Vikan


Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 47
allt eins átt von á því að her- toginn væri jafnvel and- styggilegri en frændi hennar. Þakka þér fyrir, góði Guð, hvíslaði hún. Hún fann að þeir sem sátu næst henni horfðu undrandi á hana. Hún flýtti sér að leggja frá sér kampavínsglasið af hræðslu við að vínið stigi henni til höfuðs. Hún hafði ekki haft lyst á morgunmat, hún hafði kviðið svo mikið því sem hún varð að gera. í gær hafði henni liðið svo illa eftir barsmíðar frænda síns að hún hafði ekki komið niður matarbita. Ég verð að gæta mín, hugsaði hún með sjálfri sér, að verða mér ekki til skammar. Hún virti fyrir sér fólkið sem sat í kringum hana. Hún tók eftir því að lafði Deborah Hurst flissaði í hvert sinn sem herramenn- irnir tveir yrtu á hana og hún tók einnig eftir fýlu- svipnum á andliti lafði Beryl. Hvernig getur hún verið óánægð? hugsaði Yseulta með sér. Beryl klæddist fallegum kjól og á höfðinu hafði hún lítinn hatt, skreyttan hvítum blóm- um. Nú var borinn fram morg- unverður og sér til mikillar undrunar uppgötvaði Yseulta að hún hafði góða matarlyst. Hún vissi að gest- ir hertogans veltu því fyrir sér hver hún væri í raun og veru en þeir voru of kurteis- ir og vel upp aldir til þess að stara á hana. Ungu herramennirnir, sem hétu Hugo, Anthony og Perry, stríddu ungu stúlkun- um og sögðu þeim skrýtlur og allir skemmtu sér vel, nema lafði Beryl. Það var svo langt síðan einhver hafði komið fram við Yseultu eins og manneskju að hún gat næstum ekki trúað því að þetta væri allt saman raun- verulegt. Eftir morgunverð- inn skiptust gestirnir í litla hópa. Vinir hertogaynjunnar spiluðu bridge. Hugo sýndi Deborah myndir í tímariti og hún flissaði í hvert sinn sem hann opnaði munninn. Hertogaynjan leitaði ráða hjá Anthony, sem greinilega var flinkur dansari, um hvaða ræla best væri að dansa á dansleiknum. Hertoginn settist í autt sætið við hlið Yseultu. Hann hélt á koníaksglasi og sagði við lafði Beryl: Get ég fært þér eitthvað? Ég tók eftir því að þú borðaðir lítið sem ekkert af morgunverðinum. Lafði Beryl leit á hann fjandsamlegu augnaráði. Svo sagði hún, Yseultu til mikillar undrunar: Nei takk, ég óska þess eins að fá að vera í friði. Hún hallaði sér að glugganum og lokaði augunum. Hertoginn leit undrandi á hana og sneri sér að Yseultu. Þau sátu í fjarri hinum og hann spurði lágri röddu: Hvers vegna gengur þú í sorgarklæðum? Yseulta hristi bara höfuð- ið. Eftir stutta þögn svaraði hún: Þakka þér fyrir að senda mig ekki í burtu, eins og ég átti von á. Ég lofa því að láta fara lítið fyrir mér og þegar við komum til Skotlands ætla ég að láta mig hverfa. Vonandi finnur Lionel frændi mig aldrei. Hvers vegna viltu það? spurði hertoginn. Vegna þess að ég get ekki haldið út að búa hjá honum lengur, svaraði Yseulta. Hún var hrædd um að hún hefði sagt of mikið og reyndi að útskýra mál sitt nánar. Hún leit á hertogann og sagði föður þinn á veðhlaupa- brautinni, sagði hertoginn. Hann var stórkostlegur knapi! Hann þurfti ekki endilega á góðum gæðingum að halda; hann var svo frá- bær knapi að það var engu líkara en að hann gæti látið hestana fljúga yfir hindran- irnar. áköf: Það er kannski skiljan- legt að frændi minn skuli hata mig. Faðir minn fór illa að ráði sínu. Hún leit undan og bætti við lágri röddu: Ég vildi bara óska þess að ég hefði hugrekki til þess að gera það sem faðir minn gerði. Ég man eftir að hafa séð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.