Vikan


Vikan - 07.01.1999, Side 17

Vikan - 07.01.1999, Side 17
 ga slu sköpuð ætti hún að leggja áhers á efri hluta líkamans t.d. andlit, barm og brióst. Hálsmálið á þess- um kjól er frumlegt og dregur at- hyglina að þessum þáttum. Kjóll- inn sem valinn var er með löngum ermum en það fer vaxtarlagi Katrínar best. Kjóllinn er alveg síður og háhæíaðir bandaskór urðu fyrir valinu til þess að setja punktinn yfir i-ið - þarna er hún tilbúin til að mæta í hina fínustu veislu. V ■m. Til að Katrín njóti sín sem best ætti hún að leggja meiri áherslu á aðskornar flíkur og einlitan klæðn- að, eins og hún gerir hér. Hann lengir og grennir. Ef hún vill klæðast tvískiptum klæðnaði t.d. buxnadragt eða peysu og buxum ætti hún að passa að fötin séu í sama lit. Það dregur úr breidd og Katrín virkar lengri fyrir bragðið. Þessir litir fara mjög vel við andlit Katrínar, þeir grenna og lengja. Svona fatnaður væri mjög hent- ugur i hennar starfi. Á myndinni er Katrín í bol sem er þægilegt og frjálslegt að vera í, i vinnunni á læknastofunni, en ef hún vill punta sig upp getur hún notað klút, skyrtu eða topp, farið í hælaskó og þá er hún tilbúin i síðdegissamkvæmi. Fylgihlutir: Hálsmenið við buxnadragtina er klassísk gullkeðja, þannig að einfaldleikinn fær notið sín. Keöjan er 50 sm löng en langar keðjur fara best við rúllukragapeysur. Við kjólinn ber Katrín fallegt men sem undirstrikar barminn og hálsinn. Har: Katrín er með mikla sveipi í fíngerðu hárinu og þvi fer henni vel að hafa stutt hár. Klippingin var valin með það í huga að hún er önnum kafin kona og einföld hárgreiðslan miðast við það.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.