Vikan


Vikan - 07.01.1999, Síða 40

Vikan - 07.01.1999, Síða 40
HUSRAÐ Dúkar og servíettur ií 'okkar hraða heimi ber meira og meira á því að fínlegir og vandaðir munir úr fortíðinni komist í .tísku og verði nokkurs konar uppáhaldshlutir á heimilinu. Petta sést vel á antikhúsgögnum og „country“ stíl í húsgögnum og húsbúnaði. Gamlir dúk- ar og servíettur út lérefti eða hör eru annað dæmi um þetta. Fínlegir, útsaumaðir dúkar sem lengi hafa verið geymdir í skúffum og ekki flaggað undir venjulegum kringumstæðum eru nú komnir í tísku og þá er víða að sjá á borðum á ungum heimilum. Þessir dúkar eru ýmist erfðagripir, handsaumaðir af mæðrum og formæðrum eða keyptir í búðum og þá handsaumaðir í Austurlöndum eða vélbróderaðir. Sumum þeirra fylgja servíettur í stíl. pvottatoa\ar fj'og ótttema tneð P'' að ipvo og ðipvr að Vtaía sttttt ^ íð Vtaía \raö »a bæg.1 a hvotttttufa o% Y inn ba\a ..félagat P Margir dúkanna eru hreinustu listaverk og allir gefa þeir borðhaldinu hlýju og virðuleik sem ekki fæst með öðrum hætti. Margir slíkir hafa nú þegar verið geymd- ir allt of lengi í skúffum og skápum þar sem enginn nýtur þeirra. Geymslan fer ekki vel með þá og það er um að gera að sýna þeim og hönnuðum þeirra þann sóma að gera þá sýnilega við hátíðleg tækifæri. Eini ókosturinn við notkun dúkanna er sá að þeir eru viðkvæmir í þvotti og þarfnast strauningar. Það má hugga sig við að í dag eru til mjög góð efni til að fjar- lægja bletti og svo má líka spyrja sig að því hvort það sé ekki allt í lagi að setja svona dúk í hreinsun þegar mikið liggur við. Annað eins er borgað fyrir hugguleg- heitin á heimilinu. Gróðursettu kerti, þá uppskerðu birtu Blómapottar geta verið glæsileg- ir kertastjakar og þegar þeir eru fylltir með sandi eða smásteinum eru þeir mjög öruggir. Pottakerta- stjakar eru mjög fallegir í gluggum og þá má útbúa að eigin vild. Það má til dæmis mála þá í litum sem fara vel við umhverfið eða líma á þá myndir að eigin vali. Allt sem þú þarft til að korna þér upp pottakertastjök- um eru nokkrir leirpottar sem fást í flestum blómabúð- urn, akríllitir og lakk. Það má líka klippa út myndir í blöðum eða á taui og nota límlakk til að skreyta pottana að eigin vild. Ef þú vilt mála mynstur eða myndir á pott- ana má nota stensla við það. Hér eru auðveldar leiðbein- ingar fyrir þá sem vilja búa sér til pottakertastjaka. . Margar saman Það er viss kúnst að hengja upp myndir svo vel fari. Það er ekki nóg að myndirnar séu fallegar, það þarf líka að fara vel um þær á veggnum. Þumalputtareglan er þessi: Það er betra að hafa nokkrar myndir saman en að dreifa þeim út um allan vegg. Ef rammarnir eru svipaðir gerir minna til þótt myndirnar séu ólíkar inn- byrðis. Hengið efstu myndirnar allar í sömu hæð. Það er líka gott að efri og neðri brún séu jafnar, en það gerir minna til þótt myndirnar teygi sig út til hliðanna. Ef myndirnar eru mjög misstórar er gott að hæfa þær minnstu yst. Þegar á að hengja upp myndir er snjallt ráð að klippa út pappír eða karton í sömu stærð og myndirnar og festa með „kennaratyggjói“ á vegginn áður en neglt er til að sjá hvernig þær rúmast á fletinum. Pappírinn má flytja til og frá án þess að skemma nokkuð og þannig er hægt að vera alveg viss um að vera að gera rétt áður en farið er að gera gat í vegg.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.