Vikan


Vikan - 07.01.1999, Qupperneq 19

Vikan - 07.01.1999, Qupperneq 19
um of svöng borðum við gjarnan tvöfald- an skammt þegar við loksins setjumst að borðum.“ Guðrún Þóra fékk þátttakendurna á námskeiðinu til þess að hugleiða matar- venjur sínar, skrifa niður á hvaða tímum dagsins þeir borðuðu og hvað þeir borð- uðu. Hún komst að því að flest þeirra Um að gera að hrista vel! Guðrún Þóra blandar Núpó létt drykkinn sem hjálpar fólki í baráttunni við aukakílóin. borðuðu lítið fyrri hluta dagsins og lagði því aðaláhersluna á að venja þau á að borða eftir ákveðnu einingakerfi meðan þau væru að léttast. „Það er mjög mikil- vægt að borða mat samtímis því að taka Núpó létt. Þegar þú ferð í megrun minnkar þú við þig matinn og færð þar af leiðandi minni næringu úr mat. Næring- una sem á vantar færð þú með Núpó létt meðan þú ert að koma þér af stað. En það er nauðsynlegt að borða mat með, þannig er það hugsað. Við förum eftir ákveðnu einingakerfi, miðum við 12 ein- ingar yfir daginn, hver eining er 62,5 hita- einingar. Eitt glas af Núpó létt gefur 90 hitaeiningar og við ráðleggjum fimm glös á dag. Afgangurinn af hitaeiningunum á að koma úr fæðunni. Ef þessum eining- um er dreift jafnt yfir daginn kemur ár- angurinn fljótt í ljós.“ FÉLAGSSKAPURIH ER MIKILS VIRfll Árangur hópsins þykir svo góður að fyrirtækið Thorarensen-Lyf ætlar að halda námskeiðunum áfram. „Við erum auðvitað ennþá að þróa þetta. Við byrj- uðum með lítinn tilraunahóp í vor, sem gekk mjög vel, og byggðum upp starfið með þessum hópi á grundvelli þeirrar reynslu. Ef til vill verður næsta námskeið byggt að einhverju leyti á persónulegri grunni, því þó að fólkinu finnist gott að fá stuðninginn frá hópnum eru alltaf ein- hverjar spurningar sem brenna á fólki sem það vill spyrja í einrúmi." „Við höfum lært að breyta mataræði okkar til hins betra." Nýjar fínar línur eftir nám- skeiðið. OFAT ER EINS 00 ii / Hjónin Randý Sigrún Guðmunds- dóttir og Magnús Frímann Hjelm eru búsett í Keflavík. Það aftraði þeim ekki frá því að taka þátt í námskeiðinu og óku þau öll mánudagskvöld til höfuð- staðarins til þess að mæta á vikulega fundi hópsins. Eins og aðrir þáttttak- endur settu þau sér markmið á fyrsta fundinum. Þau vildu bæði léttast um 10-12 kíló, svona til að byrja með. Og nú eru þau alsæl með árangurinn. Randý segist samt enn eiga svolítið í land. „Ég fór til útlanda á miðju tíma- bilinu og gleymdi að taka Núpó létt með mér. Ég hefði betur gert það! Magnús náði markmiðinu, léttist um 11 kíló.“ Þau eru sammála því sem Guð- rún Þóra segir, að gott sé fyrir hjón að fara saman í svona átak. „Það breytir miklu að standa saman í þessu. Við eig- um þrjú börn á unglingsaldri sem styðja okkur allshugar í átakinu. Dóttir okkar er búin að bjóðast til að baka fyrir jól- in,“ segir Randý feginsamlega, „svo ég detti ekki í kökurnar. Ég er nefnilega alveg hræðilegur sælkeri og á auðvelt með að innbyrða mikið af smákökum ef því er að skipta.“ Randý segist hafa farið í fleiri hund- ruð megrunarkúra sem allir hafi endað á einn veg. Hún léttist tímabundið en hefur verið fljót að bæta á sig kílóunum á nýjan leik. „ En svo sá ég auglýsingu um þetta námskeið og við hjónin ákváðum að taka þátt í því.“ Randý segist strax hafa séð að þau væru í góðum höndum. „Þetta er ekki hefðbundið megrunarnámskeið, við höfum einfaldlega lært að breyta mataræði okkar til hins betra. Núpó létt er stórkostlegt efni. Það er tekið inn fyrir mat og gefur manni þá tilfinn- ingu maður sé saddur þannig að maður borðar minna í hvert sinn. Við borðum mest allan mat en gætum þess að fylgja einingakerfinu. Fjölskyldan hefur alltaf borðað saman aðalmáltíð dagsins, venjulega um sexleytið, þegar allir eru heima. Við höfum ekki breytt út af þeirri venju, en nú skiptum við hitaein- ingunum jafnt yfir daginn.“ Þau eru sammála því að námskeiðið hafi breytt lífi þeirra til hins betra. Þeim líði betur á allan hátt, bæði and- lega og líkamlega, og eru á þeirri skoð- un að allir sem berjast við aukakílóin ættu að reyna að komast á slíkt nám- skeið. „Það veitir mikinn stuðning og aðhald, þó auðvitað sé hver og einn ábyrgur gagnvart sjálfum sér. Megrun byggist á sjálfsaga og þrjósku. En það er samt notalegt hvernig allir fylgjast með hvernig gengur hjá hverjum og einum. Námskeiðið er stórkostlegt framtak. Við lærðum mikið af góðum fyrirlesurum og leiðbeinendurnir veittu okkur rnikinn og góðan stuðning." Þau segja að það hafi verið auðvelt að venja sig af gömlum ósiðum í fæðuval- inu. Randý segist hafa minnkað sykur- átið og Magnús borðar ekki eins feitan mat. Hann hristir höfuðið þegar hann minnist gamalla og rótgróinna matar- venja. „Hér áður fyrr gat ég ekki hugs- að mér að borða brauð fyrr en ég var búinn að smyrja það þykku lagi af smjöri. Ég nota ekki lengur smjör, ein- ungis hollt álegg á brauðið. Meginuppi- staða máltíðanna er ekki lengur kjöt og fiskur heldur grænmeti og annað með- læti.“ Randý skýtur hér inn í að Magn- ús sé farinn að komast í gömlu buxurn- ar og geti meira að segja hneppt að sér jakkanum. Og Magnús bætir við að buxurnar séu komnar upp fyrir „bumb- una“. En baráttan við aukakílóin heldur áfram, þessi fyrstu kíló eru bara byrj- unin. Þess vegna ætla þau bæði að fara á framhaldsnámskeið núna á nýja ár- inu. Því eins og Magnús segir: „Ofát er eins og hver önnur fíkn og maður þarf aðhald meðan maður er að ná sér á strik.“ 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.