Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 55
Áhugamál og störf Tvíhyggjueðli og ístöðu- leysi Vogarinnar verður henni oft fjötur um fót í starfsvali og geta vinir og vandamenn orðið óvart að ráðandi afli í lífi hennar. Þetta kemur illa niður á veikbyggðari Vogum sem þá daga uppi í starfi sem hentar þeim alls ekki, svo hver dag- ur er kvöl. Hinar sem jafnari eru finna sér störf sem tengjast samkennd á ein- hvern hátt, til dæmis í blaða- mennsku, ráðgjöf og listum, sem umboðsmenn, hönnuð- ir, snyrtifræðingar eða innan stjórnmála. Fólk í Vogar- merkinu er frekar bjartsýnt og það hefur innbyggða rétt- lætiskennd sem gerir það að góðum stjórnendum fyrir- tækja og stofnana. Komist Vog í draumastarfið stendur hún sig með prýði og lyftir fyrirtækinu á æðra plan í öll- um skilningi. Vogin er mikill félagi félaga sinna og vill tengja þessa þörf sína starfi og áhugamálum. Að gera eitthvað saman eru hennar ær og kýr, tveggja manna tafl, veggjabolti, öldur- húsarölt eða keila fellur Þar sem Venus er ráðandi pláneta hjá Voginni hefur fólk fætt í þessu merki ung- gæðislegt útlit og þar er frítt sýnum. Það hefur þokkafull- an limaburð, bjart yfirbragð og veikist sjaldan. Þessu glæsilega útliti vilja Vogirnar halda þótt árin færist yfir þær og því verða heilsurækt- irnar og baðhúsin að þeirra öðru heimili. Þar sem Vogin er félagslega þenkjandi þarf hún að vera í teymi til að ná árangri og þess vegna reynir hún að virkja vini í þetta árahlaup sitt en þeir eru ekki allir tilbúnir að klæðast járnskónum þótt Vog eigi í hlut. Vegna áhrifa Venusar er Vogin ástríðufullt merki og þar á bæ má finna af- bragðs elskhuga sem leika öll hvílubrögð Casanova af mestu list. Fyrir karla og konur hinna merkjanna er Vogin kynæsandi og hreint undur að sjá og höndla, enda myndu mörg þeirra vaða eld og brennistein til að ná saman við slíkan kost dýrum efnum. Vogin fer ekki í geitahús að leita ullar þegar stíll er annars vegar, hún vill hafa það flott, smart og elegant. Bjartir litir og mettaðir falla henni vel og hún sækir tískuhús Parísar, New York og Reykjavík til að fá eitthvað þokkalegt á kroppinn. Þessar ferðir kosta mikil útlát. Hótelin eru fimm stjörnu, maturinn konunglegur og vínið er úr vel völdum árgöngum. Kvöldin sem fylgja verða öllum minnisstæð því eitt- hvað töfrum blandið fylgir Voginni. Ást, líkami og heilsa Voginni vel svo og fagrar listir, kvikmyndir og leikhús, en margar Vogir feta þann þyrnum stráða veg sem leik- listin er og svo kúnstugt sem það er nú, ná þær flestar langt á því sviði líkt og Will Smith og Birgitte Bardot. Útivera er Voginni nauðsyn og hún sníður stakk sinn með tilliti til þess. Tíska og litir Eins og fram hefur komið er það Venus, gyðja ástar, fegurðar og gleði, sem ræð- ur mestu um hughrif Vogar- innar. Þetta speglast í lita- og fatavali sem einkennist af fáguðum smekk, rnunaði og sem Vogin er, bæði í anda og efni. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið því Vogin er dyntótt persóna Vogin cr stílisti og höfðingi heim aö sækja. Hiin kýs aö hafa vandaöa og klassíska liluti í kringuin sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.