrei prófað Viagra. Sem betur fer þarf ég það ekki. Auk þess þori ég því ekki þar sem ég er hjartveikur og þarf að vera á öðrum lyfjum," segir King. „Vinur minn hvíslaði því að mér að ef ég vildi barna eiginkonuna þá ætti ég að prófa víðar nærbuxur. Ég hafði aldrei prófað þær áður en klæddist þeim f sex mánuði. Og það virkaði!" Hjón- in vita að þau eiga von á dreng og hafa þeg- ar valið nafnið Chance. King er gyðingur en eiginkonan er mormóni og hún segir að sonurinn verði alinn upp í mormónatrú en verði einnig kenndar hefðir og venjur Gyðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.