Vikan


Vikan - 07.01.1999, Page 51

Vikan - 07.01.1999, Page 51
ur út á næsta ári og vilja að við byrjum á því að fara um landið. Þeir eru að tala um að fá Polygram Records til þess að markaðs- setja plötuna okkar með því að senda okkur í tónleikaferðalag. Við byrjum á því að fara í háskólana því þar er stærsti markaður- inn. Háskólaútvarpið er þekktasta útvarpið í Bandaríkjunum fyrir fólk á aldrinum 18-20 ára og þeir vilja fá okkur í það. Einnig verðum við með á Lollapalooza tónlistarhátíðinni sem er sú stærsta þar í landi og þá er ferðast um öll fylki Bandaríkjanna. Með haustinu ferðumst við með hljómsveitunum Screaming Trees og Fuel og komum fram sem upphitunarhljómsveit. Þetta er hluti af því sem búið er að fá staðfest að við munum takast á við.“ Oft heyrir maður og les að þessi og hin hljómsveitin sé búin að skrifa undir samning en veit lítið hvað það er sem er á bak við slíka samninga. Ég spyr strákana hvort svona samingur þýði fullt af peningum. „Samningur okkar er eingöngu við umboðsmann- inn. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofu sem heitir Fox Albert Industry og er aðallega með leikara á sínum vegum, t.d. Myra Sarvino og fleiri unga, þekkta leikara. Þeir vilja einnig komast inn á tónlistarmarkaðinn og við erum prófsteinn fyrirtækisins; fyrsta hljómsveitin sem þeir taka að sér. Umboðsmaðurinn sem hefur tekið okkur að sér er virtur og þekktur í tónlistarheiminum í New York. Hann heitir Don Thomas og hefur sjálfur spilað í 30 ár með mörgum þekktum listamönnum, t.d. Van Morrison, og einnig spilaði með Barbra Streisand í 12 ár. Hann kom inn í fyrir- tækið sem sérfræðingur í tónlist. Það kemst enginn áfram í Bandankjunum án þess að hafa umboðsmann. Við áttum okkur á því að með honum erum við að byrja á réttum enda. Plötu- samningur er lítils virði ef við höfum ekki umboðsmann sem sér um okkar hag, talar fyrir okkar hönd og þekkir markaðinn." HUGLEIÐINGAR UM FRÆGÐ OG FRAMA Hingað til hafa þeir félagamir haft spilamennskuna sem hobbí, þeir eru allir í vinnu eða skóla og segjast ekki hafa kært sig um að gera tónlistina að atvinnu. Segjast ekki hafa áhuga á að enda á ballmarkaðnum því þar sé maður fljótur að brenna út. „Hljóm- sveit á íslandi er í raun og veru alltaf bflskúrshljómsveit, það er ekki hægt að verða frægur á íslandi. En við höfum ekkert vont að segja um íslenskan markað og íslenskar hljómsveitir. Við þurfum á hvert öðru að halda, þurfum „kontrastinn“ í tónlistar- geiranum. Það sprettur enginn upp alfullkominn, það hefur tekið okkur langan tíma að komast þangað sem við erum í dag. Þetta er spuming um úthald. Okkur hefur aldrei verið kappsmál að vera í sviðsljósinu, en í dag njótum við virðingar fólks sem pælir í tónlist og lifir og hrærist í þessum geira. Það er okkur meira virði en að eiga blöðrusmell á vinsældarlistanum. Foreldrar okkar Dekraðu við þig og láttu þér líða vel. Nú er tækifæri til að eignast BODYpHASE ilmolíu og baðgel. BODYpHASE ilmolía er unnin úr blómum, trjám og öðrum jurtum. Blómasafinn eða bjarkarsafinn er þéttur þar til einskonar kjarni eða „essence" situr eftir og ilmur jurtarinn- ar nýtur sín til fulls. Þessar ilmolíur og baðgel er gjöf frá Heildarnæringu og Nico til 5 heppinna lesenda Vikunnar, ef þeir svara eftirfarandi spurningu rétt: Hver er ulanáskrift lieiiiiilislæltnis Vikunnar ?) Sendið okkur svörin fyrir 17. janúar '99. Utanáskriftin er: „Vinnið“ Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.