Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 51

Vikan - 21.09.1999, Side 51
Umsjón: Hrund Hauksdóttir ■n 1 ■ Hreyfðu þig rösklega og stöðugt í minnst 60 mín- útur á dag 2. Notaðu minni diska undir matinn. Þá virkar magn matarins meira á diskinum. 3. Hafðu alltaf innan seil- ingar huggulega útbúinn hitaeiningasnauðan mat. Það mætti vera ískaldur grænmetissafi, ferskir ávextir, léttjógúrt, nið- urskornar gulrætur eða poppkorn. 4. Skipuleggðu vel inn- kaupalistann og versl- aðu alltaf þegar þú ert södd og óþreytt, til þess að koma í veg fyrir óæskilegar skyndiá- kvarðanir fyrir framan köku- og sælgætishill- urnar. 5. Borðaðu rólega og njóttu hvers bita. Borð- aðu um leið og þú skerð matinn í stað þess að borða allt í einu. Tyggðu vel og leggðu hnífapörin frá þér annað slagið. 6. Farðu aldrei mjög svöng á veitingastað eða í veislur. Fáðu þér ávöxt eða glas af undanrennu áður en þú ferð að heiman. 7. Gleymdu því ekki að áfengir drykkir eru hita- einingaríkir. til að losna við óvelkomna fitu! Agústa Johnson hefur um alllangt skeið verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari landsins og hér fáum við nokk- ur mjög góð ráð frá henni varðandi heilsusamlegra líferni og hvernig best sé að halda aukakílóum í skefjum. 8. Tyggðu tyggigúmmí á meðan þú eldar mat eða tekur af borðinu eftir matinn. Þá er minni hætta á narti. 9. Ef börnin eða makinn hafa slæm áhrif á matar- innkaupin hjá þér skaltu ekki hafa þau með þeg- ar þú verslar. 10. Takmarkaðu koffín- neyslu. Koffín getur örvað matarlystina. H.Neyttu meirihluta hita- eininganna fyrri hluta dags. Borðaðu eins og kóngur á morgnanna, prins í hádeginu og betl- ari á kvöldin. 12. Hafðu eitthvað ákveðið að gera þegar þú kemur heim úr vinnu eins og að fara út með hundinn, í gönguferð eða í sturtu. Bolli af kjötseyði eða einn ávöxtur hjálpar þér svo að lifa af fram að kvöldmat. 13 . Lærðu að borða eins og þeir grönnu; borðaðu þegar þú finnur til svengdar og hættu þegar svengdartilfinningin er horfin. 14.Hafðu alltaf nóg fyrir stafni því þá hefur þú ekki tírna til að hugsa um mat. 15.Skiptu megrunarmark- miðum þínum í viðráð- anleg markmið, t.d. 3 kíló í einu. Verðlaunaðu sjálfa þig með nýrri bók, snyrtingu eða einhverju sem ekki er matarkyns eftir hver 3 kíló sem þú missir. 16 .Taktu ákvörðun um að grenna þig af því að þú ert frábær persóna en ekki af því að þú ætlar að verða frábær. 17. Í stað þess að setja mat- inn í skálar og á pönnur á matarborðið getur verið góð hugmynd að skammta á diskana og pakka afgöngunum og setja þá í ísskáp áður en sest er að borðum. 18. Ef þú verður að kaupa snakk (kartöfluflögur eða sælgæti) kauptu þá minnstu pakkningarnar. Það er kannski hlutfalls- lega dýrara en það er líka allt í lagi því þú ætl- ar hvort sem er að borða svo lítið af því. 19. Slepptu ekki úr máltíð- um. Það getur orðið til þess að þér finnist þú eiga skilið að borða meira. Borðaðu reglu- lega. 20 • Ekki nota vigtina til að mæla fitutap. Notaðu fitumælingu, málband eða bara spegilinn. 21 ■ Hættu að hugsa sí og æ um mat. Hugsaðu urn eina máltíð í einu. Ekki skipuleggja í huganum máltíðir fram í tímann. 22.Breyttu uppskriftunum þínum til að minnka fit- una. Notaðu fitusnautt kjöt, majónes eða sinn- ep í stað smjörs á sam- lokuna og drekktu und- anrennu í stað nýmjólk- ur. 23 . Það þýðir ekki að gera margar magaæfingar á dag til að fitan af mag- anum hverfi. Æfingarn- ar styrkja vöðvana undir fitunni en þolþjálfun eða eróbikkþjálfun brennir fitunni úr líkam- anum hvar sem hún er; mjöðmum, rassi eða undir hökunni. 24 . Það er hæfilegt að grennast um 1/2-1 kíló á viku. Ef þú grennist mikið hraðar hægirðu á brennslunni og rýrir vöðvana. 25. Þegar þú hefur náð þinni kjörþyngd, leyfðu þér þá aldrei að þyngj- ast aftur um meira en 1-2 kíló. Minnkaðu fitu- og sykurneyslu og auktu hreyfinguna ef þér finnst þú vera að þyngj- ast aftur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.