Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 19
VIÐ ENDA REGNBOGANS
LEYNDARMÁLIÐ í KJALLARANUM
rv a Í5
lo asy\OiVjO^ Vss
Sagt er að við enda regnbogans sé
falinn fjársjóður. í hugaVillu,
skondinnar og skemmtilegrar, 9 ára
stelpu, er fjársjóðurinn í lífi hennar
fólginn í því að mömmu hennar batni
og að hún geti keypt gjöf sem gleðji
hana. Síðast en ekki síst langar hana
til að eignast kanínu.
Margt skemmtilegt drífur á dagaVillu
og vina hennar en ekki eru öll
uppátæki þeirra vel séð og
spurningin er hvortVilla lendir á
Óþekktarbarnaheimilinu eða hvort hún kemst að enda
regnbogans án þess jafnvel að vita af því sjálf.
Þetta er fjórða barnabókin sem Helga Möller sendir frá
sér. Helga lifir sig á einstakan hátt inn í heim barnanna
og það kemur vel fram í bókum hennar sem hafa hlotið
afar góðar viðtökur, bæði gagnrýnenda og lesenda.
Ólafur Pétursson myndskreytti bókina.
Skemmtileg spennusaga um
fimm krakka í Reykjavík. Heima
hjá einum þeirra er dimmur og
dularfullur kjallari sem hefur margt furðulegt að geyma,
m.a. grímu sem á eftir að koma við sögu í lokaköflum
bókarinnar þegar innbrotsþjófar ráðast inn í húsið og
þjarma að krökkunum. En þegar illa horfir kemur heldur
betur óvæntur bjargvættur til sögunnar.
Fyrsta barnabók Steinunnar
Hreinsdóttur, flugfreyju og
magisters í norrænum
bókmenntum, með
myndskreytingum eftir Jóhönnu,
tvíburasystur hennar.
FRODI