Vikan


Vikan - 07.01.1999, Qupperneq 53

Vikan - 07.01.1999, Qupperneq 53
 STJORNUslúður W* * * m 4 ■« HEiLLAÐI EKK! DÍÖNU Hjartaknúsarinn Kevin Costner hefur gaman af því að vera í hetjuhlutverkinu og hann ætlar að gera framhald af stór- myndinni Bodyguard, þar sem hann lék á móti Whitney Houston. Costner komst í fréttirnar fyrir nokkru þegar hann lýsti því yfir að hann hefði verið búinn að fá samþykki Díönu prinsessu áður en hún lést um að leika í myndinni. Þetta er alls ekki rétt, segir rithöfundurinn Ant- hony Holden, sem er sérfræðingur í kóngafólkinu og skrifaði bókina Charles at 50, sem kom út í Bretlandi fyrir skömmu. Hann segir að Díana hafi verið lítið hrifin af leikaranum. „Hún sagðist hafa óbeit á Kevin Costner en hún hafði nýlokið við að tala við hann í síma og hann hafði reynt að fá hana til að leika á móti sér,“ segir Holden. Nú berast þær fréttir að Costner hafi boðið fyrrum kærustu sinni, ofurfyrirsætunni Elle Macpherson, að leika í myndinni. Sam- býlismaður hennar, Arki Busson, er ekki sáttur við það. MEÐ DÓTTURINN! í DÓPIÐ Rós Vikunnar STJÖRN U AFMÆLI Nicolas Cage verður 35 ára hinn 7. janúar. Leikkonan Jamie Lee Curtis, sem varð fertug á síðasta ári, segist hafa fiktað við dóp snemma á siðasta áratug. „Þegar ég var um tvítugt glataði ég nokkrum árum í dópið. Ég man ekki eftir neinu nema dópi og áfengi og oftast var ég með vinkonu minni, Melanie Griffith. Við eyddum fjölmörgum kvöldum saman þar sem við vorum bara að slæpast og dópa okkur," segir Jamie Lee. Hún sukkaði líka með pabba sínum, Tony Curtis, sem var ekki sáttur við dótturina þegar hún ákvað að fara í afvötnun árið 1984. Sama ár giftist hún núverandi eigin- manni sínum, leikaranum og skáldinu Christopher Guest, og tók fjölskyldulífið fram yfir sukkið og svínaríið. Jamie Lee hef- ur látið hafa eftir sér að hún hafi ekkert á móti því að fikta við dóp með dóttur sinni þegar hún verður eldri. „Marijúana er ekki svo slæmt. Ef Annie langar að prófa það þá væri ég alveg tilbúin að prófa það með henni. Ég tel þetta ekki sterkara en áfengi." Ásta María Hjaltadóttir kennari í líkams- ræktinni Táp og fjör á Egilsstöðum fær Rós Vikunnar að þessu sinni. „Hún hefur þrælað okkur út síðastliðna þrjá mánuði með frábærum árangri og ég persónulega hef misst tólf kíló“, segir Dagmar Ósk Atladóttir, ein úr leikfimihópnum. „Ásta María stappar í okkur stálinu þegar illa gengur og gleðst með okkur þegar vel gengur“, segir átakshópurinn í Táp og fjör, alsæll með kennara sinn, Ástu Maríu. Vik- an óskar hópnum góðs gengis á nýju ári og Blómaframleiðendur senda Ástu Maríu 20 glæsilegar „First Lady“ rósir. Rós Vikunnar 4. jan.: Dyan Cannon (1937), Julia Ormond (1965) 5. jan.: Robert Duvall (1931), Diane Keaton (1946), Marilyn Manson (1969), Suzy Amis (1962) 6. jan.: Joey Lauren Adams (1971), Rowan Atkin- son (1955), John Singleton (1968) 7. jan.: Nicolas Cage (1964) 8. jan.: David Bowie (1947), Amanda Burton (1957) 9. jan.: Joan Baez (1941), Joely Richardson (1965) 10. jan.: Rod Stewart (1945), Frank Sinatra yngri (1944), George Foreman (1949) II. jan.: Naomi Judd (1946), Stanley Tucci (1960), Jason Connery (1963) 12. jan.: Kirstie Alley (1955), Howard Stern (1954), Mel C (1974), Vendela (1967) 13. jan.: Traci Bingham (1971), julia Louis-Dreyfus (1961), Penelope Ann Miller (1964), Patrick Dempsey (1966) 14. jan.: Faye Dunaway (1941), Andy Rooney (1919) 15. jan.: Julian Sands (1958), Mario Van Peebles (1957) 16. jan.: Sade (1959), Kate Moss (1974) 17. jan.: Eartha Kitt (1927), David Caruso (1956), Jim Carrey (1962), James Earl Jones (1931), Muhammed Ali (1942). Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vik- unnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2, 101 Reykjavík" og segðu okkur hvers vegna. Einhver hepp- inn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.