Vikan


Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 57
um bæinn varðandi faðerni mitt. Ég var sífellt að heyra sérkennilegar athugasemdir og spurningar frá sama fólk- inu. Þær komu frá börnum ríkasta mannsins í bænum og komu alltaf upp þegar þau voru dauðadrukkin. Ég spurði eldri systur mínar hvort þær hefðu heyrt þennan orðróm. Þær viðurkenndu báðar að hafa heyrt slúðursögur fyrir mörgum árum þess efnis að ég ætti ekki að vera dóttir föður míns. Slíkt væri algjör fásinna og þær ákváðu að láta þetta sem vind um eyru þjóta. Þeir sem hafa búið í smábæjum vita hvers konar kjaftagangur getur hvissast út af engu til- efni. Engin okkar minntist á þetta einu orði við mömmu. Uppljóstrunin mikla Þegar ég var rúmlega þrí- tug, og foreldrar mínir orðnir sjötugir, lést mamma skyndi- lega úr hjartaáfalli. Sorgin var mikil og pabbi átt erfitt enda voru þau alla tíð mjög náin. Fjöldi fólks mætti við jarðar- förina en þar sá ég mann sem ég bjóst alls ekki við sjá þarna, kónginn sjálfan, eins og bæjar- búar uppnefndu ríkasta mann bæjarins. Ég vissi ekki til þess að hann hefði þekkt mömmu persónulega. Hann mætti í erfidrykkjuna og reyndi sífellt að ræða við mig einslega. I hvert skipti sem hann ætlaði að hefja mál sitt kom einhver og truflaði okkur. Ég sá að pabba leið ekki vel. Ég fór heim með hann, ég óttaðist að dagurinn hefði verið honum ofviða. Ég fann að honum lá eitthvað þungt á hjarta en hann gat ekki sagt mér hvað amaði að. Hann grét eins og lítið barn og ég sat hjá honum og huggaði hann fram eftir kvöldi. Mér leið mjög illa þeg- ar ég yfirgaf hann. Þegar ég kom heim sagði maðurinn minn að fullorðinn maður hefði hringt og endilega viljað hitta mig. Stuttu síðar hringdi síminn og á hinum enda lín- unnar var kóngur bæjarins, sem við skulum kalla Jón. Honum var mikið í mun að ég kæmi heim til hans, hann þyrfti að ræða við mig alvar- legt mál. Ég var nýkomin úr jarðarför móður minnar og ekki í skapi til að ræða eitt- hvert mál úti í bæ en forvitnin rak mig af stað. Jón tók höfð- inglega á móti mér og vísaði mér á skrifstofuna sína. Hann afsakaði ágengnina í erfi- drykkjunni og vottaði mér samúð sína enn og aftur. Hann sagði mér að móðir mín hefði verið mjög góð kona en ég þyrfti að vita leyndarmál sem alltof margir vissu en ekki ég. Hjónaband foreldra minna hefði staðið tæpt á tímabili og móðir mín átti í ástarsam- bandi við annan mann, þann sem sat fyrir framan mig og sagði mér þessa sögu. Sam- bandið stóð í nokkra mánuði. Bæði voru þau gift og áttu börn og því voru mörg hjörtu sem þau særðu með ástarævin- týrinu. Um leið og móðir mín komst að því að hún var ófrísk tilkynnti hún Jóni að hún gæti þetta ekki lengur. Hún vildi frekar halda í hjónabandið en að tvístra tveimur fjölskyld- um. Pabbi minn hefði haft grun um hliðarspor mömmu en fyrirgaf henni þegar hún kom grátandi til hans og sagði honum frá barninu sem hún bar undir belti. Mamma bað Jón að láta sig í friði og sverja að hann segði ekki neinum frá því að hann væri raunveruleg- ur faðir minn. Eiginkona Jóns tók hliðarspori hans mun verr en pabbi hliðarspori mömmu og hún hafði sínar grunsemdir um leið og það spurðist út að mamma væri ófrísk. Hún reyndi stöðugt að fá Jón til að segja sannleikann um barnið en hann þagði þunnu hljóði. Hann lítur á mig sem dóttur sína Orðrómurinn, sem ég heyrði út undan mér, var því kominn frá eiginkonu hans og börnunum. Konan hans var látin en Jón vildi að ég vissi sannleikann, að hann hefði alltaf elskað mömmu mína og í gegnum árin hefði hann fylgst vandlega með mér. Varla leið sú vika sem hann sá mér ekki bregða fyrir. Hann hafði margoft hringt til mömmu og beðið hana að segja mér sannleikann en hún tók því illa. Fyrir stuttu hefði hann gert erfðaskrá og þar var mitt nafn skráð sem einn erf- ingja hans. Ég sat bara stjörf og tárin runnu niður kinnarn- ar. Mér fannst þetta allt svo óraunverulegt. Móðir mín hafði lifað tvöföldu lífi, pabbi var ekki raunverulegi faðir minn og þessi maður var blóð- faðir minn. Ég gat ekki meira. Maðurinn minn skyldi ekki hvað hafði gerst þegar ég kom útgrátin með Jón mér við hlið. Ég varð að sjálfsögðu að hringja til systra minna og segja þeim sannleikann um okkar flókna fjölskyldumynst- ur. Pabbi átti erfiðar stundir þegar þetta mál kom upp á yf- irborðið. Hann vildi hitta okk- ur allar saman. Hann sagði okkur að hann hefði alltaf elskað mömmu og því fyrir- gefið henni. Þau ákváðu að hefja nýtt líf saman. Það tókst og upp frá þessu voru þau mjög hamingjusöm. Þetta litla kríli, sem átti alls ekki að verða til, varð þeim til mikillar hamingju. Honum hafi alla tíð þótt jafnvænt um mig og hinar systur mínar. Auðvitað varð okkur öllum illa brugðið. Ég held að þögn foreldra okkar í öll þessi ár Eg ákvað að spyrja eltíri systur mínar hvort pær hefðu heyrt hennan orðróm. Þær viður- kenndu báðar að hafa heyrt slúðursögur fyrir mörgum árum hess efnis að ég væri ekki dóttir föður míns. Slíkt væri algjör fásinna og hær ákváðu að láta bessar sögur sem vind um eyru hjóta. hafði valdið mestu sárindun- um. Feluleikur með faðerni á ekki að líðast. Pabbi er orðinn gamall maður og vill öllum vel. Að sjálfsögðu erum við ennþá mjög náin enda er hann hinn eini, sanni pabbi í mínum huga. Ég hef lítið samband við Jón. Hann er mikill sjúklingur og hann hefur sagt mér að hann vilji að ég erfi eignir hans, hann líti á mig sem dótt- ur sína. Ég get ómöglega litið hann sömu augum. Maðurinn er blóðfaðir minn, á því leikur víst enginn vafi. Hann á niður- stöður úr blóðprufum sem staðfesta það. Börnin hans hata mig enda eru þau alin upp með dollaramerki í aug- unum. Tilvera mín eyðileggur allar fjárhagsáætlanir þeirra. Ég veit það eitt að ég ólst upp hjá besta pabba sem ég hugs- anlega gat eignast en ég hefði samt viljað vita sannleikann um uppruna minn fýrr og heyra hann af vörum móður minnar. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þj deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hef- ur haft mikil áhrif á þig, jafn- vel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I it‘iiniIist.i 11 oí0 en Vikiin - „Lífsri'j nslusaga", Svljar egiir 2, 121 Kejkjavík, Ncjfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.