Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 51

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 51
Umsjón: Hrund Hauksdóttir ■n 1 ■ Hreyfðu þig rösklega og stöðugt í minnst 60 mín- útur á dag 2. Notaðu minni diska undir matinn. Þá virkar magn matarins meira á diskinum. 3. Hafðu alltaf innan seil- ingar huggulega útbúinn hitaeiningasnauðan mat. Það mætti vera ískaldur grænmetissafi, ferskir ávextir, léttjógúrt, nið- urskornar gulrætur eða poppkorn. 4. Skipuleggðu vel inn- kaupalistann og versl- aðu alltaf þegar þú ert södd og óþreytt, til þess að koma í veg fyrir óæskilegar skyndiá- kvarðanir fyrir framan köku- og sælgætishill- urnar. 5. Borðaðu rólega og njóttu hvers bita. Borð- aðu um leið og þú skerð matinn í stað þess að borða allt í einu. Tyggðu vel og leggðu hnífapörin frá þér annað slagið. 6. Farðu aldrei mjög svöng á veitingastað eða í veislur. Fáðu þér ávöxt eða glas af undanrennu áður en þú ferð að heiman. 7. Gleymdu því ekki að áfengir drykkir eru hita- einingaríkir. til að losna við óvelkomna fitu! Agústa Johnson hefur um alllangt skeið verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari landsins og hér fáum við nokk- ur mjög góð ráð frá henni varðandi heilsusamlegra líferni og hvernig best sé að halda aukakílóum í skefjum. 8. Tyggðu tyggigúmmí á meðan þú eldar mat eða tekur af borðinu eftir matinn. Þá er minni hætta á narti. 9. Ef börnin eða makinn hafa slæm áhrif á matar- innkaupin hjá þér skaltu ekki hafa þau með þeg- ar þú verslar. 10. Takmarkaðu koffín- neyslu. Koffín getur örvað matarlystina. H.Neyttu meirihluta hita- eininganna fyrri hluta dags. Borðaðu eins og kóngur á morgnanna, prins í hádeginu og betl- ari á kvöldin. 12. Hafðu eitthvað ákveðið að gera þegar þú kemur heim úr vinnu eins og að fara út með hundinn, í gönguferð eða í sturtu. Bolli af kjötseyði eða einn ávöxtur hjálpar þér svo að lifa af fram að kvöldmat. 13 . Lærðu að borða eins og þeir grönnu; borðaðu þegar þú finnur til svengdar og hættu þegar svengdartilfinningin er horfin. 14.Hafðu alltaf nóg fyrir stafni því þá hefur þú ekki tírna til að hugsa um mat. 15.Skiptu megrunarmark- miðum þínum í viðráð- anleg markmið, t.d. 3 kíló í einu. Verðlaunaðu sjálfa þig með nýrri bók, snyrtingu eða einhverju sem ekki er matarkyns eftir hver 3 kíló sem þú missir. 16 .Taktu ákvörðun um að grenna þig af því að þú ert frábær persóna en ekki af því að þú ætlar að verða frábær. 17. Í stað þess að setja mat- inn í skálar og á pönnur á matarborðið getur verið góð hugmynd að skammta á diskana og pakka afgöngunum og setja þá í ísskáp áður en sest er að borðum. 18. Ef þú verður að kaupa snakk (kartöfluflögur eða sælgæti) kauptu þá minnstu pakkningarnar. Það er kannski hlutfalls- lega dýrara en það er líka allt í lagi því þú ætl- ar hvort sem er að borða svo lítið af því. 19. Slepptu ekki úr máltíð- um. Það getur orðið til þess að þér finnist þú eiga skilið að borða meira. Borðaðu reglu- lega. 20 • Ekki nota vigtina til að mæla fitutap. Notaðu fitumælingu, málband eða bara spegilinn. 21 ■ Hættu að hugsa sí og æ um mat. Hugsaðu urn eina máltíð í einu. Ekki skipuleggja í huganum máltíðir fram í tímann. 22.Breyttu uppskriftunum þínum til að minnka fit- una. Notaðu fitusnautt kjöt, majónes eða sinn- ep í stað smjörs á sam- lokuna og drekktu und- anrennu í stað nýmjólk- ur. 23 . Það þýðir ekki að gera margar magaæfingar á dag til að fitan af mag- anum hverfi. Æfingarn- ar styrkja vöðvana undir fitunni en þolþjálfun eða eróbikkþjálfun brennir fitunni úr líkam- anum hvar sem hún er; mjöðmum, rassi eða undir hökunni. 24 . Það er hæfilegt að grennast um 1/2-1 kíló á viku. Ef þú grennist mikið hraðar hægirðu á brennslunni og rýrir vöðvana. 25. Þegar þú hefur náð þinni kjörþyngd, leyfðu þér þá aldrei að þyngj- ast aftur um meira en 1-2 kíló. Minnkaðu fitu- og sykurneyslu og auktu hreyfinguna ef þér finnst þú vera að þyngj- ast aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.