Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 22

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 22
Áni ÞRJÁR KONUR Það líður senn að jólum, heimilin taka á sig jólasvip og tilhlökkunin vex með hverjum deginum. Það er sárt til þess að hugsa að á mörgum heimilum eru jólin og undirbúningur þeirra alls ekkert tilhlökkunarefni. Þannig er það gjarnan á heimilum sem stjórnast af drykkju eins eða fleiri í fjölskyldunni. Al-Anon, samtök aðstandenda alkó- hólista, hafa skipt sköpum fyrir margar fjölskyldur sem eiga við þennan vanda að stríða. Viðmælandi minn, sem sagði mér sögu sína á 26. afmælisdegi samtakanna, segir þau hafa gjörbreytt lífi sínu. „Þú spyrð mig hvernig standi á því að ég hafi kvænst þremur konum sem eru alkó- hólistar. Áður en ég fór að starfa með Al-Anon hefði ég ekki getað svarað þessari spurningu en nú, þegar ég er búinn að vinna úr mínum mál- um, get ég auðveldlega svarað þér. Það er eins og þeir sem misnota áfengi og aðstand- endur séu með innbyggðan radar hvert á annað, þau eiga auðvelt með að finna hvert annað. Misnotandinn, sem er að leita að einhverjum til þess að hugsa um sig og aðstand- andinn, sem er að leita að ein- hverjum til að hugsa um. Á mínu æskuheimili var áfengi ekki misnotað. En meðvirkni getur orsakast af ýmsu öðru en drykkju. Karl faðir minn var óánægður með lífið, hann hafði ekki aðstæður til þess að gera það sem hann langaði til að gera, hann var reiður og bitur og óánægja hans bitnaði á okkur bræðrunum. I minn- ingunni er hann harður, skip- andi karl. Ég hef alltaf verið viðkvæmur og tilfinninga- næmur og þurft á hlýju að halda. Frá föður mínum fékk ég ekkert annað en höfnun. Þó ég fengi hlýju frá mömmu var hún mjög meðvirk. Líf hennar snerist um pabba og allt gekk út á það að gera hon- um til geðs. Líf mitt snerist um að reyna að fá hrós og uppörvun frá pabba. Ég velti því stöðugt fyrir mér hvers vegna honum þætti ekki vænt um mig. Uppeldi mitt gerði það að verkum að ég fór út í lífið með mjög lélega sjálfs- mynd, mér fannst ég ómögu- legur, algjörlega óalandi og óferjandi. Eftir að ég flutti að heiman og fór út á vinnumak- aðinn valdi ég gjarnan erfið störf og var stöðugt að reyna að sanna mig og kaupa mér hól. Svona þenkjandi maður er auðvitað frábært efni í meðvirkan mann. Maður van- rækir sjálfan sig algjörlega, allir aðrir ganga fyrir. Ég hef aldrei drukkuð svo mikið að drykkjan hafi stjórnað mér. Mér þótti samt alltaf gott að drekka vín og gat alveg séð mig sem dagdrykkjumann. Það vildi ég ekki verða og sá ótti hefur örugglega haldið mér á mottunni. En stundum leið mér svo illa að ég reyndi að drekkja vanlíðaninni í áfengi. En allir vita að það hjálpar ekki, vanlíðanin sem maður er að reyna að drekkja situr alltaf eftir á glasbotnin- um.“ ALKÓHÓLISMIER FJÖL- SKYLDUSJÚKDÓMUR „Ég beið mikið skipsbrot þegar fyrsta hjónaband mitt endaði með skilnaði. Það var gífurlega sársaukafullt, það var eins og allar hlýjar tilfinn- ingar sem ég bar í brjósti brystu og ég hef lengi verið að kljást við það að tjasla þeim saman aftur. Annað hjóna- band mitt var erfitt og þegar ég giftist þriðju konunni fannst mér lífið vera orðið stöðug vanlíðan. Ég vaknaði alla daga með kvíðahnút í maganum og eftir því sem árin liðu missti ég mótstöðuna og þoldi illa allt áreiti. Líf með ofdrykkukonu er erfitt fyrir alla fjölskylduna. Alkó- hólismi er þannig sjúkdómur að aðstandandinn er sífellt að fela ástandið á heimilinu, ljúga og lagfæra eyðileggingar og skemmdir á heimilinu. Börnin taka þátt í þessu líka, þau læra að ljúga og verja for- eldrið með kjafti og klóm. Aðstandandinn er fyllilega meðvirkur, orð og gjörðir hins sjúka stjórna líðan og gjörð- um allra á heimilinu. Álkó- hólismi er sjúkdómur sem þrífst ekki nema að sá sem honum er haldinn komi öðr- um niður á sama plan og jafn- vel aðeins neðar en hann er sjálfur. Hann þarfnast þess að geta stjórnað umhverfinu. Þess vegna er þetta fjöl- skyldusjúkdómur, allt heimil- islífið verður sjúkt. Það slepp- ur enginn óskemmdur frá slíku heimili. Það má líkja þannig heimilislífi við Ví- etnamstríðið, þaðan sem eng- inn kom heill til baka. Alkó- hólistinn finnur veiku punkt- ana og pikkar stöðugt í þá og síðustu ár mín í hjónabandinu braut konan mín mig stöðugt niður. Það er nú svo að kona brýtur karlmann niður á allt annan hátt en karlmaður konu. Andlegt ofbeldi er al- gengara hjá konum. Þið kon- urnar eru næmari en við karl- arnir á líðan annarra. Það er líklega vegna þess að þið eruð mæður, þið hafið svo margt fram yfir okkur karlana og eruð á margan hátt þroskaðri. Þegar þessir eiginleikar eru notaðir á neikvæðan hátt er afleiðingin djöfulleg. Það er líklega sárara að láta tæta sig niður andlega heldur en að láta berja sig. Árið áður en ég leitaði mér hjálpar gerði ég ekkert rétt og mundi ekkert rétt, að hennar mati. Ég var harður á rnóti til þess að byrja með en dropinn holar stein- inn. Ég fór að efast um sjálfan mig og hætta að þora að hafa skoðun á málunum. Ég var brotinn niður smátt og smátt, á allan mögulegan máta. Það var alveg sama hversu góður dagurinn hafði verið í vinn- unni.Um leið og ég kom heim var ég á örskammri stundu kominn niður í svartnættið, niður á hennar plan. Það er nefnilega ógnun við þann sjúka ef aðstandandanum líð- ur vel. Sjúki aðilinn er í raun og veru alltaf að berjast fyrir lífi sínu, líf hans er þetta ástand, að vera haldinn sjúk- dómnum.“ LEIÐIN TIL BETRA LÍFS „Það kom að því að ég gat ekki meir. Ég var alveg búinn, var kominn niður í myrkrið og áttaði mig á því að eitthvað yrði ég að gera fyrir sjálfan mig. Ég byrjaði á því að fara til lækningamiðils sem hjálp- aði mér að öðlast betri skiln- ing á sjúkdómum. Ég lærði 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.