Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 48
LATTU ÞER LIÐA VEL
Þórunn Stefánsdóttir tók saman
Ertu þreytt eftir erfiða vinnuviku? Hlakkar þú til
helgarinnar en vaknar svo upp dauðþreytt á mánu-
dagsmorgni og skilur ekkert í því hvað varð af helginni
sem þú ætlaðir að nota til að hlaða batteríin á nýjan
leik. Hér koma nokkur ráð til þess að slappa af og
njóta helgarinnar.
Reyndu að koma þér í helgarskapið strax á hádegi á
föstudeginum með því að hugsa urn allt það skemmti-
lega sem þú ætlar að gera um helgina.
Reyndu að komast snemma úr vinnunni á föstudeg-
inum, alls ekki vinna yfirvinnu nema í
algjöru neyðartilfelli.
Skipulegðu helgina. Mundu að setja
inn í skipulagið þann tíma sem þú ætl-
ar að gera alls ekki neitt nema njóta
þess að vera til. Þannig hefur þú ekki
samviskubit yfir „letinni" í þér.
Reyndu að vakna á sama tíma og á
virkurn dögum. Ekki sofa til hádegis.
Breytingar á svefnvenjum geta komið
út í þreytu.
Dreifðu húsverkunum yfir vikuna.
Ekki geyma þvotta og tiltektir til
helgarinnar.
Gerðu eitthvað sem þú hefur virki-
lega gaman af, annað hvort ein, með
vini/vinkonu eða fjölskyldunni.
Finndu þér tíma fyrir sjálfa þig.
Liggðu lengi í heitu baði, farðu út að ganga, lestu helg-
arblöðin eða góða bók.
Verðu tíma með fjölskyldunni. Gerið eitthvað sem
allir hafa gaman af. Ef þú skemmtir þér, gera börnin
það líka. Þau finna strax ef þú ert að gera eitthvað
bara til að þóknast þeim.
Farðu út úr bænum. Það er fátt eins gott og að breyta
um umhverfi.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Notaðu laugardags-
kvöldið til að fara út að skemmta þér. Ef þú drekkur
of mikið og ferð of seint að sofa á föstudeginum fer
allur laugardagurinn í timburmenn og helgin hverfur
eins og dögg fyrir sólu.
Kynlífið verður ánægjulegra
ef þú losar þig við aukakílóin.
Þetta kom í ljós í könnun
gerð var á vegum háskóla í
Providence í Bandaríkjun
32 konur tóku þátt
inni og voru þær allar
þungar þegar hún byrj
Þær léttust um 5-45 kíló og
eftir að þær losuðu sig við
aukakílóin sagðist helmingur
þeirra hugsa oftar um kynlíf
en áður, fyrir nú undan að
njóta þess mun betur.
Þegar við erum stressuð eða
spennt, öndum við óhjá-
kvæmilega grunnt og líður
ennþá verr fyrir bragðið. Þá
er um að gera að setjast niður
og gera góðar öndunaræfing-
ar. Andaðu rólega inn og út
gegnum nefið. Fimmti hver
andardráttur á að vera dýpri,
svo djúpur að maður nái að
slaka á kviðvöðvum. Við það
fer maginn út. Endurtaktu
þetta fimm sinnum og þér líð-
ur miklu betur.
Kannski átt þú auðveldar
með að beita huganum ef þú
borðar mikið af jöklasalati.
Salatblöðin innihalda nefni-
lega mikið af efni sem nefnist
kolin. Kolin er efni sem líkist
vítamínum, líkaminn fram-
leiðir efnið sjálfur og það fyr-
irfinnst einnig í fæðunni. Kol-
in er nauðsynlegt m.a. fyrir
uppbyggingu frumna líkam-
ans, flutning taugaboða og
einnig er talið að það sé gott
fyrir hjartastarfsemina. Kolin
finnst einnig í hnetum, hnetu-
smjöri, lifur og kartöflum.
Hingað til höfum við staðið í
þeirri trú að grátur og tár
hjálpi okkur að sigrast á sorg
og losa um streitu. En nú hef-
ur prófessor við Berkley há-
skólann f Kaliforníu komist
að allt annarri niðurstöðu.
Hann segir að tárin leiði til
enn fleiri tára og fái okkur til
að uppgötva enn betur hversu
ömurlega okkur líður. A móti
kemur að þau gera gagn með
því að sýna fólkinu í kringum
okkur að við þörfnumst hugg-
unar og stuðnings.
Þremur klukkustundum eftir
að við förum á fætur erum við
skýrust í kollinum. Þá er góð-
ur tími til að ráðast á og leysa
erfið verkefni.
Einbeitingin er mest í eftir-
miðdaginn og það er besti
tími dagsins til þess að leysa
verkefni sem krefjast andlegr-
ar og líkamlegrar einbeiting-
ar.
Minnið er best snemma á
kvöldin og það er því heppi-
legasti tíminn til að glíma við
heimalærdóminn.
Ef þreytan fer að síga á þeg-
ar líður á vinnudaginn getum
við komið skapinu í gott lag á
nýjan Ieik með fljótlegum og
orkubætandi leikfimisæfing-
um fyrir heilann. Leikfimin sú
er ólíkt hollari og betri en
súkkulaðið sem við grípum
gjarnan til á þessum tíma
dags.
Farðu með stafrófið aftur á
bak.
Teldu upphátt allar oddatöl-
urnar frá 100 eins fljótt og þú
getur.
Nefndu 30 hluti sem byrja á
P.
Farðu upphátt með nöfn
a.m.k. 10 persóna sem þú hef-
ur talað við, hitt eða séð yfir
daginn (það má vera einhver
sem þú hefur séð í sjónvarp-
inu eða lesið urn í blöðunum.)