Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 26
Texti: Steingerður Steinarsdóttir inu þínu yfir skemmtilega hluti til að gera þegar því leiðist. Hengdu listann upp á góðum stað og bentu barninu á hann þegar eirðarleysið grípur það. Meðal þess sem gaman er að setja á slíka lista er; fjársjóðsleit, þá er barnið beðið að leita að einhverjum hlut, inn á heimilinu, sem kalla má fjársjóð vegna þess að einhver góð minning er tengd honum. Barnið getur sagt þér frá því sem það man í tengslum við hlutinn. Það getur líka valið eitthvað sem það veit að tengist þínum minningum og beðið þig að segja frá atburðum sem tengjast hlutnum. Brúðkaupsmyndin af ykkur foreldrunum gefur til- efni til að rifja upp minningar um brúðkaupið o.s.frv. Ann- að á listanum getur verið að mála, föndra, púsla, skrifa sögu eða spila. Gefðu barninu gullakassa sem er notaður undir alls kyns hluti. I gullakassann er gaman að safna einhverju sem nýtist vel sem leikföng. Skeljar, tölur, skrýtnar flöskur og annað sem barnið finnur á förnum vegi er kjörið að halda til haga. Ef þetta er ekki tekið fram nema á sérstökum stundum verður það algjört ævintýri fyrir barnið að fá að leika sér að þessum sjaldséðu gimstein- um. Auk þess örvar það ímyndunarafl þess og að finna leiðir til að leika sér með þessa hluti. Hvettu barnið til að safna einhverju. Söfn frí- merkja, eldspýtustokka, póstkorta eða servíétta geta verið börnum endalaus uppspretta ánægju. Þau vekja einnig oft metnað barnanna til að gera vel og geta kennt þeim að fara vel með hluti. Hjálpaðu barninu að safna í minningarsjóð með því að halda til haga myndum, aðgöngu- miðum og fleiru sem tengist ferðum sem það fer í eða öðrum uppákomum í lífi þess. Þegar leiði grípur barnið er góður tími til að taka þessa hluti fram og búa til minningarbók. Ferð á safn, sum- arleyfisferðalag, heimsókn til afa og ömmu eða í húsdýragarðinn getur allt lagt grunn í slíkri bók. Margir foreldrar halda til haga slíkum minn- ingarbókum um uppvöxt barna sinna. Þegar barninu leiðist er ágætt að lána því bókina og leyfa því að skoða. Þá vakna ótal spurningar og tilefni gefst til að ræða ýmislegt sem áður hefur legið í láginni. Flest börn elska að vera þannig í aðalhlutverki og þau þreytast seint á að heyra sögur af sjálfum sér. rtu orðin þreytt á að heyra börnin þín kvarta undan að þeim leiðist? Kannastu við hvernig þau reika stundum um heimilið eirðarlaus og pirruð og vita ekkert hvað þau eiga af sér að gera? Oftar en ekki enda börn í dag fyrir framan sjónvarpið þegar þannig er komið fyrir þeim, en það er óæskileg afþreying einmitt undir þessum kringumstæðum. Sjónvarpið er skammtímalausn og barn sem venst því að aðrir skemmti því og finni því eitthvað að gera verður síður sjálfu sér nægt. Hæfileikinn til að líða vel með sjálfum sér og finna upp afþreyingu er eins og margt annað eitthvað sem lærist. Foreldrar geta hjálpað með því að ýta undir eigið frumkvæði barnsins og hvatt það til að finna sjálft upp á einhverju til að losna við leiðindin. Einhvern tíma í góðu tómi ættirðu að gera lista með barn- 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.