Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 44
f r a m h a l d s s
ÁST í HÁLÖNDUNUM
Yseulta varð
kvíðnari eftir því
sem vagninn
nálgaðist Kings
Cross brautarstöðina. Hún
hafði satt að segja orðið
skelfingu lostin þegar frændi
hennar hafði sagt skipandi:
Þú átt að skrifa fyrir mig
bréf og afhenda hertoganum
af Strathvegon á morgun.
Það hafði komið henni á
óvart að frændi hennar ætl-
aði að láta svo lítið að skrifa
hertoganum; henni var
kunnugt um fyrirlitningu
hans á hertoganum. Hann
las henni fyrir bréfið sem
hún skrifaði með sinni fal-
legu rithönd. Hún varð sí-
fellt meira undrandi og þeg-
ar bréfinu lauk gat hún ekki
stillt sig urn að segja: Já, en
frændi, þú getur ekki...
Þegiðu! Eg líð ekki nein
mótmæli af þinni hálfu.
Gerðu eins og ég segi þér!
Hún hafði ekki þorað
annað en að hlýða. Næstu
nótt lá hún andvaka og
hugsaði um hvernig hún
gæti haldið áfrarn að lifa líf-
inu eftir slíka auðmýkingu.
Það var nógu erfitt að þurfa
stöðugt að hlusta á illt umtal
ættingjanna um föður henn-
ar. En aldrei fyrr höfðu þau
niðurlægt hann opinberlega.
Hún átti þá ósk heitasta að
fá að deyja eftir alla auð-
mýkinguna sem hún hafði
þurft að þola, eða að geta
flúið og farið í felur. Þegar
birti af degi viðurkenndi
hún fyrir sjálfri sér að hún
ætti ekki annarra kosta völ
en að hlýða frænda sínum.
Hún var peningalaus og
eignalaus og hún átti ekki í
önnur hús að venda. Hana
skorti hugrekki til þess að
flýja, þótt stundum hugsaði
hún sem svo að betra væri
að svelta en að þurfa að lifa
með reiði og fyrirlitningu
frænda síns.
Eins og venjulega vakti
ein þjónustustúlkan hana
klukkan sjö. Hún kom inn í
herbergi Yseultu þegar hún
var að klæða sig og lagði frá
sér ódýra ferðatösku sem
ætluð var þjónustufólkinu.
Herrann hefur skipað svo
fyrir að þú eigir að pakka
niður því sem þú þarft að
nota til ferðarinnar. Þegar
þjónustustúlkan var farin
hugsaði Yseulta með sér að
þetta væri tímasóun. Vissu-
lega yrði hún að mæta með
farangur sinn á brautarstöð-
ina, eins og frændi hennar
hafði skipað fyrir. En hún
var viss um að hún yrði sam-
stundis rekin til baka og yrði
að taka allt upp úr töskun-
um aftur.
Það var fyrst á leiðinni á
brautarstöðina sem það
hvarflaði að henni hvort hún
ætti að reyna að fela sig í
járnbrautarlest hertogans.
Lestin var á leið til
Skotlands og hún gæti látið
sig hverfa uppi í hálendinu
þar sem frændi hennar gæti
aldrei fundið hana. Hún var
viss um að hann yrði feginn
að losna við hana. Ef til vill
gæti hún fundið fjölskyldu
sem væri tilbúin til að borga
henni fyrir að þrífa og elda
matinn. Hún vildi gera allt
til þess að komast hjá því að
lifa því lífi sem hún hafði lif-
að undanfarin tvö ár. En
innst inni vissi hún að þetta
voru aðeins vonlausir
dagdraumar. Hún myndi
vakna upp frá þeim saman-
hnipruð og auðmýkt eftir
barsmíðar frænda síns.
Vagninn ók upp að braut-
arpallinum og ekillinn sótti
farangur hennar með fyrir-
litningu í augnaráðinu. Hún
vissi vel að frændi hennar
hafði skipað svo fyrir að ek-
illinn fylgdi henni alla leið
að lestinni. Með því vildi
hann fullvissa sig um að vin-
ir hertogans kæmu auga á
einkennisbúning ekilsins
sem skreyttur var skjaldar-
merki Derroncorde ættar-
innar. Hann vildi vera viss
urn að allir vissu hver hún
væri ef svo færi að hertoginn
segði þeim það ekki sjálfur.
Yseulta gekk skjálfandi
eftir brautarpallinum. Henni
fannst sem hún væri á leið-
inni í gapastokkinn. En
stoltið, sem hún hafði næst-
um því gleymt að hún ætti
til, hjálpaði henni að bera
höfuðið hátt í stað þess að
hlaupa í felur. Hún hafði
gælt við þá hugsun að segja
frænda sínum að lestin hefði
farið á undan henni; hún
hefði komið of seint til þess
að hitta hertogann. Hún
vissi að klukkan var orðin
meira en tólf. Frændi henn-
ar hafði látið þau leggja af
stað á síðustu stundu til þess
að vera viss um að allir yrðu
komnir á undan henni og
yrðu því vitni að atburðun-
um þar sem hann ætlaði
henni stórt hlutverk. Eg get
þetta ekki, sagði hún við
sjálfa sig. Hver taug í líkama
hennar var þanin. En allt í
einu fannst henni sem móðir
hennar stæði við hlið henn-
ar, huggaði hana og segði
henni að vera hugrökk. Hún
rétti úr sér og gekk áfram,
hægt og rólega. Hún kom
auga á lestina. Aldrei fyrr
hafði hún séð svo fallega
járnbrautarvagna. Vagnarnir
voru hvítmálaðir og hurðir
og gluggakarmar dökkrauð-
ir. Lestin var eins og leik-
fangalest. Þegar Yseulta
kom nær sá hún brautar-
stjórann með rautt flagg í
hendinni, tilbúinn að gefa
merki um að lestin gæti lagt
af stað um leið og hertoginn
segði til. Fremsti vagninn
var innréttaður sem setu-
stofa og svefnklefarnir voru
aftar. í gegnum gluggana
kom hún auga á litríka hatta
kvennanna. Nokkrir karlar
stóðu á brautarpallinum.
Þeir gerðu hana ennþá
feimnari og taugaóstyrkari.
Einn maðurinn klæddist
skotapilsi. Hann leit undr-
andi á Yseultu.
Hertogaynjan sat í fremsta
vagninum. Hún sagði við son
sinn: Nú eru allir komnir
nema Sarah Corde.
Það eru forréttindi kvenna
að koma of seint, sagði her-
toginn. Mér finnst við ættum
að bíða eftir henni í fimm
mínútur í viðbót.
Hann leit á klukkuna.
Hertogaynjan gaf sig á tal
44 Vikan