Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 47
Hverju svarar lœknirinn ? Kæri læknir, Getur þú sagt mér hvort kranavatnið hér á landi er að einhverju leyti skaðlegt fólki? Hvað er óhætt að drekka mikið af vatni á dag? Eg hef líka verið að hugsa um skaðsemi ljósa- bekkja og sólar. Getur maður orðið brúnn þótt maður beri á sig sólvarnar- krem? Á maður að nota sól- arvörn líka þegar maður fer í ljósabekki? Eg hef heyrt að það sé minna hættulegt að fara í ljósabekki en að liggja í sól- baði úti, er það satt? Eg er nefnilega orðin hundleið á því að vera næpuhvít og vona að þú get- ir gefið mér einhver svör. Með þökk Ein fávís Sæl Kranavatnið á Islandi er yfirhöfuð mjög gott. Það voru þó til skamms tíma vandamál hér og þar út um landið en það á að vera búið að laga það núna. Svolítil kaldhæðni er að það voru erlendar kröfur fyrir fiskvinnsluna sem komu vatninu í lag á mörg- um stöðum. Það er gott fyrir heils- una að drekka vatn og nóg af vatni. Auðvitað er ein- staklingsbundið hversu mik- ið þú þarft en margir segja 8 meðalstór vatnsglös á dag. Þeir sem eru á lyfjum vegna hjartasjúkdóma ættu samt að spyrja lækninn sinn áður en þeir byrja slíka vatns- drykkju. Ég mæli með því að fólk prófi. Vatnsdrykkja hressir. Við erum að meiri- hluta vatn og töpum á hverj- um degi vatni úr líkamanum með svita, öndun, slím- myndun, saur og þvagi. Við það að tapa vökva verðum við þreytt og jafnvel hálf syfjuð og hlaupa þá margir til og fá sér kaffisopa eða kóksopa. Koffínið hressir stutta stund en síðan veldur kaffi enn meira vökvatapi með því að verka vatnslosandi, við piss- um sem sagt meira eft- ir kaffi- eða kók- drykkju. Reynið frekar að fá ykkur vatnsglas, kalt eða heitt, eða þunnt te, helst grænt, en vatn með gosi í með eða án bragðefna. Það verkar eins og góður bolli af sterku kaffi. Prófið!! Vatnsdrykkja er talin hjálpa til við að hreinsa líkamann og léttir starf nýrna og bætir hægðir líka. Ég hef hitt marga sem hafa tröllatrú á vatnsdrykkju. Þegar þú ferð í sólarlampa áttu náttúrulega að hegða þér eins og þú sért að fara í sól. Nota sólarvörn og stunda sólarlampann í hófi. Þú verður brún þó að þú notir sólarvörn, hún hindrar óæskilega geisla í að komast að húðinni. Ég er ekki að segja að þú eigir ekki að fara í sólarlampa en þú verður að muna að áhrifin eru þau sömu og að vera í sól. Langtímaáhrifin eru hrukkur, meira áberandi hjá konum, húðbreytingar eins og flekkótt húð, litabreyt- ingar, upphleyplir blettir og síðan náttúrulega aukin hætta á breytingum á fæð- ingarblettum, þ.e. krabba- mein í húð. íslendingar eru meir og meir farnir að átta sig á því að sól hefur skaðleg áhrif á húð og getur það ver- ið sérstaklega bagalegt í andliti sérstaklega hjá ung- um konum á öllum aldri. Nú er vetur fram undan og upp- lifa þá margir að þeir verði latir og jafnvel þungir á sér andlega, þá er gott að fara í 2-3 sólarlampatíma, en margir hressast við það. Annars er ég þess hvetjandi að Islendingar fari frekar í sólarfrí til útlanda að vetrin- um en sumrinu því það hressir svo marga við. Sœl að sinni Þorsteinn Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.