Vikan


Vikan - 07.01.1999, Page 33

Vikan - 07.01.1999, Page 33
ARINE RAÐUR FISKUR 4 tómatar 1/2 haus jöklasalat I gul paprika 100 g svartar ólífur 400 g fiskflök ( þorskur, ýsa eða annar magur fiskur) %UF marínering: 3-4 dl ólífuolía safi úr 2 sítrónum (u.þ.b. I dl) safi úr I lime (u.þ.b. 1/2 dl) I tsk. salt 112 tsk. chílesósa I búnt steinselja, söxuð Aðferð: Blandið öllu saman sem á að fara í maríneringuna. Roð- og beinhreinsið fiskinn og skerið í litla teninga (u.þ.b. 1 1/2 sm á kant). Setjið fiskinn í skál eða annað ílát, hellið maríneringunni yfir og sjáið til þess að hún fljóti vel yfir fisk- inn. Setjið plastfilmu yfir ílát- ið og látið það standa í kæli í u.þ.b. 4-6 tíma (má vera leng- ur, t.d yfir nótt). Hrærið var- lega í af og til. Síið maríner- inguna frá. Skerið paprikuna í litla bita, tómatana í báta og jöklasalatið í smá stykki og blandið öllu saman við fiskbit- ana ásamt ólívunum. Berið fram kalt ásamt brauði. AUÐVELD FISKISÚPA (fyrir fjóra - sex) 400 g ýsuflök, skorin í litla bita 200 g rækjur I laukur I hvítlauksrif I græn paprika I dós niðursoðnir tómatar 1 I fisksoð (vatn og fiskkraftur) steinselja salt pipar estragon 2 msk. rjómaostur Aðferð: Fisksoðið eF sett í pott ásamt niðursoðnu tómötunum. Saxið því næst grænmetið og steinselj- una og bætið út í. Kryddið með salti, pipar og estra- goni eftir smekk. Látið sjóða í 20 mínútur. Þá er rjómaostinum bætt út í og þegar hann er bráðnaður er fisknum og rækjunum bætt út í en eftir það má súpan ekki sjóða. Berið fram með góðu brauði. 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.