Vikan


Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 20
í síðasta tölublaði Vikunnar var viðtal við Öldu Björk, söngkonu, sem sagði frá lífi sínu á þessu ári og vitnaði í völvuspá Vikunnar sem hafði ræst ótrúlega vel. í framhaldi af því flettum við spánni til að skoða hversu sannspá Völvan hefði verið. Hér stiklum við á stóru til gamans: Nýir atuinnu- uegir í upp- sigiingu. „ mest verður þó þróunin í lyfjaiðnaði og þar eiga íslendingar eftir að verða framarlega í flokki. Islending- ar munu eiga þátt í gerð tvenns konar lyfja sem eiga eftir að hafa gífurleg áhrif á mannkynið." Þessi spádómur hefur þeg- ar ræst og íslenskir vísinda- menn hafa á árinu sýnt og sannað að þeir eru meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Verslun „Einingar í rekstri munu halda áfram að stækka. KEA Nettó mun efl- ast á suðvestur- horninu og spjara sig á þeim markaði. Það verður mikil verslun í landinu á þessu ári." Einingar hafa svo sannar- lega haldið áfram að stækka og verslun er enn að færast á færri hendur. KEA Nettó opnaði verslun í Mjóddinni í Reykjavík og stendur sig vel og bílaverslun, svo eitthvað sé nefnt, hefur aldrei verið meiri hér á landi en núna. Náttúrufar „...við verðum ekki laus við stóra jarðskjálfta á þessu ári. Það verða líka bæði snjó- og aurflóð þótt ekki valdi þau manntjóni. Veður- far verður undarlegt á árinu og fólk á eftir að sjá háar hitatölur." Það þarf vart að minna íbúa suður- og suðvestur- lands á þá stóru skjálfta sem urðu á árinu. Snjóflóð urðu nokkur og aurskriður urðu m.a. vegna mikilla vatnavaxta í vor. Hiti fór upp í 33 gráður á Akureyri í sumar og í nóvember fór hiti eitt sinn í 17 gráður í Reykjavík. Hneyksli, spilling og morð „Fíkniefni munu mjög setja svip á árið og mörg stór fíkniefnamál verða upplýst. Geirfinns- inu er ekki lokið, ný gögn koma fram og mál- ið mun verða í fréttum þótt það leysist hvorki nú né síð- ar. Morð tengt fíkniefnum verður framið á árinu." Því verður ekki mótmælt að mörg fíkniefnamál og stór (sbr. Stóra fíkniefna- málið) hafa verið upplýst á þessu ári og enn eru ekki öll kurl komin til grafar þegar þetta er skrifað. Morðið tengt fíkniefnum var framið og Geirfinnsmálið var mikið í fréttum. „... prestur verður fyrir al- varlegum ásökunum og biskup íslands mun þurfa að bera vopn á klæði víða á þessu ári." Það þarf ekki að orðlengja ásakanir forsætisráðherra á hendur presti vegna smá- sögu sem birt var í Morg- unblaðinu á árinu og víst er að biskup hefur þurft að bera klæði á vopn víða innan kirkj- unnar vegna deilna m.a. um jafnréttis- mál. ípróttir „Islenskir íþróttamenn verða sýnilegri í útlöndum en til þessa. Knatt- spyrna verður í tísku og miklir peningar í kringum hana." Þetta stendur allt heima og knattspyrnumenn hafa farið fremstir í flokki ís- lenskra íþróttamanna. Þess er skemmst að minnast að Þórður Guðjónsson var keyptur fyrir háa fjárhæð í vor og að hópur íslendinga keypti hlutabréf í Stoke City fyrir skömmu. Hlutabréf og fjölmiðlafár „Hlutabréfamarkaðurinn verður fjörugur á árinu og upp kemur mikið hneysklismál og fjöl- miðlafár í kringum það." Er einhver búinn að gleyma FBA, Kaup- þingi, Davíð og Jóni Ólafssyni? up 1 Og svona rétt að lokum; œtlar einhver að missa af völvu Vikunn- ar 4. janúar 2000? 20 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.