Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 10

Vikan - 21.09.1999, Side 10
Texti og myndir: Þórey Sigþórsdóttir Ttöllabörn í Toulouse Kraftaverk á erlendri leiklistarhátíð! í júní hélt leikhópur 10-12 ára barna, Tröllabörnin úr Kramhúsinu, með leiksýn- inguna Krafta á Alþjóðlega leiklistarhátíð barna, F.I.T.E., sem í ár var haldin í 13. skiptið í Toulouse í Frakklandi. Sýninguna Krafta vann hópurinn í spunavinnu undir stjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu og Olafar Ingólfs- dóttur dansara. Það var mikið tilhlökkunarefni að stökkva upp í flugvél og halda á vit ævintýranna með sköpunarverkið og sumar- klæðnaðinn í farteskinu. Líkamstjáning kemur í góðar þarfir! Á flugvellinum tók mót- tökunefnd hátíðarinnar á móti hópnum. Þá kom í ljós að við áttum að búa hjá fjöl- skyldum, tveir og tveir sam- an. Nú skyldu allir kynnast heimilislífi í Frakklandi frá fyrstu hendi. Þetta létu hin hugdjörfu íslensku börn ekki á sig fá þótt greinilegt væri að þarna myndi nú reyna á tjáningarhæfileika hvers og eins. Þó að Trölla- börnin gætu flest bjargað sér á enskunni var greinilegt að það sama gilti ekki um fjöl- skyldurnar, þar sem flestir töluðu lítið sem ekkert í ensku. Þegar hópurinn hitt- ist að morgni næsta dags lá líka mörgum mikið á hjarta að lýsa aðstæðum á nýja heimilinu, framandi matar- æði, misgóðu, og skemmti- legum misskilningi sem komið hafði upp í samræð- um. Talaði hver í kapp við annan og greinilegt að ekki hafði væst um neinn í nýjum húsakynnum. Gömui menning og geimskip í Toulouse! Fyrsta daginn tókum við í það að ganga um Toulouse og kynnast borginni sem er ævaforn og mjög falleg. Á gönguleið um gömlu mið- borgina voru það skemmti- leg smáatriði sem vöktu mesta athygli krakkanna. Veggjakrot sem hafði verið skellt upp af miklu listfengi út um allan bæ, í skemmti- legu ósam- ræmi við aldnar bygg- ingarnar, rómantískar brýr og sér- kennileg tré héldu at- hyglinni þar til hungur og þreytuverkir í fótum náðu yfirhönd- inni. Stefn- an var tekin á skemmtigarð þar sem snæða átti „pique- nique“, nestið sem fjöl- skyldurnar höfðu útbúið fyr- ir okkur. í garðinum mátti finna stórskemmtileg úti- leiktæki sem þola Trölla- börn frá íslandi og leikgleð- in var mikil eftir allt þram- mið í borginni. Það gafst ekki mikill tími til fleiri skoðunarferða fyrr en eftir að hátíðinni lauk. Síðasta daginn, sem var sá heitasti, heimsóttum við Geimsafn sem er í Toulouse, City de L’Espace. Þar mátti fræðast um pláneturnar og geiminn og allar þær geimferðir sem farnar hafa verið, skoða MÍR geimstöðina og allan aðbúnað geimfaranna, al- vöru geimskip og jafnvel prófa hvernig tilfinning það er að ganga á tunglinu. Þótti mörgum sem nú stytt- ist í möguleika á sumarfríi úti í geimnum. En aftur á hátíðina. Ættjarðarlög sungin í franska sjónvarpið! Annar dagur, frumsýning- ardagurinn! Fiðringurinn lá í loftinu. Um morguninn var haldinn markaður og hóparnir fengu hver sinn landkynningarbás. Trölla- börnin skelltu upp sínum munum og fyrr en varði var þar mætt sjónvarpsstöð til að taka viðtal sem lauk með því að Tröllabörnin sungu „ísland ögrum skorið“. Síð- an var haldið upp í leikhús til að undirbúa sýninguna. Leikhúsið sem hátíðin var haldin í er nýjasta stolt Tou- louseborgar, nýtt og glæsi- legt borgarleikhús sem var opnað í október sl. og tekur 900 manns í sæti í stóra saln- um þar sem hátíðin fór fram. Til mikillar lukku höfðum við uppgötvað það, þegar komið var til Frakk- lands, að Olöf talar frönsku svona þegar á reynir. Og nú reyndi á. Hópurinn fékk búningsherbergi og kom sér niður á svið og renndi í æf- ingu. Eftir það var haldið beint upp á búningsherbergi með hádegis „pique-nique“ frá fjölskyldunum. Þegar síðasta matarbitanum hafði verið kyngt var kominn tími til að fara í búninga. Arn- þór og Gunnur, sem voru fánaberar hópsins í opnun- aratriðinu, voru klædd upp í íslenska þjóðbúninginn en aðrir fóru beint í Krafta- verkabúninginn sinn því sýningin var fyrst á dagskrá, strax á eftir landkynning- unni. Rotlukór slær í gegn! Á hátíðina voru komnir leikhópar frá Egyptalandi, Tékklandi, Króatíu, Gabon, Belgíu, Danmörku, Hvíta Rússlandi og Grikklandi, ásamt átta leikhópum frá Frakklandi. Fulltrúar frá hverju landi marseruðu inn með sinn fána í þjóðbúning- um og myndum frá hverju landi var varpað á sviðið um leið. Um leið og kynningu lauk var hlaupið í hraðskipt- ingu með fánaberana og allt gert klárt. Þegar Trölla- börnin voru kynnt var mikið klappað og hávaði í barna- skaranum í salnum sem beið fullur orku og eftirvæntingar eftir að sýningin hæfist. Skyldu þessi börn hafa ein- beitingu til að hlusta og horfa á sýningu sem þau skildu ekki bofs í? En viti menn um leið og ljósin komu upp á sviðinu stilltist orkan inn á hlustun og þau voru með á nótunum allan tímann. Sýningin gekk vel, besta sýning Tröllabarna til þessa og margt vakti greini- lega lukku barnanna, sér- staklega þegar blásið var lífi 10 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.