Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 10
Texti og myndir: Þórey Sigþórsdóttir Ttöllabörn í Toulouse Kraftaverk á erlendri leiklistarhátíð! í júní hélt leikhópur 10-12 ára barna, Tröllabörnin úr Kramhúsinu, með leiksýn- inguna Krafta á Alþjóðlega leiklistarhátíð barna, F.I.T.E., sem í ár var haldin í 13. skiptið í Toulouse í Frakklandi. Sýninguna Krafta vann hópurinn í spunavinnu undir stjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu og Olafar Ingólfs- dóttur dansara. Það var mikið tilhlökkunarefni að stökkva upp í flugvél og halda á vit ævintýranna með sköpunarverkið og sumar- klæðnaðinn í farteskinu. Líkamstjáning kemur í góðar þarfir! Á flugvellinum tók mót- tökunefnd hátíðarinnar á móti hópnum. Þá kom í ljós að við áttum að búa hjá fjöl- skyldum, tveir og tveir sam- an. Nú skyldu allir kynnast heimilislífi í Frakklandi frá fyrstu hendi. Þetta létu hin hugdjörfu íslensku börn ekki á sig fá þótt greinilegt væri að þarna myndi nú reyna á tjáningarhæfileika hvers og eins. Þó að Trölla- börnin gætu flest bjargað sér á enskunni var greinilegt að það sama gilti ekki um fjöl- skyldurnar, þar sem flestir töluðu lítið sem ekkert í ensku. Þegar hópurinn hitt- ist að morgni næsta dags lá líka mörgum mikið á hjarta að lýsa aðstæðum á nýja heimilinu, framandi matar- æði, misgóðu, og skemmti- legum misskilningi sem komið hafði upp í samræð- um. Talaði hver í kapp við annan og greinilegt að ekki hafði væst um neinn í nýjum húsakynnum. Gömui menning og geimskip í Toulouse! Fyrsta daginn tókum við í það að ganga um Toulouse og kynnast borginni sem er ævaforn og mjög falleg. Á gönguleið um gömlu mið- borgina voru það skemmti- leg smáatriði sem vöktu mesta athygli krakkanna. Veggjakrot sem hafði verið skellt upp af miklu listfengi út um allan bæ, í skemmti- legu ósam- ræmi við aldnar bygg- ingarnar, rómantískar brýr og sér- kennileg tré héldu at- hyglinni þar til hungur og þreytuverkir í fótum náðu yfirhönd- inni. Stefn- an var tekin á skemmtigarð þar sem snæða átti „pique- nique“, nestið sem fjöl- skyldurnar höfðu útbúið fyr- ir okkur. í garðinum mátti finna stórskemmtileg úti- leiktæki sem þola Trölla- börn frá íslandi og leikgleð- in var mikil eftir allt þram- mið í borginni. Það gafst ekki mikill tími til fleiri skoðunarferða fyrr en eftir að hátíðinni lauk. Síðasta daginn, sem var sá heitasti, heimsóttum við Geimsafn sem er í Toulouse, City de L’Espace. Þar mátti fræðast um pláneturnar og geiminn og allar þær geimferðir sem farnar hafa verið, skoða MÍR geimstöðina og allan aðbúnað geimfaranna, al- vöru geimskip og jafnvel prófa hvernig tilfinning það er að ganga á tunglinu. Þótti mörgum sem nú stytt- ist í möguleika á sumarfríi úti í geimnum. En aftur á hátíðina. Ættjarðarlög sungin í franska sjónvarpið! Annar dagur, frumsýning- ardagurinn! Fiðringurinn lá í loftinu. Um morguninn var haldinn markaður og hóparnir fengu hver sinn landkynningarbás. Trölla- börnin skelltu upp sínum munum og fyrr en varði var þar mætt sjónvarpsstöð til að taka viðtal sem lauk með því að Tröllabörnin sungu „ísland ögrum skorið“. Síð- an var haldið upp í leikhús til að undirbúa sýninguna. Leikhúsið sem hátíðin var haldin í er nýjasta stolt Tou- louseborgar, nýtt og glæsi- legt borgarleikhús sem var opnað í október sl. og tekur 900 manns í sæti í stóra saln- um þar sem hátíðin fór fram. Til mikillar lukku höfðum við uppgötvað það, þegar komið var til Frakk- lands, að Olöf talar frönsku svona þegar á reynir. Og nú reyndi á. Hópurinn fékk búningsherbergi og kom sér niður á svið og renndi í æf- ingu. Eftir það var haldið beint upp á búningsherbergi með hádegis „pique-nique“ frá fjölskyldunum. Þegar síðasta matarbitanum hafði verið kyngt var kominn tími til að fara í búninga. Arn- þór og Gunnur, sem voru fánaberar hópsins í opnun- aratriðinu, voru klædd upp í íslenska þjóðbúninginn en aðrir fóru beint í Krafta- verkabúninginn sinn því sýningin var fyrst á dagskrá, strax á eftir landkynning- unni. Rotlukór slær í gegn! Á hátíðina voru komnir leikhópar frá Egyptalandi, Tékklandi, Króatíu, Gabon, Belgíu, Danmörku, Hvíta Rússlandi og Grikklandi, ásamt átta leikhópum frá Frakklandi. Fulltrúar frá hverju landi marseruðu inn með sinn fána í þjóðbúning- um og myndum frá hverju landi var varpað á sviðið um leið. Um leið og kynningu lauk var hlaupið í hraðskipt- ingu með fánaberana og allt gert klárt. Þegar Trölla- börnin voru kynnt var mikið klappað og hávaði í barna- skaranum í salnum sem beið fullur orku og eftirvæntingar eftir að sýningin hæfist. Skyldu þessi börn hafa ein- beitingu til að hlusta og horfa á sýningu sem þau skildu ekki bofs í? En viti menn um leið og ljósin komu upp á sviðinu stilltist orkan inn á hlustun og þau voru með á nótunum allan tímann. Sýningin gekk vel, besta sýning Tröllabarna til þessa og margt vakti greini- lega lukku barnanna, sér- staklega þegar blásið var lífi 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.