Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 60
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON KtMM! TOLLIR EKKI í TÍSKUNNI ítalska kynbomban Sophia Loren verður 65 ára hinn 20. september og segist vera við hestaheilsu þrátt fyrir að vinir og vandamenn hafi áhyggjur af heilsu hennar. í fyrrasumar lá hún á spítala í 10 daga vegna hjartatrufl- ana og slúðurblöð sögðu hana við dauðans dyr. I sumar komst sú saga á kreik á ný eftir að Sophia hrasaði við opinbera athöfn. „Ég ervel á mig komin. Þessi veikindi voru ekki eins alvarleg og sagt var," segir Loren en hún viðurkennir þó að hún fari hægar í sakirnar nú en áður. Sophia segir margt hafa breyst síðan hún var upp á sitt besta og henni finnst tískan í dag ekki merkileg. „Nú snýst allt um geirvörturnar. Þetta er alveg hrikalegt, það sést alltaf í geirvörturnar. Nlaður sér þetta á hverri ein- ustu tískusýningu. Þetta er kannski ágætt fyrir karlmenn en það getur ekki talist eðlilegt að konur séu svona til fara,“ segir Sophia. ENGIN FYRIRGEFNING Hrollvekjurithöfundurinn Stephen King segist vera þakk- látur fyrir að vera enn lifandi eftir að hann varð fyrir bíl nálægt heimili sínu í júní. King er nú á góðum batavegi og hvílist á heimili sínu í Bangor í Maine. King var í göngutúr seint að kvöldi þegar sendibíll sveigði út af veginum á fleygiferð og lenti beint á rithöfundinum. Hann gekkst undir sex skurðaðgerðir og segist sennilega aldrei koma til með að geta gengið eðiilega aftur. Ökumaður bílsins, Bryan Smith, á að mæta fyrir kviðdóm I lok september sem ákveður hvort hann verður ákærður. Sjálfur er King mjög ósáttur við að ökumaðurinn skuli enn hafa ökurétt- indi. „Það er Guðs mildi að hann skuli ekki þurfa að vera ábyrgur fyrir dauða mínum," sagði King í fyrsta viðtalinu sem hann veitti eftir slysið. Smith hefur lýst því yfir að hann vilji hitta King og biðjast afsökunar en rithöfundur- inn er ekki tilbúinn að taka við afsökunarbeiðninni. „Hann hefur ekkert að bjóða sem ég hef áhuga á. Það eina sem mér finnst hann hafa sem er þess virði að taka frá hon- um er ökuskírteinið." King var margfótbrotinn og lungun féllu saman. Auk þess segist hann hafa hlotið heila- skemmdir. „Ég horfði á Titanic þegar ég kom heim af spítalanum og ég grét. Þá sannfærðist ég um að ég hefði hlotið heilaskaða!" BARDAGAKAPPI Jason Alexander skemmtir áhorfendum sem litli, þybbni sérvitringurinn George Costanza í Seinfeld þáttunum. Hann er ekki mjög ógnvænlegur í þáttunum en ekki er allt sem sýnist. Það eru ekki margir sem vita að Alexand- er er þrautþjálfaður í austurlenskri bardagalist og á síð- ustu tveimur áratugum hefur hann kenntfjölmörgum skólakrökkum sjálfsvarnartækni. „Hann fékk nóg af því að láta stóru strákana lumbra á sér þegar hann var í skóla og lærði að svara fyrir sig,“ segir náinn vinur leik- arans. , , , TRUIR AVISINDIN Leikarinn Christopher Reeve hefur verið lamaður síðan hann kastaðist af hestbaki fyrir fjórum árum en hann læt- f B g fflf w m ur engan bilbug á sér finna. Á dögunum mætti hann á fund með helstu sérfræðingum Bandaríkjanna í barátt- unni gegn mænuskaða og þeir eru staðráðnir í að finna lækningu fyrir mænuskaddaða. Sjálfur segist leikarinn ekki efast um að lækning finnist og hann muni geta gengið á ný. „Ég hef aldrei verið í betra formi síðan ég lenti I slysinu. Ég stunda mikla líkamsrækt, enda ségja allir vísindamennirnir að þeir sem séu best á sig komnir verði fyrstir til að ná sér,“ segir Reeve. SÖNGELSK FJÖLSKYLDA Söng- og leikkonan Olivia Newton-John mun hefja upp rödd sína á hvíta tjaldinu á ný eftir langt hlé. Hún er nú að leika í söngvamyndinni Sordid Lives sem byggð er á söngleik um taugaveiklaða fjölskyldu fráTexas. Olivia mun leika Bitsy Mae Harlin, fyrrverandi fanga og knæpu- söngkonu. Hún samdi sjálf titillagið og syngur auk þess fimm önnur lög í myndinni, sem verður væntanlega frum- sýnd næsta vor. En Olivia er ekki sú eina í fjölskyldunni með sönghæfileika. í sumar bárust þær fréttir að 13 ára dóttir hennar, Chloe Lattanzi, væri komin í fjölskyldu- bransann. Hún syngur lag í teiknimynd sem kallast The Enchanted Billabong. Lagið heitir Beloved og verður gefið út á smáskífu. Chloe Ijáir einnig einni sögupersónunni rödd sína. Heather Locklear er nýflutt frá Los Angeles til New York þar sem hún mun leika í þáttunum Ó, ráðhús (Spin City) með Michael J. Fox. Locklear og eiginmaður hennar, gít- arleikarinn Richie Sambora, keyptu sér íbúð á Manhattan og töldu sig vera flutt í sómasamlegt hverfi. En leikkonan segist hafa fengið sjokk þegar hún var að sýna vinkonu sinni nýju íbúðina. „Ég var að horfa út um gluggann og fannst sem ég sæi nakinn mann í sturtu í næsta húsi,“ segir Locklear, sem var öllu meira út af fyrir sig í glæsi- villu sinni í Beverly Hills. Vinkonan sannfærði hana um að þetta væri bara plakat af nöktum manni. „En síðan sá ég manninn hreyfa sig! Og hann var ekki í sturtu. Hann var í eldhúsinu. Ég vona að ég verði ekki ein af þessum sem eru alltaf á gægjum," segir leikkonan. 20. sept.: Kristen Johnston (1967), Sophia Loren (1934) 21. sept.: Liam Gallagher (1972), Ricki Lake (1968), Rob Morrow (1962), NancyTravis (1961), Ethan Coen (1957), Bill Murray (1950), Stephen King (1947), Leonard Cohen (1934), Larry Hagman (1931) 22. sept.: Scott Baio (1961), Catherine Oxenberg (1961) 23. sept.: Jason Al- exander (1959), Bruce Springsteen (1949), Romy Schneider (1938), Mickey Rooney (1920) 24. sept.: Kevin Sorbo (1958), Pedro Almodóvar (1951) 25. sept.: Jodie Kidd (1978), Catherine Zeta-Jones (1969), Will Smith (1968), Tate Donovan (1963), Heather Locklear (1961), Michael Madsen (1959), Christopher Reeve (1952), Mark Hamill (1951), Michael Douglas (1944), Bar- bara Walters (1931) 26. sept.: Linda Hamilton (1956), Olivia Newton-John (1948) Linda Hamilton verður 43 ára hinn 26. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.