Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 21
Hvert sem komið er í Vegas hevrist hringl í pening um. Hljóðin úr blikkandi spilakóssunum mynda eins konar bakgrunnstónlist fyrir borgina Það er jafnvel hægt að leigja prest í formi Elvis eftirhermu eða gifta sig í aktu-taktu stíl, en þá eru hjónin gefin saman í gegnum bílalúgu. heitt þar á sumrin og þægilegur hiti á öörum árstímum. Á Lúxor er svo margt hægt að gera sér til skemmtunar aö það er nær óþarft að yfirgefa hótelið. Þar eru m.a. verslanir sem selja eftirlíkingar af egypskum forn- minjum en einnig er hægt að kaupa raunverulega forngripi, en eðli málsins samkvæmt eru þeir mjög dýrir. Stórt og fullkomið leikhús er innan veggja hótelsins og þar eru daglega haldnar margvíslegar sýningar. Bolshojballettinn vart.d. með nokkrar sýningar í leikhúsinu fyrstu dagana í september. Alls kyns veitingastaði er að finna á hótelinu og er óhætt að mæla með hlaðborðinu „veisla faraóanna." Hlaðborðin (þau eru mörg!) beinlínis svigna undan kræsingunum og eru álíka löng og Laugavegurinn. Þar er á boðstólum bókstaflega allt sem hugurinn girnist, hvort sem fólk girnist alla ávaxta- og grænmetisflóruna, úthafsrækjur, safaríkar nautasteikur, kalkún eða svínakjöt. Svo að maður minnist nú ekki á eftirréttahlað- borðin. En tilhugsunin ein nægir til þess að maður fær ofskammt af hitaeiningum. Hlaðborð faraó- anna kostar um 7oo krónur, ísl. Lúxorhótelið státar að sjálf- sögðu af glæsilegu spilavíti sem er í gangi allan sólarhringinn. Enda þýðir ekki að bjóða upþ á annað í borg sem aldrei sefur. Spennuþrungin spilavíti Það er ekkert leyndarmál að aðalaðdráttarafl Las Vegas felst í sþilavítunum frægu. Fólk flýgur til þorgarinnar til þess að eyða einni helgi og eyða peningunum sínum. Sumirspila með nokkra dollara, sumir með milljónir og aðrir Murj>lit lilikkundi Ijósuskilti cru uöuls- mcrki Lus Vcgus cndu cr niikiö sfuö í liorginni. CAsmd : ; k '****í^21t1 —..- - Siindluiigaruðstuöun ú Liíxorhótclinu liyöur ii|i|i á aö gcstir lircgöi scr í hlutvcrk spilltru Rónivcrja. með aleiguna. Það getur því verið stutt á milli sorgar og gleði í spilavítunum. Hvert sem komið er ÍVegas heyrist hringl í peningum. Hljóðin úrspilakössunum mynda eins konar bakgrunnstónlist fyrir borgina. Alls staðar er hægt að freista gæfunnar, meira að segja ájafnólíklegum stöðum og MacDonalds. Spilakassar eru felldir inn í barborð innan spila- vítanna svo fólk geti notið drykkja sinna á meðan það spilar. BlaðamaðurVikunnar er ekkert sérlega hrifinn af svona spila(hel)vít- um en fannst ekki ann- að við hæfi en að prófa. Ég valdi mér spilakassa af kostgæfni og settist við hann, hálffeimin. Fyrr en varði snerist lukkan á sveif með mér og smápen- ingar tóku að hrynja úr kassanum með tilheyr- andi hávaða og blikkandi Ijósum. (fáti mínu reif ég upp plastpoka og hófst handa við að moka peningunum ofan í hann. Það verður að viðurkennast að hjartað sló nokkuð ört. Þegar vél- in hætti loks að dæla út pening- um, kom í Ijós að ég hafði unnið 40 dollara og fékk þá greidda í 5 senta peningum. Þið getið bara rétt ímyndað ykkur þyngdina á pokanum góða. Brúðkaupsvæn borg Eins og fram hefur komið hefur Las Vegas upp á að bjóða spenn- andi spilavíti, glæsileg hótel, frá- bært veður og einstakar sýningar. En, það er líka hægt að gera ann- að skemmtilegt og það er að gifta sig í Las Vegas. Ótrúlegur fjöldi fólks lætur gefa sig saman í hjónaband í Las Veg- as. Árið 1998 voru gefin út 108,493 leyfisbréf til giftingar í borginni. Langvinsælustu dagarn- ir til þess að ganga í hnappheld- una eru gamlárskvöld og Valent- ínusardagurinn. Borgin er mjög „brúðkaupsvæn". Embættið sem gefur út tilskilin leyfi hefur opið allan sólarhringinn um helgar og á hátíðum og það er enginn bið- tími á leyfunum. Síðan er bara að velja sér brúðkaup við hæfi. Fjöl- mörg hótel eru með sérstaka gistingu á boðstólum fyrir brúð- hjón með hjartalöguðu rúmi, heit- um nuddpotti og kampavíni. Sumir velja sér frekar skemmti- lega hallærisleg mótel sem er líka mjög dæmigert fyrir Las Veg- as. Sumar kirkjur leigja eða selja brúðarkjóla og sjá líka sóma sinn í að útvega blómaskreytingar, Ijósmyndatöku, kampavín, limósínu eða hvað sem gerir verðandi brúðhjón ánægð. Allt er falt. Það er jafnvel hægt að leigja sér prest í formi Elvis eftirhermu eða gifta sig í aktu-taktu stíl en þá eru hjónin gefin saman í gegnum bílalúgu. Það getur borgað sig að skreppa til Las Vegas. Þar rætast alltaf einhverjir draumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.