Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 20

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 20
í saumaklúbbi í Edinborg Jólahaldið og íslensk tunga efst á baugi Pað er priðjudagskvold i oktoberlok. Við erum stodd i tdinborg og uti er urbellisrigning. inní i hlyjunni á heimili Hafrúnar Guðmundsdóttur við „Gamla Kirkjustræti", sem heitir Old Kirk Road á ensku, sitja fimm íslenskar stúlkur. Þær eru komnar í saumaklúbb og Ijósmyndara og blaðamanni Vikunnar hefur verið boðið að líta inn og fylgjast með eina kvöldstund. Af einhverjum undarleg- um ástæðum virðast saumaklúbbar hafa fengið á sig neikvæðan stimpil. Sumt fólk finnur sig knúið til að gera lítið úr því þegar konur, hvort sem þær eru ungar eða gamlar, koma saman og kalla samkomuna sauma- klúbb. Erfitt er að fullyrða hvers vegna. Kannski stafar það einfaldlega af afbrýði- semi, að minnsta kosti meðal karlanna, sem eiga sér ekki samsvarandi félagskap sem yfirleitt byggist á langri vin- áttu þeirra sem hittast í „saumaklúbb“ eða af sér- stakri löngun til þess að koma saman. 20 Þetta er í fyrsta skipti sem saumaklúbburinn hittist í Ed- inborg. Þær, sem mættar eru til leiks, eru í fyrsta lagi Hafrún, húsfreyjan í Gamla Kirkjustræti, María Hilmars- dóttir, Sif Stefánsdóttir, Birna Einarsdóttir og Hrafnhildur Pálsdóttir. Það kemur í ljós að stúlkurn- ar hafa allar löngun til þess að hittast þó ekki sé nema af og til í saumaklúbb, þótt leiðir þeirra liggi kannski ekki svo mikið saman þar fyrir utan svona dagsdaglega. Hrafn- hildur er ófrísk og viðurkenn- ir að löngun sín til að hitta þær stöllur byggist á eigin- gjörnum hvötum. Hún hafi lengst af ekki séð ástæðu til að hafa mikið samband við landa sína í Edinborg, en nú, þegar hún sé að því komin að eignast sitt fyrsta barn, hafi vaknað hjá henni löngun til þess að vera í sambandi við aðrar íslenskar konur með börn til þess að barnið hennar eigi kost á því að heyra ís- lensku talaða. Hafrún, sem á litla soninn Eirík, segir að sig langi líka til að viðhalda ís- lenskunni hjá honum. Hún finni mun á því hvað hann skilji sig betur þegar hún hafi verið mikið með honum í nokkra daga og heima á ís- landi í sumar hafi hann jafn- vel verið farinn að skilja ís- lenskuna betur en enskuna. Það er greinilegt af orðum stúlknanna að þær leggja mik- ið upp úr að halda tengslun- um heim, þótt að minnsta kosti þrjár þeirra séu líklega búnar að festa sig til framtíðar í Skotlandi, eða erlendis að minnsta kosti. Það er líklega rétt að kynna stúlkurnar ofurlítið nánar fyr- ir ykkur. Hafrún hefur verið í Edinborg með nokkrum hlé- um frá því um 1990. Hún er gift skoskum tölvufræðingi sem vinnur hjá fyrirtæki í London. Hann er þó mikið á ferðalögum svo það skiptir ekki öllu máli hvar þau eiga sitt fasta heimili. Þegar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.