Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 29

Vikan - 21.09.1999, Síða 29
 Lesandi segirfrá r<d_. kvenfólk. Það átti til að roðna eða stama og reyndi að negla mig niður með aug- unum til þess að forðast bein samskipti við hann. Ef maðurinn minn spurði um eitthvað (ýmist á ensku eða bjagaðri íslensku) þá var honum ekki svarað heldur horft beint fram hjá honum eins og hann væri ósýnilegur og svörum var beint til mín. Þetta var í hæsta máta mjög pínlegt og ég átti það stundum til að springa og benda viðkomandi á að ég hefði ekki sagt stakt orð. Á fyrstu árum hjónabands okkar vorum við barnlaus og fórum stundum um helgar út að skemmta okkur en það gekk ekki alltaf stórslysalaust fyrir sig. Eitt sinn um- kringdi okkur hópur af mönnum sem kölluðu ókvæðisorð að okkur, stjökuðu við manninum mín- um og öskruðu:,, Farðu heim helvítis Spánverjinn þinn, sumarfríið er búið.“ ís- lenskum karlmönnum geng- ur greinilega mun verr að gera sig litblinda í samskipt- um við aðrar þjóðir en okk- ur konunum og hafa þann hvimleiða vana að tengja karlmenn af öðrum kynþátt- um við kynlíf eingöngu. Það hlýtur að stafa af einhvers konar minnimáttarkennd. Hvað annað gæti það verið? Þrátt fyrir bullandi for- dóma og svívirðilegar at- hugasemdir í garð annarra kynþátta þá hafa margir Is- lendingar tekið ástfóstri við tónlist bandarískra blökku- manna og menningaráhrifa þess kynstofns gætir víða í íslensku samfélagi. Það þarf ekki annað en að skoða fatatískuna eða aðdáun þeirra á kvikmyndastjörnum á borð við Will Smith og fyr- irsætum eins og Naomi Cambell. Eldri kynslóðin dillar sér enn við Louis Armstrong, Fats Domino og hrífst af angurværri tregatónlist Billy Holiday og Ellu Fitzgerald. Litið er upp til Malcolm X og Martin Luthers King en ég er ansi hrædd um að þeir félagar myndu snúa sér rækilega við í gröfinni ef þeir vissu hversu grunnt væri á kyn- þáttafordómunum. Útlendingar til undan- eldis Við hjónin skildum að loknu sex ára hjónabandi og hefur það ekkert með litar- hátt mannsins að gera eða þá fordóma sem við þurftum oft að kljást við. Hann flutt- ist til Bandaríkjanna þar sem honum líður mun betur og heldur sambandi við mig og barnið sitt, en okkur fæddist sonur hálfu ári áður en leiðir skildu. Barnið okk- ar er mjög fallegt eins og oft vill verða þegar tveir kyn- stofnar leggja erfða- þætti sína saman. Drengurinn er með slétt, brúnt hár, stór dökkgræn augu og dökka augnumgerð. Liftarháttur hans er fallegur og langt frá því að vera dökkur en hann er heldur ekki með dæmi- gerða íslenska húð og er því fljótur að ná lit í sól. En fólk tekur þó eftir því að hann er ekki glókollur með mjallahvíta húð og ljós augnhár. Við skulum segja að hann er örugglega ekki aríi. Og þótt flestum þyki kyn- blendingar fallegir þá geta sumir ekki stillt sig um að vera með eitraðar athuga- semdir. Móðir mín var eitt sinn að passa drenginn minn þegar hann var fjögurra ára gamall og var stödd hjá skó- smið. Afgreiðslukonan þar var alveg heilluð af barninu en spurði svo: „Var þetta svona einnar nætur gaman hjá þér og einhverjum út- lendingi?“ Þvílík smekk- leysa og mannfyrirlitning. Ég hef verið spurð hvort ég hafi valið mér útlending til undaneldis og mér hefur margoft verið sagt af sann- færingu hversu heppin ég sé að barnið hafi nú ekki feng- ið svart hár og brún augu. Þá fyrst væri ég nú í vand- ræðum, eða hvað? Þrátt fyr- ir að í dag séu liðin u.þ.b. átta ár frá skilnaði okkar hjóna þá er ég enn að heyra leiðinlegar athugasemdir frá fávísum og þröngsýnum ein- „Afgreiðslukonan var alveg heilluð af barn- inu en spurði svo: „Var þetta svona einnar nætur gaman hjá þér og einhverj- um útlendingi?“ staklingum. Maðurinn sem ég bý með í dag er íslenskur og einn kunningja hans spurði hann nýlega hvernig hann gæti verið með konu sem hefði legið undir Araba. Þetta eru ekki bara fordómar, þetta er hreinn og klár greindarskortur. í dag er það veruleiki á ís- landi að hér býr fólk með börn sín af margvíslegum kynþáttum og við ættum að temja okkur þroska og heilindi með því að bera virðingu fyrir þessu fólki. Það er mikilvægur hluti af ábyrgð okkar sem foreldra að ala upp börnin okkar í umhverfi sem einkennist af víðsýni og manngæsku. íslendingar eru ekki frek- ar en aðrir guðs útvalda þjóð. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er velkomið aö skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ileiniilisfan^iO er: \'ikan - „l.ílsre\ nslusa^a". Seljavegur 2. 101 Rcykjavík, Nellaii”: \ ikan@lrmli.is

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.