Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 58

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 58
Lífsreynslusaga i * 'W1' s Veikindin kæ hjónabandi Það voru hamingju- samir foreldrar sem héidu á nýfæddum syni sínum og dáðust að stráknum. Brátt brá skugga á gleðina þegar í ijós kom að barnið var alvarlega veikt og vart hugað iíf. Sigurður litli var hetja og náði sér á strik en veiktist svo aftur hvað eftir ann- að. Árin á eftir ein- kenndust af löngum vökustundum, áhyggjum og kvíða. Einn daginn gerðum við okkur grein fyrir þeirri sorglegu stað- reynd að hjónabandi okkar væri lokið. Við giftum okkur á þrítugsaldri og vorum hamingju- söm, að við héld- um. Við gengum bæði menntaveginn og kepptumst við að sanna okkur á vinnu- markaðnum eins og gengur og gerist. Þegar við vorum rétt skriðin yfir þrítugt fannst okkur tími til kominn að eignast barn. Við vorum komin í draumahúsnæði, höfðum það gott fjárhags- lega og bæði í traustum störfum. Vinir okkar höfðu eignast börn á námsárunum og við ræddum það oft okk- ar á milli hvílík mistök það væru að eignast barn svona ungur, þetta væri eintómt basl. Við færum réttu leiðina með því að bíða eftir rétta tímanum. Reyndar kom snemma í ljós að rétti tíminn er eitthvað sem ekki er til. Ég trúði því að ég yrði ófrísk daginn sem ég hætti að taka pilluna en svo reyndist ekki vera. Eftir tveggja ára bið varð ég ófrísk. Það ríkti mikil gleði, bæði hjá okkur, vinum okk- ar og fjölskyldu. Ég minnk- aði við mig vinnuna þegar leið á seinni hluta meðgöng- unnar en var harðákveðin í að koma til baka að loknu fæðingarorlofi. Ég skildi ekkert í konum sem nenntu að vera heimavinnandi í nokkur ár. Ég hafði nýlega fengið stöðuhækkun en vann út frá þeim forsendum að koma fljótlega aftur til starfa. Síðustu vikur meðgöng- unnar og fæðingin gekk eðli- lega fyrir sig. Það voru ham- ingjusamir foreldrar sem föðmuðu lítinn strák á fæð- ingardeildinni. Eins og venja er var barnið skoðað en svo leið nokkur tími þar til við fengum hann aftur. Ljós- móðirin var áhyggjufull á svipinn og lét okkur vita að það gæti verið að barnið færi aftur í ítarlegri skoðun. Við ljómuðum af ham- ingju þegar gestirnir byrjuðu að streyma til okkar. A öðr- um degi urðum við fyrir miklu áfalli þegar læknir, alvarlegur á svip, tilkynnti okkur að son- ur okkar væri alvarlega veikur, hann þyrfti að fara í stóra aðgerð sem gæti reynst lífshættuleg. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Heimurinn hafði fram til þessa verið svo kassalaga og fullkominn hjá okkur að óvæntar fréttir á borð við þessa rúmuðust ekki í hon- um. Afneitunin kom strax fram og við rengdum hvert orð læknisins. Að sjálfsögðu treystum við honum full- komlega en við vildum ekki trúa því að eitthvað amaði að barninu okkar. Barninu sem við höfðum beðið svo lengi eftir. Löng sjúkrahúsdvöl Aðgerðin var framkvæmd nokkrum dögum síðar. I staðinn fyrir að fara heim fórum við mæðginin á nýja sjúkradeild. Sonur okkar þurfti að dvelja á sjúkrahúsi fyrstu sex mánuðina og ég var eins og skopparabolti á milli sjúkrahússins og heim- ilis. Vinir og ættingjar vissu ekki hvernig ætti að bregð- ast við en þó voru nokkrir sem komu í heimsókn með gjafir handa barninu þótt það væri ekki á staðnum. Fæstir þeirra komu upp á spítala. Ég sá fram á að ég myndi ekki geta sinnt starf- inu mínu og sagði því upp nokkrum vikum eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.